Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 16
 Þjóðviljirm kallar Iðjufólk fávita OSVÍFNI kommúnista í garð iðnverkafólks í Reykjavik keyrði um þverbak í Þjóðviljanum í gær. Undanfarið hafa þeir látlaust svívirt það Iðjufólk, sem hefur ákveðið að neyta þeirra sjálfsögðu lýðræðisréttinda að hafa menn í kjöri gegn kommúnistum í félaginu. Hótunum og aðdrótt- unum hefur verið beitt og ekkert til sparað í því skyni að sverta það fólk, sem bjarga vill samtökum sínum úr höndum flokksvélar kommúnista. Hámarki virtist ósvífnin ætla að ná, þegar Þjóðviljinn í heilsíðugrein skar upp herör meðal Dagsbrúnarkommúnista og sigaði þeim á Iðjufólk. En blaðið átti þó eftir að ná enn lengra í lítilsvirðingunni á iðnverkafólki og vann sér það verk létt. í gær birtist í Þjóðviljanum grein, sem vissulega er þess virði, að Iðjufólk veiti henni athygli. Gengur greinin út á það, að iðnverkafólk sé slíkir fávitar, að auðvelt sé að rugla það og afvegaleiða, en í Dagsbrún séu „einstakir meðlimir félagsins vel menntaðir á sviði efnahagsmála og þjóðmála. ' í framhaldi af því segir síðar: „ÞESS VENGA HAFA DAGS- BRÚNARMENN FULLAN RÉTT Á ÞVÍ AÐ KOMA VITINU FYRIR ÞÁ NÝLIDA f H)JU, sem ekki hafa gert sér það ljóst, að hagur Iðju er hagur verkalýðsins í heild.“ Og enn- fremur: „Aðferðin er ósköp einföld. Hún er fólgin í því að ná hinum FÁVÍSU á sitt band með lygum.“ Síðan andvarpa þeir léttilega og segja: „OG ÞAÐ ER HELDUR ENGINN VANDI AÐ RUGLA FÁVÍSAR SÁLIR“ (leturbr. hér.) Við þessi orð er raunar engu að bæta. Þau tala sínu skýra máli. Iðnverkafólk í Reykjavík mun á eftirminnilegan hátt svara fyrir sig við kjörborðið í dag. Formaður V.R. í II ár Á AÐALFUNDI Verzlunarmanna félags Reykjavíkur 18. þ. m., lét Guðjón Einarsson af formennsku í félaginu. Guðjón var fyrst kjörinn formaður félagsins á að- alfundi seint á árinu 1945, og hefir því verið formaður sam- fleytt á 12. ár og lengur en nokk- ur annar. Það mun einróma álit allra, er til Guðjóns þekkja og starfs hans í þágu verzlunarmanna, að þar hafi V. R. notið farsællar forystu. Hinn nýkjörni formaður V. R. þakkaði Guðjóni langt og heilla- drjúgt starf í þágu félagsins og tóku fundarmenn undir þau orð hans með því að rísa úr sætum og hrópa ferfalt húrra fyrir Guð- jóni Einarssyni. A MÁNUDAGINN næstkomandi heldur stjórnmálanámskeið Heimdallar áfram í Valhöll Suðurgötu 39 og hefst klukkan 8,30. Flutt verður stutt erindi um kjördæmaski punina. Á eftir verður málfundur. Á Siglufirði: Agreiningur milli sjómanna og verkam. um aflaiöndun NORÐUR á Siglufirði hefur risið ágreiningur milli skipverja á togaranum Elliða annars vegar og hins vegar Verkamannafél. Þróttar óg útgerðarstjórnar togarans, um það hvort heldur skipið skyldi veiða fyrir frystihúsin þar eða sigla með aflann á erlendan markað. Upplýsa jiarf fjármála- stjárn kommúnista í Iðju MIKLA athygli vöktu upplýsing- ar þær, sem hér voru gefnar í gær, um að kommúnistar hefðu ausið þúsundum króna úr sjóðum Iðju, féiags verksmiðjufólks í Reykjavík, til kaupa á flokksmið- stöð kommúnista, Tjarnargötu, auk annarra vafasamra peninga- ráðstafana. Upplýst er, að um 1400 manns greiddu félagsgjöld til Iðju sl. ár og þar eð félagsgjöld eru nokkuð há, eins og tíðkast í verkalýðsfélögum, er ljóst, að hér er um miklar fjárfúlgur að ræða. Enga nákvæma grein fást kommúnistar hinsvegar til að gera fyrir því, hvernig fé þessu er varið og væri fróð- legt að fá að vita hvernig á því stendur. Vitað er, að eina leiðin til þess að varpa ljósi yfir þessi og önnur skýr atriði varðandi kommún- istastjórnina í Iðju, er að gefa Birni Bjarnasyni og félögum hans ævilangt frí, enda hljóta þeir að vera orðnir þreyttir ekki síður en Halldór, vinur þeirra, Péturs- son. Fæst þá kannske upplýst, hver kostað hefur sumar utanlands- reisur félaga Björns og móttöku veizlur hér fyrir sendimenn kom mrúnista erlendis frá. Kommúnistar beita ofríki í Trésmiðafélaginu KOMMÚNISTAR strikuðu í gær marga andstæðinga út af kjör- skrá í Trésmiðafélaginu. Tíu trésmiðasveinar, sem luku prófi s.l. vor og fengu full sveins- réttindi um áramótin, voru settir á gildandi kjörskrá í Trésmiða- félaginu, er samin var í byrjun þessa mánaðar. Að sjálfsögðu hugðust þeir neyta réttinda sinna til að kjósa í félaginu. En er þeir komu á kjörstað í gær var þeim með öllu meinað að kjósa og báru komm- únistar fyrir því algjöra tylli- ástæðu. Hin raunverulega ástæða var sú, að á félagsfundi í fyrra- dag kom í Ijós, að þeir fylgdu kommúnistum ekki að málum. Meira þurfti ekki til og voru þeir strikaðir út af kjörskrá. Trésmiðir munu launa komm- únistum ofbeldi þetta á verðug- an hátt í kosningunum í dag. 3000 kr. í Friðrikssjóð NÝLEGA hefur Friðrikssjóði borizt höfðingleg gjöf frá ísa- fjarðarkaupstað. Voru það kr. 3000.00. Stjóm Friðrikssjóðs hef- ur beðið blaðið að færa ísfirð- ingum beztu þakkir fyrir gjöf- ina. Er afliim að glæðast? UTILEGUBÁTARNIR héðan frá Reykjavík, Helga, Björn Jónsson og Rifsnes, komu inn í gær og höfðu 4—5 lagnir hver. Er aflinn heldur að glæðast. Var mestur afli hjá Helgu, 45 tonn í fjórum lögnum. Knattspyrnu' menn boðnðii KNATTSPYRNUSAMBAND ís- lands hefur í dag kl. 2 e. h. boð- aS til fundar í kvikmyndasal Austurbæjarbarnaskólans. — Er fundur þessi fyrir stjórn knatt- spyrnuráða, íþróttabandalaga, knattspyrnufélaga, knattspyrnu- menn, þjálfara, nefndir og aðra, sem að knattspyrnumálum starfa í Reykjavík og nágrenni. Formaður KSÍ flytur ávarp á fundinum og erindi flytja Bene- dikt Jakobsson og Karl Guð- mundsson. Albert Guðmundsson ræðir um knattspyrnu í Frakk- landi og Belgíu, löndin, sem ís- land á að leika við í júní. Þá verða frjálsar umræður — og loks kvikmyndasýning. Má ætla, að fundur þessi verði fjölsóttur, en hann er einn lið- urinn í undirbúningi landsleikj- anna. Ekstrabladet KAUPMANNAHÖFN, 23. febr. — Ekstrablaðið danska segir í til- efni af tillögu þeirri, sem fram hefur verið borin á Alþingi ís- lendinga um handritamálið, að varla muni íslendingar snúa sér til dönsku ríkisstjórnarinnar um lausn málsins nú, þar eð þeir hafi fyrir stuttu vísað á bug til- lögum Dana um helmingaskipti. — Blaðið varpar fram þeirri spurningu, hvort ekki sé kominn Flestir skipsmanna togarans gerðu þá kröfu á hendur útgerð- arstjórninni að togarinn skyldi veiða fyrir Bretlandsmarkað að þessu sinni. Stjórn Verkamanna- félagsins Þróttar hafði á fundi gert allákveðna samþykkt þess efnis, að togararnir skyldu ein- ungis fiska fyrir frystihúsin tvö þar í bænum, vegna atvinnu- ástandsins í bænum. Mun Þróttarstjórn ekki hafa haft um þessa samþykkt nein samráð við togarasjómenn. TAFÐIST I SÓLARHRING Hvort togarinn skyldi sigla með afla sinn til Bretlands að lokinni veiðiför eða landa.honum á Siglufirði, stóð í þjarki í rúm- an sólarhring. í gærkvöldi höfðu sættir tekizt, er togarinn fór út, að hann skyldi landa aflanum á Siglufirði að lokinni veiðiför. Á þetta féllust skipsmenn allir, að einum eða tveimur undanskyld- um og gengu þeir úr skiprúmi. Hinn Siglufjarðartogarinn, Haf- iiði, er nú til viðgerðar hér í Reykjavík, og mun henni vart lokið fyrr en um 10. marz nk. 400,000 krónnm veitt órlegn í Fulbright styrki til íslunds i GÆR var undirritaður í Reykjavík samningur milli ríkisstjórna fslands og Bandaríkjanna um menningarskipti milli landanna og greiðslu liostnaðar af þeim. Samningaumleitanir um þetta hafa staðið yfir í meira en ár og var samningurinn í gær undirritaður af Guðmundi í. Guðmundssyni utanrikisráðherra og John J. Muc- ehio, ambassador Bandaríkjanna. FULBRIGHT ÁTTI FRUMKÆÐIÐ Samningur þessi er svonefnd- ur Fulbright-samningur og ber nafn bandaríska þingmannsins J. W. Fuibright, sem átti frum- kvæði að lögum um slíka menn- ingarsamninga. Samkvæmt samningi þess- um verður nú í næstu fjögur ár varið árlega 400 þúsund vill skila handritunum tími til að Danir gefi fslending- um handritin. Segir það, að eng- inn geti neitað því, að þau séu Iagalega séð eign Dana, en hitt sé svo annað mál, að enginn nema afdankaðir prófessorar geti neitað því, að þau eigi heima á íslandi. Við höfum heyrt blaður þessara gráhærðu prófessora um það, að handritin verði að vera í Kaupmannahöfn, vegna þess að þar eigi visindamenn greiðan að- gang að þeim. Og blaðið heldur áfram og spyr: Eins og Reykja- vík sé ekki alveg eins i alfara- leið? Og gæti þá ekki sá 1M> stúdent, sem notar handritin hér, fengið af þeim filmur eða ljós- myndir? Síðan heldur blaðið áfram: Sendið fslendingum ein- ustu fornminjarnar sem þeir eiga Sýndum þeim vlnáttu, áður en þeir koma aftur og biðja um hana. — Páll, krónum til þess að greiða ferðakostnað islenzkra náms- manna og fræðimanna, sem vilja til íslands fara til náms og fræðiiðkana. Fé þetta er hluti af andvirði ýmissa eigna, er Bandarikjaher skildi hér eftir að heimsstyrjöld lokinni. 6 MANNA NEFND Framlivæmd samningslns verð- ur í höndum 6 manna nefndar. Þrír verða skipaðir af ríkisstjórn Bandaríkjanna og þrír af ríkis- stjórn íslands. Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir sltipaðir séu í nefndina, en hún hefur víð- tækt vald til þess að ákveða á hvern hátt því fé verður varið, sem henni er fengið til umráða. T résmiðir: Kosningu lýknr kl. 8 í kvöld ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA um kjör stjóinar og trúnaðarmannaráðs í Trésmiðafélagi Reykjavíkur heldur áfram í dag. Verður kosið í skrifstofu félagsins að Laufásvcgi 8 kl. 10—12 f. h. og kl. 1—8 e. h., en þá lýkur kosningunni. Kosningasímar B-listans, lista lýðræðissinna, eru 6069 og 1104. Enginn lýðræðissinni í félaginu má láta undir höfuð leggjast að leggja sitt lóð á vogarskálina til þess að koma i veg fyrir það að þessum fjölmennustu samtökum iðnaðar- manna verði áfram beitt sem pólitisku baráttutæki komm- únista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.