Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. apríl 1965 Framfhald af bls. 32 fréttaauka ríkisútvarpsins í gær- kvöldi. A fuondi borgarstjómar E«ykja víkur s.l. 'þriðjudag voru sam- þykktar tillögur um gatna- og bolræsaframkvæmdir fyrir árið 1905. Tillögur þessar fylgja i aðal- atriðum heiidaráætiun þeirri um gatnagerð í Reykjavík, er gerð var árið 1902. Ekki hefur þó verið hjá því komizt að Dreyta til út frá heildaráaetluninni, einkum vegna hitaveituframkvæmda, sem þarf að vera lokið áður en gengið er endanlega frá götunum. Þá verður og gert meira í aðal- umferðargötunum en gert var ráð fyrir í heiidaráætluninni á þessu ári vegna þess að hluta borgarsjóðs í benzínskatti á ein- göngu að nota í aðalumferðaræð ar borgarinnar (en þær eru: Miklabraut, Hringbraut, Eiðs- grandi, Kringlumýrarbraut, — Kleppsvegur og Elliðavogur). Fyrirhugað er að gera meira é þessu ári í nýjum hverfum, vegna lóðaúthlutunar, en gert var ráð fyrir í heiidaráætiuninni. Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir að verja á þessu ári tæplega 160 milljónum króna 1 nýbyggingar gatna- og holræsa. Reiknað er með að hluti borg- ensjóðs í benzinskatti, er verja á til aðalumferðargatna verði um 14 milljónir króna, en samþykkt er að verja til þeirra 15,3 millj. Eftirtaidar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í aðalumferðargöt- um: Nyrðri akbraut Miklubrautar verður malbikuð frá Grensás- vegi inn á móts við Réttarholts- veg og framhaid brautarinnar undirbyggt inn að Suðurlands- braut. Lokið verður malbikun á Hring braut, það er kaflinn vestan Framnesvegar. Eystri akbraut Eiðsgranda verð ur malbikuð, frá núverandi mal- biki að Hringbraut. Kaflar í Kringlumýrarbraut, Hvítn linurnar á þessu kortl sýna þær götur, sem verða mal bikaðar á þessu ári. Þær eru: i Eftirfarandi dreifi- og íbúðar- götur verða malbikaðar á árinu: Vesturbær: Ánanaust, Holtsgata (frá Selja- vegi að Ánanausti). Sólvallagata (frá Framnesvegi að Ánanausti). Nýlendugata (frá Brunnstíg að Seljavegi). Hofsvallagata (frá Nesvegi að Ægissíðu). Kapla- ' skjólsvegur. Ægissíða. Nesvegur (frá Ægissíðu vestur að borgar- mörkum). Fornbagi, það sem eftir er að malbika milli Hjarð- arhaga og Ægissiðu. Kvisthagi. Dunhagi. Tómasarhagi. Eyng- hagi. Starhagi. Fálkagata. Austurbær: Háteigsvegur. Meðalholt. Stang arholt. Stórholt. Reykjahlíð (milli Háteigsvegar og Flóka- götu). Flókagata. f Hliðunum verður lokið við að malbika: Stakkahlíð (milli Bólstaðar- hlíðar og Háteigsvegar). Ból- staðahlíð (milli Stakkahlíðar og Háteigsvegar). Skaftahlíð (milli Stakkahlíðar og Bólstaðahliðar). Bogahlíð. Háahlíð). f Túnum verður lokið við að malbika: Miðtún. Hátún. f Laugarneshverfi verður lokið við að malbika: Reykjaveg. Laugalæk. Rauða- Iæk. Bugðulæk. Brekkulæk. Laugarnesveg (norðan Lauga- lækjar). Kleppsveg (milli Laug- arnesvegar og Dalbrautar). Sel- vogsgrunn. Sporðagrunn. Brúna- veg. Kleifarveg. Er þá lokið við malbikun í þessu hverfi, að undanskilinni Dalbraut. Enn stdrframkvæmdir við gatnagerð heildarframkvæmdir fram dr áætlun nuiman Miklúbrautar og milli Sigtúns og Háaleitisbrautar, — verða undirbyggðir. > Hluti Kieþpsvegar við Kirkju- Band verður undirbyggður og einnig hluti Elliðavogar, milli Skipasunds og Holtavegar. Eftirfarandi dreifi- og íbúðar- götur verða malbikaðar á áriuu: Vesturhær: Ánanaust, Holtsgata (frá Selja- vegi að Ánanausti). Sólvallagata <frá Framnesvegi að Ánanausti). Nýlendugata (frá Brunnstíg að Seljavegi). Hofsvallagata (frá Nesvegi að Ægissíðn . Kapla- Bkjólsvegur. Ægissíða. Nesvegur (frá Ægissíðu vestur að borgar- mörknm). Fornhagi, það sem eftir er að malbika milli Hjarð- arhaga og Ægissíðn. Kvisthagi. Dunhagi. Tómasarhagi. Lyng- hagi. Starhagi. Fálkagata. Anstnrhær: Háteigsvegnr. Meðalholt. Stang arholt. Stórbolt. Reykjahlíð (milli Háteigsvegar og Flóka- götu). Flókagata. f Hlíðunum verðnr lokið við að malbika: Stakkahlíð (milli Bólstaðar- hlíðar og Háteigsvegar). Ból- etaðahlíð (milli Stakkahlíðar og Háteigsvegar). Skaftahlið (milli Stakkahlíðar og Bólstaðahlíðar). Bogahlíð. Háahlíð). f Túnnm verðnr lokið við að malbika: Miðtún. Hátún. 1 Laugarneshverfi verður lokið við að malbika: Reykjaveg. Langalæk. Ranða- læk. Bugðulæk. Brekkulæk. Laugarnesveg (norðan Lauga- lækjar). Kleppsveg (milli Laug- arnesvegar og Dalbrautar). Sel- vogsgrunn. Sporðagrunn. Brúna- veg. Kleifarveg. Er þá lokið við malbiknn í þessu hverfi, að undanskilinni Daibraut. f Grensási verður lokið við að malbika: Grensásveg (frá Suðurlands- braut að Sogavegi) og Fellsmúla. í sambandi við fullnaðarfrá- gang gangstétta verður í ár hald- ið áfram hellulögn og steypu á gangstéttum, og verða þær fram- kvæmdir mun meiri en undan- farin ár. Samtals er ákveðið að verja til þeirra um 22 milljón- um króna. f Vesturbænum er áætlað að ljúka við hellulagningu vestur að Bræðraborgarstig, ásamt steypu á gangstéttum við þær götur, sem malbikaðar voru í íyrra. f Austurhænum er áætlað að ljúka við hellulagningu gang- stétta fjölmargra gatna í elztu borgarhverfunum, ásamt steypu á gangstéttum við flestar þær götur, sem malbikaðar voru í fyrra. Ekki er gert ráð fyrir í áætl- uninni, að lokið verði við fulln- aðarfrágang gangstétta þeirra gatna er malbikaðar verða í ár, nema að nokkru leyti. Ef gerður er samanburður á heildaráætluninni frá 1962, og því sem raunverulega hefur ver- ið framkvæmt, er útkoman þannig: TJm síðustu áramót átti að vera búið að malbika 216.100 ferm. af akbrautum. Búið var þá að malbika 267.700 ferm., eða um 24% meira en áætlunin segir til um. í>á átti einnij að vera búið að fullgera 119.300 ferm. af gangstéttum, en -gerðar höfðu verið 65.500 ferm., eða 45% minna, en áætlunin seg- ir til um. Ef framkvæmdir þessa árs standast, lítur dæmið þannig út: Malbik, samkvæmt heildar- áætlun 315.400 ferm. MaJbikaðir 420.500 ferm., eða 33% fram úr áætlun. Fubgerðar gangstéttir, sam- kvæmt heildaráætlun 170.900 ferm. Raunverulega gerðir 12i9.400 ferm., eða um 24% minna en áætlunin segir til um. Nú hefur víða verið vikið frá heildaráætluninni, þannig að mal bíkað hefur verið út að lóða- mörkum í stað heilulagninigar. Réttari samanburður fæst því með að leggja saman fullfrágeng ið yfirborð gatnanna, malbik + gangstétt. Ef það er gert og geng ið út frá sömu forsendum, yrði útkoman þannig: Akbraut + ganigstéttir, sam- kvæmt heildaráætlun / 1962 486.406 ferm Raunverulega gerðir 549.900 ferm., eða um 13% meira en á- ætlunin segir til um. Vegna aukinnar lóðaúlihlutunar verður meira unnið í nýjum hverfum, en gert hefur verið áð- ur, þar verða lögð holræsi og nýj- ar götur undinbyggðar. Þessi nýju hverfi eru: Reynimelur, Grenimelur og Hagamelur, milli Hofsvailagötu oig Kaplaskjóls- vegar. Norðurbrún milli Austur- brúnar og Kleppsvegar, Sæviðar- sund, Elliðavogur, Holtavegur, austan Skipasunds. Einbýlis-, garð- og fjölbýlishúsahverfi í Árbæjarblettum, eða bæjunum að austanverðu við Árbæ og norð an Elliðaánna, og byrjunarfram- kvæmdir við gatna- og holræsa- gerð í íbúðarhverfum í Fossvogs- dal oig Blesugróf, ásamt iðnaðar- hverfi í Ártúnsböfða. Stærsta holræsaverkefnið er Fossvogsræsi ,en því á að ljúka á þessu ári. í það fara um 18.5 milljónir króna. Samkvæmt áætlun þessa árs, skiptist fjárveitingin þannig: Gatnagerð 92.9 millj. Holræsagerð 54.8 — eða samtals 147.7 millj. Fkki er gert ráð fyrir að vinnu flokkar toorgarinnar komist yfir öll þau verkefni, sem áætlunin segir til um. Verða þvi þessar framkvæmdir boðnar út í aukn- um mæli, aðallega gaignstéttar- gerð og holræsagerð. Vonast er til að hægt verði að ljúka þessum framkvæmdum með sameiginlegu átaki allra þeirra, sem að þessum málum vinna og settu marki náð, að full- gera götur borgarinnar á næstu árum. Þá svaraði Geir, borgarstjóri, Einari Áigústssyni nokkrum orð- um, Hann sagði þau litlu frávik, sem gerð hefðu verið frá áætlun- inni ekki skipta máli nú, en þær hefðu verið gerðar til hagræðis, þannig að nýta mætti betur vj l \x afl og fé. Lögn gangbrauta væri á eftir áætlun vegna skorts á vinnuafli, en þar vri ek'ki hægt að koma við véitækni í sama mæli og við gatnaigerð. Vegna endingar malbiks, sagði borgarstjóri, að hann mundi sjálf sagt láta athuga það mál, ef þess væri óskað, en hugsanlega kæmi hér til veðráttan, hita- brigði og akstur á keðjum, þar sem maibikið dygði ver en skyldi. Aifreð Gislason spurði borgar- stjóra, hvort unnt væri að standa við áætlunina 1965 og hvort vinnuafl og fjármgan væri nægj- anlegt. Einar Ágústsson taiaði enn og dró í efa gildi samanburðatalna í fermetrum, en ekki benti hann á annan mælikvarða. Hann sagði þetta stafa af því, að mismunandi erfitt væri að malbika götur. Að lokum kvaðst hann ekki hafa ver ið með neina ádeilu, en málið væri allt það þýðingarmikið, að það þyrfti vel að athugast. Var gerður góður rómur að lokaorð- um ræðumanns. Borgarstjóri svaraði fyrirspum um Alfreðs. Hann sagðist ekiki geta svarað með fuilri vissu, en það væri mat þeirra, sem hefðu undirbúið málið og séð uno fram- kvæmd þess, að það væri hægt, en nauðsynlegt væri þá um ieið, að bjóða framkvæmdirnar út 1 ríkari mæii, því að vinnuflokkar borgarinnar mundu ekki geta annað framkvæmdum. Varðandi fjármagnið væri gert ráð fyrir‘20 milij. króna yfir- færslu af ónotuðum tekjum fyrra árs, auk um 130 milij. kr. fjár- veitingu þessa árs. Yfirfærslan frá fyrra ári væri áætlunartala, er gæti lælrkað við endanlegt uppgjör og ef það yrði og i þeim mæli þá mundu framkvæmdirnar færast yfir á næsta ár, en þetta væri þó svo iítill- hiuti, að ekki ætti að breyta neinu. Að lokum spurði ÍJlfar Þórðar- son, borgarfulitrúi, Einar Ágústs son, hvaða mæiikvarða hann vildi hota, ef fermetrar dygðu ekki, eins og hann hefði haldið fram. Einar tók til máls um þetta, en varð svarafátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.