Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 44. árgangur 46. tbl. — Sunnudagur 24. febrúar 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsiiw Listkynning Mbl. ( milljónir - og Heimskaupakokkleill KAUPMANNAHÖFN, 23. febr. — Auglýsingaherferðin vegna Pólarflugsins til Tokíó sem SAS byrjar í dag, hefur kostað 6 milljónir danskra króna. Þarna er með talin fyrsta flugferðin með gesti félagsins, en meðal þeirra eru ráðherrar, forstjórar, blaðamenn o. s. frv. — Segir auglýsingastjóri SAS, að fyrr- nefndri fjárhæð hafi áreiða.ilega verið vel varið. Þess má og geta, að Heering (vínframleiðendur) eyddu um 250 þús. d.kr. í samkeppni um „Pólar-cocktails“, sem veittir verða í fyrstu ferðinni á morg- un. — Páll. Valtýr Pétursson NÆSTII viku verða í sýningar- glugga blaðslns myndir eftir Valtý Pétursson. Vartýr er Eyfirðingar, faeddur í Grenivík 27. marz 1919. Hann stundaði nám vestan hafs 1944— 1946, í Ítalíu 1947 og fór til París- ar 1948 og dvaldist þar lengi. Hann hefir haldið sjálfstæðar sýn ingar bæði hér (1950,52 og 56) og í París 1949, tekið þátt í fjölda samsýninga hér og erlendis meðal annars með frönskum málurum. Valtýr hefir skrifað mikið um myndlist bæði hérlendis í blöð og tímarit og einnig erlendis. Hann var í mörg ár myndlistargagn- rýnandi Morgunblaðsins. Valtýr hefir unnið mikið fyrir samtök myndlistarmanna, enda er mað urinn ósérhlífinn og starfssamur. Þó Valtýr sé aðeins tæplega fertugur liggja eftir hann mörg verk sem vakið hafa athygli hér og erlendis. Hann er hugkvæmur ©g vandvirkur, en umfram allt er list hans karlmannleg og harð- gerð eins og sá gróður, sem lengi hefir barizt CJl lífs undir fargi fanna og urðar. Valtýr hefir ver- ið mjög mikið utanlands, einkum í París, uppeldisstöð ungra mál- ara, en áhrifanna þaðan hefir gætt furðulítið í llst hans, vegna þess hve maðurinn sjálfur er þéttur fyrir og ólíklegur til að verða nýjum stefnum að bráð. Það sem mest einkcnndi fyrstu óhlutlægu myndirnar hans, kraft- ur í ætt við hinn harðgerða gróð- ur norðursins, er þar enn næstum allsráðandl. Þó hafa áhrifin sunn- an að smám saman seitlað inn í list hans og gert hana ríkari og fjölbreyttari, en engum getur þó dulizt að það er hið íslenzka veð- urfar og hraustleiki hins norræna stofns, sem hefir undirtökin. Myndir þær sem nú eru sýndar eru ekki alveg nýjar, en flestar með beztu einkenuum lista- mannsins og lýsa vel skaplyndi hans, rammislenzkum frumkrafti og viljafestu, hóflega milduðum af suðrænnl hlýju. Meðal þeirra verka sem eftlr Vaitý liggja eru teikningar við öll ljóð Steins Steinarr. Nokkrar myndanna eru til sölu hjá listamanninum. MADRÍD, 23. febr. — Gert er ráð fyrir því, að spánska stjórnin verði endurskipulögð um þessa helgi. Eru sumir Jafn vel þeirrar skoðunar, að Franco hershöfðingi muni hætta að gegna störfum for- sætisráðherra og fá þau í hend ur öðrum manni. Stjórn sú, sem hann nú veitir forstöðu, hefur setið við völd síðan 1951. — Reuter. „Brooten" knup- ir „Electrn“ OSLÓ — „Aftenposten" skýrði frá því 19. þ. m., að „Braaten" hefði í hyggju að kaupa flugvél af gerðinni Lockheed Electra, en þetta er sama tegund og Loft- leiðir ætla að kaupa. Getur blað- ið þess, að „Braaten" hafi farið að dæmi Loftleiða. Ástæðan sé sú, að hann sjái að miklu leyti um viðhald Lofleiða-flugvélanna — og sé það þess vegna til mikilla hagsbóta fyrir „Braaten" að eign- ast flugvél af sömu gerð og Loft- leiðir — úr því að hann þarf á annað borð að endurnýja flug- flota sinn. Getur blaðið þess, að mörg bandarísk flugfélög hafi gert samninga um kaup á Lock- heed — auk þess KLM og SAS hafi það í huga. Fyrstu flugvél- arnar af þessari gerð munu verða fullbúnar i lok þessa árs. Gegninn íir kommúnista- flokknum KHÖFN, 23. febr. — Merete Nordentoft, einn helzti leið- togi danskra kommúnista um langt skeið, hefur sagt sig úr flokknum. Hefur hún reynt með öllum ráðum að fá flokk- inn til að fordæma Rússa fyrir þjóðarmorðið á Ungverjum, en án árangurs. — Á flokks- þinginu í janúar s.l. var hún ekki endurkosin í miðstjórn flokksins. — Páll. Verður samþykkt að refsa í sraelsmönnum Sprengingar í Gaza KAÍRÓ, 23. febr. — Frétta- menn í Kaíró segja, að þang- að hafi borizt fregnir þess efnis, að miklar sprengingar hafi heyrzt frá Gazaræmunni í dag. — Segja fréttamenn- irnir að húizt sé við því, að ísraclsmenn séu að sprengja í loft upp hernaðarmannvirki á landssvæði þessu. — Reuter. >|7'REKARI umræður um framkomu ísraels á Gaza og Iand- svæðinu við Akabaflóa var í dag frestað á Allsherjar- þinginu til mánudags. Segja fréttamenn, að mikið sé nú r»tt á bak við tjöldin um mál þetta og glímuskjálfti hafi undam- farið gert vart við sig í húsakynnum S. Þ. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum, fluttu Asíu- og Afrfku-rikhk tillögu á Allsherjarþinginu í gærkvöldl, þar sem skorað er á ■. að refsa ísraelsmönnum, ef þeir dragi ekki til baka heri þá sem þeir hafa enn á egypzku landi. Fulltrúi Líbanons, Malik utanríkls- ráðherra, mælti fyrir tillögu þessari og sagði m. a., að S. Þ. yrðu að sýna, að þær væru þess megnugar að stemma stigu við ofbeldL NÝJAR TILLÖGUR ÍSRAELSMANNA Fulltrúi fsraelsstjórnar er nú á leið til New York, þar sem hann mun leggja fyrir stjórn Banda- ríkjanna hinar nýju tillögur Ben Gurions um framtíð Gaza og Akaba-svæðisins. — Fréttamenn telja, að í tillögum þessum sé gert ráð fyrir, að ísraelsher hverfi á brott af egypzku landi og láti öll völd Iðjukosnmgunni lýkur kl. 5 í dug Iðjukosningarnar miLk. Fram- bjóðend- ur B-lisfans allsherjaratkvæða- GREIÐSLA um kjör stjórnar og trúnaðarmanna í Iðju, félagi verk smiðjufólks, hófst í gær og stóð frá kl. 1—9 e. h. Tveir listar eru í kjöri B-listi, skipaður fólki úr lýðræðisflokkunum þremur, Al- þýðuflokknum, Framsóknar flokknum og Sjálfstæðisflokkn- um og A-listi, borinn fram af kom múnistum. Var kosningin allvel sótt af báðum aðilum, en þó eiga mjög margir enn eftir að kjósa. f dag hefst kosning kl. 9 f. h. og stendur kjörfundur til kl. 5 e. h. og lýkur þá kosningu. Er mjög mikilvægt, að allir lýðræð- issinnar, sem enn eiga eftir að kjósa geri það strax og auðveldi með því starfið, þar sem tíminn er naumur. Kosningaskrifstofa B-listans er í Verzlunarmannahúsinu, Vonarstræti 4, III. hæð og verður hún opin meðan kosn- ing stendur. Er brýnt fyrir öllum lýð- ræðissinnum í Iðju, sem vilja vimia að sigri B-listans, að mæta til starfa strax kl. 9. Símar skrifstofunnar eru 8-2292 og 4906. Ingimundur m Þorvaldur Ingólfur Jóna .....illffiBf Ingibjörg Steinn Ingi í hendur borgaralegum yfir- völdum ísraelsstjórnar sem síð an afhenda landssvæðin í um- sjá S. Þ. Þá er og gert ráð fyrir þvi, að stjórn Ben Gurions vilji fá tryggingu fyrir því, að siglingar verði frjálsar um Akaba og S. Þ. lýsi því yfir, að flóinn sé alþjóðlegt siglinga- svæði. TILLÖGUR KANADA Skömmu áður en fundi var frestað á Allsherjarþinginu í dag, var tilkynnt, að fulltrúi Kanada væri að undirbúa nýja tillögu í málinu. Er sennilegt, að þar verði um samkomulagstillögu að ræða, þar sem þess verður krafizt, að ísraelsher hverfi þegar í stað af egypzku landi, en jafnframt verði komið til móts við kröfur þeirra um tryggingar o. fl. Bandaríkjastjórn lýsti því yfir í dag, að hún mundi ekkert segja um þetta mál frekar, fyrr en hún hefði kynnt sér hinar nýju tillög- ur fsraelsstjórnar. Ráðsfefna Araba- leiðtoganna KAIRO, 23. febrúar — Ráðstefna Arabaleiðtoganna hefst hér í borg á morgun. — í dag ræddust þeir við Nasser Egyptalandsforseti og Kouatly, forseti Sýrlands, sem kominn er til að sitja ráðstefnuna. — Fréttamönnum ber saman um, að hún sé mjög mikilvæg og ákvarðanir þær sem á henni verða teknar geti orðið örlagarík- ar. — Gert er ráð fyrir því, að á ráðstefnunni verði rætt um til- lögur Eisenhowers, sem miða að efnahags- og hernaðaraðstoð við Arabaríkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.