Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 17
Fðstudagur 2. apríl 1965 MORCUMBLAÐIB 17 Virkjum fallvötnin og hef jum stóriðju áður en það verður um seinan a IRæða Eyjólfs Konráðs Stúdantafélagstftflnciiniini í gærkvóldi f GÓÐIR stúdentar — aðrir á- heyrendur. | Fyrir skömmu var minnzt aldarafmælis Einar Benedikts- sonar. Menn minntust þá ekki einungis skáldsins, heldur og i fullhugans, sem sá að „framtíð i á vor þjóð — með þessa fossa“. | Tilviljanir haga sér stundum ; einkennilega. Mönnum dettur j jat'nvel í hug að það séu hreint > engar filviljanir. Og nú vildi j svo til, að umræðurnar um í stórvirkjanir og stóriðju á Isr I landi voru að nálgast lokastig , um sama leyti og hressilega var rumskað við mönnum og þeir minntir á þau glæstu áform, sem Einar og samstarfsmenn 'hans höfðu á prjónunum á öðr- um áratug aldarinnar. I>að er ekki úr vegi að rifja nú upp, þegar rætt er um stór- iðju og erlent fjármagn, fyrir7 i ætlanir Einars Benediktssonar, þess manns, sem mest stolt og framsækni hefur haft fyrir ís- lands hönd, mannsins, sem J mesta trú hafði á landinu og þjóðinni, og vildi ráðast ótrauð- ur í stórverkefnin, sem á i skömmum tíma hefðu gjör- breytt efnahag landsins. Og fyrir.ætlanir hans voru ekki tómar skýjaborgir og loftkast- alar, eins og einhvern veginn hefur tekizt að koma inn í hug- skot manna — en svo vill fara, þegar hinum framsæknu hefur mistekizt, að þá eru þeir nægi- lega margir, sem hlakkar í og finnst þeir sjálfir stækka af j því að þjóðin enn bjástrar við smáverkefnin. I Þegar menn f dag lesa hina ítarlegu áætlunargerð Sæters- moens og verkfræðinga hans um 6 stórvirkjanir á Þjórsár- svæðinu, byggingu áburðar- verksmiðja, alúmfnbræðslu, karbítvinnslu og jafnvel járn- og zinkiðnað, sem árið 1918 var gefin út í stórri bók með fjöl- mörgum uppdráttum og verk- fræðilegum útreikningum, þá sjá menn og skilja að hér var alvara á ferðum en enginn glópsháttur. Hugmyndin var að virkja sem næst 800 þús. kw vélaafl eða um fjórum sinnum meira en Búrfellsvirkjun þá, sem nú er talað um að verði 210 þús- und kw, og kostnaðarverð virkj ananna var áætlað 277 milljón- ir króna, eða samkvæmt núver- andi verðlagi nálægt 6 þús. millj. kr. Og Títanfélagið, sem fyrlr rannsóknunum stóð, og hugðist hrinda I framkvæmd þesáum stórverkefnum, var heldur eng- in bóla. Hlutafé þess var upp- haflega 2 milljónir króna, en komst að nafnverði upp í 12 milljónir eða sem næst 300 millj. miðað við núverandi verð lag. Naut félagið sýnilega mik- ils álits, og engin ástæða til að ætta annað en unnt hefði verið að útvega það fjármagn, sem þurt’ti til þess að hrinda verk- efnunum í framkvæmd, ef á- formin hefðu notið þess skiln- ings og stuðnings hér innan- lands sem þörf var á. En ef við viljum glöggva okk ur betur á hvað hér var á ferð- inni, þá getum við hugsað okk- ur, að Einari Benediktssyni hefði tekizt að hrinda í fram- kvæmd verulegum hluta fýrir- ætlana sinna, t.d. að virkja 500 þúsund kw í Þjórsá, og byggja tilsvarandi verksmiðjur. Hugs- um okkur að þessum fram- kvæmdum hefði verið lokið ár- íð 1925 og segjum svo að eng- inn hagur hefði af þeim orðið fyrstu 15 árin, meðan verið var að afskrifa eignirnar, sem þó er auðvitað fjarstætt, því að marg háttaður arður hefði komið inn í Landið og gífurleg atvinna, sem ekki hefði verið vanþörf á fyrir stríðið, þegar atvinnuleys ið var hér hvað tilfinnanlegast. Gefum okkur það, að íslend- ingar hefðu fyrst árið 1940 tek- ið að fá arð af þessum eignura, sem vafalaust væru nú að veru- fremst, sem útlend lán geta veitzt til, þegar Alþingi snýr sér að því að verða löggjafar- samkoma fyrir landið, í stað þess að vera innbyrðis vátrygg- ingarstofnun fyrir fulltrúana sjált'a". Einar Benediktsson ætlaði sér að uppræta hina hugmynda hatandi smásýni, sem hann svo nefndi, en hann var langt á undan sinni samtíð, eins og þeir báðir Sigurður Nordal og Stein grímur J. Þorsteinsson hafa komizt að orði í ritum um Ein- ar, og „leiðartínurnar“ voru ekki lagðar. Og nú standa fyrir dyrum starfsmannahald yrði um 100 manns. Útreikningar sýna að hér mundi verða um arðvæn- legt fyrirtæki að ræða, sem spara mundi íslendingum veru- legan gjaldeyri, og er talið að gjaldeyrissparnaður á hvern starfsmann, sem við fyrirtækið mundi vinna yrði frá hálfri milljón fyrst til rúmlega einnar og hátfrar milljónar króna, að loknum afborgunum lána. Gert er ráð fyrir að fyrirtæk- ið selji vörur sínar á sama verði og við kaupum nú fullunnar olíuvörur af Rússum, en all- mikið magn fullunninnar olíu mundum við þó kaupa áfram, væntanlega frá járntjaldslönd- unum. Við undirbúning þessa máls hefur verið haft samstarf við bandarískt fjárfestingarfyrir- tæki, sem er reiðubúið til sam- handaskolum á fyrstu árum slíks rekstrar, sem við einir stæðum að. En ekki skal ég fjöl yrða um þetta mál, enda annað og meira verkefni, sem hér hlýtur fyrst og fremst að verða til umræðu: Búrfellsvirkjun og bygging alúmínbræðslu. í stuttu máli má segja að út- lit sé fyrir það, að við íslend- ingar getum náð samningum við svissneskt alúmínfyrirtælci, Swiss Aluminium, um að það byggi hér á landi 60 þúsund tonna alúmínbræðslu I 2—3 á- föngum, en fyrsti áfanginn yrði 30 þúsund tonna bræðsla. Jafn- framt yrði þá ráðizt í Búrfells- virkjun í tveim áföngum eða fleiri. Yrði fyrsti áfangi 105 þúsund kw, en þegar virkjun- inni væri lokið, væri hún alls 210 þús. kw. Af þessari orku mundi 60 þúsund tonna alúmínbræðsla taka rúman helming, eða 110 þúsund kw, en til annarra nota væri þá 100 þúsund kw. Kostnaður er áætlaður 1050 milljónir króna við fyrri áfanga Búrfellsvirkjunar en aðeins 567 milljónir við hinn síðari, þannig ILppdráttur að fyrirhuguðu stöðyarhúsi við Búrfell samkvæmt áætlunum Sætersmoen, sem birtar voru 1918. legu leyti orðnar alíslenzkar. Við skulum segja að verðmæti raforkunnar hefði verið rúm 2 miLL. sem kallað er, eða um 10 aurar á kwstundu, og afrakst- ur verksmiðjanna jafnmikill, 10 aurar miðað við hverja notaða kwstund. Þá væri hér um að ræða á ári hverju 800 milljón króna verðmæti og á 25 ára tímabili, til dagsins í dag að telja, 20 þúsund milljónir króna, án þess að vextir séu reiknaðir. Með 6% vöxtum væri þessi upphæð hins vegar hvorki meira né minna en 47 þús. millj. Jafnvel þótt aðeins helming- ur þessa fjár hefði orðið eftir hér í landinu, er um svo gífur- legar fjárhæðir að ræða, að engum orðum þarf að því að eyða, hve þessi framkvæmd hefði gjörbreytt öllum hag þjóð arinnar tii hins betra. En hér voru margir, sem ótt- uðust þessar framkvæmdir. Menn töldu sig hafa haft slæma reynslu af erlendu — dönsku — fjármagni og þorðu ekki að leggja út í þessi stórverkefni. Ihaldssemin nægði til að hindra framgang þeirra. Einar Benediktsson hafði áð- ur sagt í greininni „Starfsfé fyr ir ísland“: „Hér hefur verið alltof lengi af vísindalausri, sleggjudæm- andi og hugmyndahatandi smá- sýni í löggjöf og fjármáluru tal- að hátt um öll félagsfyrirtæki sem fjárglæfra“. Og hann bætti við: „Hér þarf ag leggja leiðar- línur þjóðernisstefnunnar yfir svo langt tímabil, fyrst og mestu stórverkefni, sem við ís- lendingar höfum ráðizt í, og þó smáverkefni miðað við það, sem vakti fyrir framsæknasta fslendingnum. Væri nokkuð fjarri lagi að hugsa sér, að þrátt fyrir atlt væri það andi Einars Benediktssonar, sem nú orkar því, að íslendingar ætla ekki lengur að láta fallvötn sín renna óbeizluð til sjávar. Ef það er tilviljun, þá er það a.m. k. ánægjuleg tilviljun, að ein- mitt nú hafa hugsjónir Einars Benediktssonar á aldarafmæli hans verið rifjaðar upp og orð- ið þjóðinni hvatning til að spretta úr spori, þótt seint sé. Þegar nú er rætt um stóriðju og erlent fjármagn er einkum átt við þrjú fyrirtæki, sem í undirbúningi hafa verið, þ.e.a.s. kísilgúrverksmiðju við Mý- vatn, olíuhreinsunarstöð og síð- ast en ekki sízt, alúmínverk- smiðju. Um kísilgúrverksmiðj- una er það að segja, að þar er um lítið fyrirtæki að ræða, væntanlega ekki nema um 140 milljón króna fjárfestingu, sem litlar deilur hafa verið um, enda talið nauðsynlegt að hafa samvinnu við útlendinga, ekki sízt vegna markaðanna. Skal ég ekki ræða um þær fyrirætlanir. Undirbúin hefur verið bygg- ing olíuhreinsunarstöðvar, sem mundi hreinsa mikinn hluta þeirrar olíu, sem við íslending- ar notum. Þetta er ekki mjög stórt fyrirtæki. Fjárfestingin mundi vera eitthvað yfir 300 millj. króna og starfsmenn fyr- irtækisins aðeins um 60 fast- ráðnir, en nálægt 40 að jafnaði við viðhald, þannig áð héildar- vinnu við okkur fslendinga á þeim grundvelli, að það yrði minnihlutaeigandi að fyrirtæk- inu, en við ættum þar algjöran meirihluta. Hið bandaríska fyr- irtæki mundi svo leggja fram allmikið hlutafé og að auki allt það lánsfé, sem til fyrirtækis- ins þyrfti, og þannig taka á sig áhættuna að langmestu leyti, því að áhætta fslendinga væri ekki önnur en sú, sem fælist í því innlenda hlutafé, sem yrði í fyrirtækinu. Bandaríska félagið er reiðu- búið til að selja hlut sinn eftir nokkurra ára starfrækslu fyrir- tækisins, ef þá er ljóst, að það getur staðið í skilum með greiðslur vaxta og afborgana af lánum, og yrði félagið þá alís- lenzkt. Segja má, að hér sé um að ræða gott dæmi um það, hvers hagræðis við getum -notið af samstarfi við erlent einkafjár- magn. Við hyggjumst hefja at- vinnurekstur, sem við höfum ekki sérþekkingu á. Við leitum til erlendra aðila, sem bæði hafa þekkingu og fjármagn. Við búum þannig um hnútana, að sá aðili taki á sig svo mikla áhættu, að hann verið að leggja sig allan fram um að fyrirtækið verði byggt upp á sem arðvæn- legastan hátt, og við tryggjum okkur það, að innan skamms tíma verði fyrirtækið alíslenzkt. Það mætti auðvitað hugsa sér að við reyndum einir að ráðast í slíkt fyrirtæki, sem ekki er fjárfrekara en þétta, og tækj- um til þess lán, sem þá yrðu með ríkisábyrgð. En hætt er við, að ýmislegt gæti farið í að fullvirkjað mundi kostnaður inn nema 1617 milljónum króna, sem hækka mundi upp í rúm- lega 1700 milljónir króna með aukningu varastöðva. í samningunum við hið sviss- neska fyrirtæki hefur verið tal- að um að það greiddi fyrir raf- orkuna fyrstu 10 árin 3 mill, en síðan 1V4 mill. Eitt mill er sem kunnugt er 1/000 úr Bandaríkja dollarar, og því samkvæmt nú- verandi gengi 4,3 aurar. Þannig eru 3 mill tæpir 13 aurar á kw- stund og 2Yz mill tæpir 11 aur- ar. Ef gert er ráð fyrir að greiða stofnkostnað raforku- versins niður að fullu á 25 ár- um með 6% vöxtunum — en vextir Alþjóðabankans eru nú yfirleitt 5 Ví> % — mundi raforku sölusamningur við hið sviss- neska fyrirtæki standa undir rúmlega % stofnkostnaðarins, en fyrirtækið hins vegar fá til sinna nota rúman helming eins og áður segir. Þetta þýðir það, að við Islendingar pnundum fá í okkar hlut 100 þús. kw. orku- ver fyrir minna en 600 millj. kr eða tæplega 6 þúsund kr. á hvert kw. en meðal byggingar- kostnaður á hvert kw. yrði hins vegar nokkuð yfir 3 þúsund krónur, en hér er um að ræða langsamlega ódýrasta orkuver- ið, sem við getum ráðizt í, og yrði orka sú sem við hagnýtt- um um það bil á hálfvirði mið- að við hagkvæmustu smærri virkjanir. Að 25 árum liðnum ættum við síðan orkuverið skuldlaust og Frafmald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.