Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. febr. 1957 MOKGUNBLAÐIÐ * |]r verinu TOGARARNIR Stormasamt hefur verið fyrir vestan, en þar hefur hluti tog- araflotans verið að veiðum und- anfarna viku eins og áður, en skipin eru nú farin að dreifa sér og komin út um allan sjó, að Jöklinum, á Eldeyjar- og Sel- vogsbankann og jafnvel austur fyrir land — Þorsteinn Ingólfs- son þar sem Austfjarðarskipin liafa mest haldið sig. Einhver fiskiganga kom í fyrri viku fyrir vestan, en nýttist illa vegna ótíðar. Sá fiskur er nú á leið suður fyrir land, að því er sjómenn telja. Ætti hans þá að fara að verða von hvað af hverju. Þessa viku hafa skipin verið flesta daga að veiðum, en notast illa sökum ótíðarinnar, og oft var á takmörkum þess, að hægt væri að vera að. Afli hefur verið heldur rýr, eða 12—15 lestir yfir slóarhring- inn, þetta 200 lestir hálfsmán' aðar útivist. Aflinn hefur verið blandaður, steinbítur, ufsi og karfi um % af aflanum, hitt þorskur. Eitt- hvað hefur orðið vart ufsa á Sei- vogsbankanum. FISKLANDANIR Hvalfellið......... Hallveig Fróðadóttir Marz .............. Geir .............. 158 tn. 134 — 210 — 215 — fiskur eins og keila og skata. Hingað til hafa þó þessir bátar ekki farið lengra en það að vera sólarhring í róðrinum, en nú eru þeir farnir að vera 26 og 27 tíma. Á aðfaranótt föstudagsins komu þeir t. d. ekki að fyrr en klukkan eitt og tvö eftir miðnætti, en reru þá ekki fyrr en um hádegi daginn eftir. Þetta hljóta að vera mjög dýr- ir róðrar. Og þegar tekið er tillit til þess, hve stór hluti af aflan- um er verðlítill fiskur og hve langur tími fer í þetta, má lík- lega telja þetta hálfgert neyðar- úrrseði. Aflahæstu bátarnir um miðjan mánuðinn voru: Kópur ........... 31 sj.f 164 tn. Hilmir .......... 31 — 158 — Guðm. Þórðarson 32 —■ 157 — Bára ............ 32 — 140 — að þótt aflamagn hefði verið svipað í ár og árið áður, þá myndi hvorki vélbátur né togari með meðalafla fá fyrir útgjöld- um, og vantar sjálfsagt ekki minna en 50 þúsundir á hjá vél- bátnum og um 1 milljón hjá tog- aranum. Þetta er vissulega mjög alvar- legt og þeim mun alvarlegra, sem nú kemur ótíð og aflaleysi og leggst á sveif með taprekstrinum, svo að allt útlit er fyrir, að hann verði enn meiri, eins og taflið stendur í dag. FULA.TRÚAFUNDUR UÍÚ Eftir kröfu útvegsbændafélaga úti á lsindi hefur verið ákveðið að kalla saman fulltrúaráðsfund í Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna n. k. fimmtudag til þess að ræða hið alvarlega á- stand, sem skapazt hefur hjá út- gerðinni við aflabrestinn og gæftaleysið. Búnaðarþing á morgun FUNDIR Búnaðarþings halda áfram á morgun, mánudag ól. 10 f. h. í Tjarnarcafé. Þar flytur m. a. búnaðarmálastjóri skrslu um starf félagsins og Sæmundur Frið riksson, framkvæmdastjóri skýr- frá húsbyggingu félagsins. Skúli Magnússon og Askur eru væntanlegir strax eftir helgina. ISFISKMARKAÐURINN hefur verið lágur undanfarið, en þó eitthvað rétt við síðustu daga. Engar sölur voru í vik- unni, en Egill Skallagrímsson er á leið til Englands með um 3500 kit. BÁTARNIR Afli bátanna hefur verið með fádæmum lélegur í þessari viku eins og raunar imdanfarið, 2— 3 Ms lest á bát í róðri. Ýsan virðist nú alveg horfin úr bugtinni, og hafa þeir bátar, sem eru með ýsunet, ekkert feng- ið síðustu daga. Útilegubátar eru með 15—25 lestir eftir 4—5 lagnir. 1 vik- unni komu þessir útilegubátar inn: Helga með 26 lestir, Rifsnes 24 lestir, Akraborg 26 lestir, Marz 15 lestir og Björn Jónsscwi með 26 lestir. VESTMANNAEYJAR Gæftir voru góðar fyrri hluta vikunnar allt fram að föstudegi og þá jafnan hver fleyta á sjó. Hjá þeim bátum, sem reru á suður- og vesturmiðin, var afli 4—6 lestir, en gagnbeztu bát- arnir, sem reru austur fyrir Portland og fram af Alviðru, fengu 8—12 lestir. Á föstudag- inn reru aðeins 20 bátar, enda vont sjóveður og afli eftir því, 1,2 lestir á bát. Handíærabátarnir hafa nokkr- ir fengið ágætan afla, sérstaklega þó eiran bátur, Hersteinn. Fékk hann í 5 róðrum 50 lestir, þar af 13 lestir þorsk, hitt ufsa (allt óslægt). Á Hersteini er 5 manna áhöfn. Einn bátur, Bjarmi, er nú byrj- aður með þorskanet. Hefur hann dregið einu sinni og var afli lítill, 180 fiskar. Frétzt hefur, að loðna hafi sézt I einstaka fiski í Hornafirði. KEFLAVÍK Róið var hvern dag vikunnar. Afli var lítill eins og áður. Það virðist árangurslaust að leggja línu á venjuleg mið, þar fæst engirin afli, sem heitið getur, 2—5 lestir á skip. En þeir, sem róa lengra, hafa fengið meira fiskmagn, en þó mjög misjafnt, stöku bátar komizt upp í 10—11 lestir. En þá er þess að gæta, að % hluti aflans er verðlítill AKRANES Framan af vikunni var norðan bál, en síðari hluta vikunnar aust anátt, hæg fyrst, en herti á eftir því sem á leið. Allt að helmingur bátanna hef ur sótt út í Jökuldjúpið, 60 míl- iít frá Akranesi. Verið er 30 klst. á sjónum og allt að í 1% sólarhring. Afli hjá þessum bát-1 . , . y v I /■ , um hefur verið misjafn, hjá þeim* POfir POrOarSOtl, OOSenT,* beztu 10—12 lestir, og hefir þriðjungur hans verið keila, en aðrir hafa líka ekki verið með nema 5—6 lestir. Hinir, sem hafa verið á heimamiðum, hafa feng- ið 3—5 lestir í róðri. BÁG AFKOMA í upphafi vertíðar voru menn bjartsýnir, að nú yrði eitthvað skárra að gera út en árið áður, sem var eitt með erfiðari árum útgerðarinnar. En þá kemur ótíð og fiskileysi, sem hingað til hef- ur gert miklu meira en vega upp á móti því, sem lagað hafði ver- ið til fyrir útgerðinni, svo að við hungurgöngu liggur nú hjá út- gerðarmönnum. Þess eru mýmörg dæmi, að þeir geta ekki greitt umsamdar lágmarkstryggingar né frystihúsin umsamið kaup, og er þá langt gengið. MIKH) TAP Það er ýkjulaust, að bátur með meðalafla í fyrra hefur tapað um 100 þús. krónum og togararnir frá 1—2 milljónum króna og fleiri sjálfsagt nær 2 miljónunum. Það er ekki fjarri sanni, að auknar útflutningsbætur í ár gefi vélbátaútgerðinni rúma 20 aura á þorsklulóið eða 80—90 þús. kr. á meðalafla. En þessu fylgir svo hærra skiptaverð til sjó- manna og mörg önnur aukin út- gjöld, svo sem hækkandi verð veiðarfæra, aukinn viðhalds- kostnaður, stórhækkað upi>sátur og svo mætti lengi telja. Nýju tollarnir hitta líka útgerðina þótt svo hafi ekki átt að vera. Svo það er vafasamt, að mikið verði eftir, þegar öll kurl koma til grafar. Fiskverðið til togaranna hækk- aði um 7 aura kg. frá því, sem það var orðið síðari hluta árs- ins, en þá höfðu þeir fengið 15 aura hækkun. En það er sama að segja þar og um bátana, verðið, sem sjómönnunum er greitt af aflahlut, hækkaði, og öll þjón- usta við skipin er sífellt að verða dýrari, þótt í wði kveðnu ekkert eigi að hækka. Tog- aramir standa því ekki miklu betur að vígi nú en þeir gerðu síðari hluta ársins, nema hvað siglingar á erlendan markaði og þá einkum brezkan, kunna eitthvað að létta undir, en ekki skyldu menn gera sér of háar vonir í því efni. Það er nú t. d. eitt, að ef öll skipin sigla, þá fá þau ekki löndun í Bretlandi nema þriðja hvern mánuð. ÁFRAMHALDANDI TAP uessar staðreyndir benda til, HERRANN VAKTI ÓSKÖP væri lífið tilbreytingar-' laust, ef allt væri eins. Þekktum við ljósið, ef enginn væri skuggi, eða sumarið, ef langur vetur fyllti okkur ekki eftirvæntingu fyrstu komu vorsins? Hver árs- tíð hefir yfir sínum töfrum að búa og sínum lærdómi, eins og leikur ljóss og skugga leiðir fram fegurð og gagnsemi úr skuggan- um jafnt sem úr ljósinu. Kirkjuárið býr eimitt yfir þeirri ríku tilbreytingu ,sem er eðlileg samsvörun hinnar geð- rænu'sveiflu í lífi mannsins.44ýtt tímabil er nú nýhafið, fastan, og er vel þess vert, að við hugum að því, hver sé hennar lærdómur. Fastan er tímabil sjálfsprófunar og ögunar. Hvar er eg á vegi staddur, hvert miðar mér? Hefi eg stundað starf mitt, nám, heim- ili, ástvini og sýnt þá rækt, sem mér er skyld? Hefi eg keppt af fullri einbeitni að því marki, sem eg hefi sett mér? Hefi eg munað eftir skapara mínum og gjafara allra þeirra gæða, sem eg nýt og goldið honum þökk? Hefi eg stjórnazt í orði og æði af hans æðstum vilja? Sú tilfinning, sem vaknar í brjósti hugsandi manns, er hann svarar þessum spurningum, kall- ast iðrun. Sá þekkir ekki hið háleita markmið mannsins, sem ekki fyllist iðrun, er hann veltir þessu fyrir sér. Þannig er iðr- unin aflgjafi framsóknar manns- ins að hinu æðsta marki, sem er að elska Guð, en af guðselskunni sprettur elskan til annarra manna og ekki í öðrum jarðvegi. Einn hinn fremsti allra iðrunar sálma var lesinn í útvarpi í vik- unni, fjórði passíusálmurinn. Hall grímur hugleiðir samtal Krists við lærisveinana í grasgarðinum, er hann finnur þá sofandi. Jesús fetar stíginn frá austur- hliðinu á borgarmúr Jerúsalem, niður brattann og ofan í Kedron- dalinn og upp hlíð Olíufjallsins hinum megin dalsins. Hann geng- ur með lærisveinum sínum inn í hinn ljúflega jurtagarð milli olíuviðartrjánna og leitar næðis og einveru. Frá lærisveinunum víkur hann um steinsnar, biður þá að vaka með sér og „í kvöl- inni sér að vera hjá“. Sál hans er sárhrygg allt til dauða og hann heyr sitt strMS við angist hjarta síns andspænis því hlutverki, sem bíður hans. Hann er að ganga út í dauðann. Grimman og miskunn- arlausan dauðann. Öll heimsins neyð og kvöl þyrmir yfir hann eins og holskeflan, sem allt fær- ir í kaf. Lærisveinarnir sofnuðu, en Herrann vakti, „sjálfur Herr- ann einn vakti þó“. Hefi eg vakað? Eða hefir hið smávægilega hnjask lífsins yfir- bugað mig og fært í svefn, á með- an Herrann vakti í sínum sára neyð? Hallgrímur gerir þessa játningu um sig fullvaxinn, get- ur þú tekið undir hana? Fullvaxinn gleymsku svefninn sár IÐRUN Eftir Albrecht Dúrer (1510). sótti mig heim og varð mjög dár. Dimman heimselsku dróst aS meS, dapurt varS mitt til bænar geS. En Jesús vakti. Og sú vaka verður Hallgrími bænarefni: „Vaktu minn Jesú, vaktu í mér/ vaka láttu mig eins í þér“. í Jesú Kristi er Guð að ganga i gegnum þrengingu alls mannlegs lífs, vaka hans verður oss til styrktar á vorri vöku, „bráðleg freistni svo grandi sízt“. Allt lífið er skoS að frá sjónarmiði Getsemanevök- unnar og skírnin sjálf er skírn til þeirra vöku: Mig hefur ljúfur Lausnarinn leitt inn i náSar grasgarS sinn vakandi svo ég væri hér, vitni skírnin min um þaS ber. Hið íslenzka Fornritafélag Nýtt bindi er komið út: E yfirbinga-sögur: CXIX -j- 324 bls. 6 myndir og 2 landabréf. Víga-Glúms saga — Ögmundar þáttr Dytts Þorvalds þáttr Tasalda — Svarfdæla saga Þorleifs þáttr jarlsskálds — Valla-L.jóts saga Sneglu-Halla þáttr — Þorgrims þáttr Hallasonar Jónas Kristjánsson gaf út. Eftirtalin bindi fást ennþá hjá bóksölum: Brennu-Njáls saga Egils saga Skallagrímssonar (ljósprentuð) Grettis saga (ljósprentuð) Laxdæla saga (ljósprentuð) Austfirðinga sögur Ljósvetninga saga Heimskringla I (ljósprentuð) ---- II ---- III Kaupið Fornritin jafnóðum og þau koma út« Aðalútsala: Bókaverzlun Sigfiísar Eymundssonar bf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.