Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 6
0 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. febr. 1957 siirifar úr dagleqa lifinu Skáld á hljómplötum ISTUTTU samtali sem blaðið átti við sænska sendikennar- ann hér, Bo Almqvist, skýrði hann frá því, að hann hefði undir höndum í bókasafni sínu nokkr- ar hljómplötur með upplestri sænskra skálda. Lesa þau eigin verk inn á plöturnar; þær hafa orðið geysivinsælar, enda er það svo, að fæstir geta lesið kvæði skáldanna eins vel og þau sjálf. Velvakandi minnist þess að hafa heyrt plötur með Dylan Thomas og T. S. Elíot, og þrátt fyrir tak- Athl iia Verkfrcebiþjónusta TRAUSTYf Skóla vörÓus1 ig 38 S/mí 8 2 6 24 markaða enskukunnáttu var það hið mesta ævintýri að hlusta á þessi víðfrægu skáld lesa eigin ljóð. Elíot las t. d. The Waste Land og Dylan Death shall have no Dominion. — Honum hefir því komið til hugar, hvort ekki sé ástæða til að við eignumst einn- ig plötur með okkar skáldum, ungum og gömlum. Mundi það vafalaust glæða áhuga manna á góðum skáldskap, auk þess sem slíkar plötur yrðu hinn mesti fjársjóður í augum óborinna kyn- slóða. Hér er auðvitað ekki að- eins átt við ljóðaskáld, heldur einnig sagnaskáld. — Hugsið ykkur, ef við ættum plötu með Jónasi, þar sem hann læsi t.d. Sáuð þið hana systur mína. Ég tala nú ekki um, ef við ættum plötu með Agli Skallagrímssyni, þar sem hann læsi Höfuðlausn með þrumandi rödd! Hér er á ferðinni mál, sem við ættum að gefa gaum, áður en það er orðið of seint. Bréf frá verkamanni ERKAMAÐUR skrifar: „Það var gaman að hlusta á útvarpsumræðurnar um daginn. Stjórnin talar um einn hlut og það er að nauðsynjavörur hækki ekki. En svo kemur þó hækkun rétt á eftir að þeir eru búnir að tala. Halda þessir menn að landslýður hugsi ekki? Þá fara þeir nokkuð villir vegar, því verkamaðurinn verður að hugsa, hvernig hann á að komast af. Þess vegna langar mig til að láta þá fá lítið dæmi frá verkamanni. Maður með fimm manna fjöl- skyldu, sem hefur 4 þúsund krónur í mánaðarlaun borgar í húsaleigu 1 þúsund krónur, í fæði 2 þúsund krónur og 4 hundruð krónur í ljós og hita. Þá á maður- inn eftir að klæða sig og fjöl- skyldu sína og borga skatta og ýmsan kostnað vegna heimLisins. Viljið þið, háu herrar, ekki svara því, hvemig þetta sé hægt? Þið hafið þó hagfræðilærðan prófes- sor í einu embættinu. Hann ætti að geta svarað einum ólærðum verkamanni“. Tónleikar LO K S er hér bréf frá „Söng- elskri": „Kæri Velvakandi! Fyrir nokkrum árum var stofn- að tónlistarfélag hér í bæ, sem hét „íslenzk tónlistaræska". Ég gekk í félag þetta og borgaði 100 krónur og átti ég að fá miða á tíu tónleika fyrir þá upphæð. Ég fékk miða á eina tónleika, en síðan hef ég aldrei heyrt á þetta félag minnzt. Á ég ekki heimt- ingu á mínum peningum fyrst ég fékk ekki tónleikana?" Velvakandi vill ekkert um það segja, en ef forráðamenn „ís- lenzkrar tónlistaræsku“ hafa á- huga á að skýra mál sitt hér í dálkunum, þá er það velkomið. Þó vil ég bæta því við, að mig minnir, að „íslenzk tónlistar- æska“ hafi haldið fleiri en eina tónleika, hvernig sem á þvi stend ur, að „söngelsk” hefir farið á mis við þá. BÓKA1JT8ALA ÍSAFOLDAR Hundruð bóka á stórlækkuðu verði. — Lældcun 20%—50% Bækur um alls konar efni, svo sem: Ferðasögur og héraðslýsingar Skáldsögur, frumsamdar og þýddar Ævisögur og endurminningar Þjóðlegur fróðleikur Ljóða og vísnabækur Barna og unglingabækur Sýnishorn: Sven Hedin: Ósigur og flótti. Áður 48,00 Nú 20,00 Pétur Jónsson: Strandamannabók Áður 60,00 Nú 45.00 Knútur Arngrímsson: Hjólið snýst Kr. 4.00 Símon Dalaskáld: Árni á Arnarfelli Áður 48,00 Nú 35.00 André Maurois: Og tími er til að þegja Áður 40,00 Nú 20,00 Kathleen Norris: Fögur en viðsjál Áður 60.00 Nú 38,00 Ásmundur frá Bjargi: Á sjó og landi Áður 50,00 Nú 38,00 Eiríkur frá Brúnum: Ritsafn Áður 60.00 Nú 38,00 Sigurður skólameistari: Á sal Áður 75,00 Nú 40.00 Douglas Reed: Rödd hrópandans: Áður 30,00 Nú 16,00 Sérstaklega vekjum við athygli á barnabókunum. Úrvals bækur fyrir sáralítinn pening. Nákvæm skrá yfir bækurnar er fyrir hendi. Lítið í gluggana, lítið á bækumar í búðinnr, skoðið bókaskrána, og sannfærist sjálf um, að hér er bókaútsala sem um munar. Bókaverzlun ísafoldar Austurstræti 8 — sími 4527. Tpnlist ungu mannanna er hnitmiðuð og ’klár4 í formi Stutt samtal við Leif Þórarinsson tónskáld um kynningu nútímatónlistar. AÐ var skýrt frá því í blöð- unum nú um daginn, að nokkrir ungir menn hefðu orðið við þeirri ósk Tónlistarfélagsins, að vera því til ráðuneytis um efnisval á hljómleika þá, sem flutt verður á nútímatónlist ein- göngu. Einn þessara man.’.a er ungt tónskáld, Leifur Þórarins- son að nafni, sem verið hefur við nám austur í Vínarborg nú und- anfarið og einnig í París. Er hann mikill áhugamaður um að fólki hérlendis verði gefinn kost- ur á- að fylgjast með því, sem er að gerast í tónlistarmálum úti í heimi. í dag klukkan 2,30 verða fyrstu kynningartónleikarnir haldnir í Lcifur Þórarinsson: Myndiistar- menn eru langt á undan. Austurbæjarbíói, eins og skýrt hefur verið frá í blöðunum. Það er erfitt að gera grein fyr- ir nútímatónlist I langri bók og því útilokað í stuttu blaðavið- tali. í tónlistarheiminum eru alltaf að koma fram ný sjónar- mið, nýjar stefnur, með sína mis- jafnlega háværu fylgismenn. — Sumt þeirra manna sem nópast undir þessi merki eru eflaust nýjungagjarnar skrafskjóður, en ætli þær síist ekki úr með tím- anum? sagði Leifur, er ég hitti hann að máli fyrir nokkrum dög. um. Herbin. Já, það er annars merki- legt hvað myndlistarmenr.irnir hér eru langt á undan tónlistar- mönnum. Tökum t. d. Þorvald og Ásmund, er ekki fantatiskt að slíkir menn skuli vera til hér? Einhverjir munu gefa þá skýr- ingu, að myndlistin sé svo mikið eldri á Islandi. Fjandakornið, það er eitthvað meira og ann- að. En við ætluðum víst ekki að tala um myndlist. FYRST BARTÓK, STRAV- INSKY OG FLEIRI — Eigum við þá nú þegar að snúa okkur að elektrónísku tón- listinni? Það verða eflaust dagar og ár þar til mögulegt verður að heyra electrónisku tónlistina hér. Þeim mun meiri þörf er þvi að heyra það sem bezt er gert fyrir hin venjulegu hljóðfæri. Það er t. d. orðin þörf á að við kynnumst verkum manna eins og Bartók’s, Stravinsky’s og Schönberg’s o. fl., manna sem annars staðar eru orðnir hálfgerðir klassikerar og tilheyra liðnum tíma. Eða þá Weberer’s, sem ber kannske mesta ábyrgðina á hvað tónlist ungu mannanna er hnitmiðuð og klár í formi. AÐALHLUTVERKIÐ — Hvernig viltu haga tónlistar- kynningum, Leifur? Að mínu áliti er höfuðhlutverk þessarar nýju „konsertseríu" tón- listarfélagsins þetta: Að hverjir tónleikar marki ákveðna stefnu, hafi ákveðinn boðskap að flytja. Að hlustendum verði gc.ð full- komin grein fyrir byggingu og gerð verkanna, því á annan hátt er ekki mögulegt að þeir njóti þeirra. Og í þiðja lagi: að ís- lenzkir hljóðfæraleikarar komi fram á tónleikum þessum eins og mögulegt er. Þar liggur nefnilega hundurinn garfinn. Það verða að vera menn, sem eru þáttakendur í þjóðlífinu sem fjalla um þessa hluti og af mönnum með getu til þess eigum við nóg. — Segðu mér þá, eru íslenzk tónskáld með nokkuð af nýjum verkum í fórum sínum? Jú, þeir eiga það. Ég sé ekki annað en að fært væri að helga þeim heilt kvöld með kynningu á verkum þeirra. Annars stendur fyrir dyrum íslenzk tónlistarhátið á vegum Tónskáldafélagsins og þar verður vafalaust margt ánægjulegt að heyra, sagði Leif- ur Þórarinnsson tónskáld að lok- um. f DAG — Hvað er efst á baugi í dag í tónlistinni? Það sem efst er á baugi í dag meðal hinna yngri er electron- iska músikin. Þ. e. a. s. músik framleidd með allskonar elec- troniskum verkfærum og hvað er svo sem eðlilegra á þessum tímum óendanlegrar tækni? Mönnum eins og Pierre Bonlez, Stockhausen og Herbert Eimert virðist mér á þennan hátt vera að takast að skapa nýjan heim, fullan af möguleikum. Þeir byggja allir á svonefndri rað- tækni (reihe teknik), sem stend- ur föstum grunni á tólftónakerf- inu sem kennt er við Schönberg. MYNDLISTARMENN LANGTÁ UNDAN í verkum þeirra er hver tónn veginn og metinn og dettur mér þar helzt' í hug, til samanburðar, myndir þeirra Mondrians og EFNILEGT TÓNSKÁLD Leifur er sonur hjónanna Þór- arins Kristjánssonar símritara og Öldu Möller. Þar neima hef- ur alla tíð verið lögð mikil alúð við tónlistina og hvað Leifi við- víkur hefur málshátturinn: Sjald an fellur eplið langt frá eikinni, sannast áþreifanlega. — Þórar- inn faðir hans var ceiloleikari 1 Hljómsveit Reykjavíkur í gamla daga. Kennarar Leifs erlendis, telja hann mjög efnilegan og sama gildir um tónlistarmenn hér á landi, að þeir telja miklar vonir við hann tengdar. Leifur hefur hlotið viðurkenningu fyrir tónverk sem hann sendi á al- heimstónskáldaþing, sem haldið var í Stokkhólmi síðastliðið vor. Hann er nú aðeins 22 ára gam- all. í vor hyggst hann leggja land undir fót og fara til Kölnar og vera þar við nám, en þar er starfandi einna fullkomnasta „studioið“ fyrir electróniska tón- list. Sv. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.