Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 12
MORGVNBLAÐIÐ Saftnudagtir 24. f«br. TMf 12 GULA lllll herbergið eftir MARY ROBERTS RINEHART Framhaldssagan 60 Kveikt í einhvern tíma eftir að stúlkan dó. Ef svo, þá ótrúlegt, að Greg eða Elinor hafi kveikt í. Sbr. framburð Lucy Norton, sem hafði ekki orðið elds eða reykjar vör, þá um nóttina. (4) Hárnálin, sem Carol fann. Einhver, sem ekki var nógu sterk ur til að bera líkið upp, hafði flutt það upp í lyftunni. Hárið sýnilega litað, sem benti til þess, að það væri af dauðu stúlkunni. (5) Hinn einkennilegi fundur í verkfæraskúrnum. Ekki aðeins skóflan, heldur líka tebollarnir og svo framvegis. (6) íkveikjan í brekkunni. Kannan, sem tekin var á háaloft inu í Crestview. Næstum vafa- laust, að Elinor hafði gert þetta til þess að afmá verksummerki. (7) Dularfullur dauði Lucy Norton. Hann sat góða stund og braut heilann um þetta. Einhver hafði klifrað upp brunastigann og fund ið Lucy í herbergi hennar. Hún hafði orðið nægilega hrædd til þess að þjóta fram úr rúminu og detta síðan niður dauð af hjartaslagi. Eða gat hún hafa verið myrt öðru vísi? Hafði dynkurinn, þegar hún datt, nægt til þess að hrekja komumanninn burt? En hvers vegna? Hann var nú orðinn sann- færður um, að Lucy hefði heyrt hjá aðkomustúlkunni, að hún væri kona Gregs, en það hafði hún ekki borið fyrir réttinum. Eftir nokkra IJTVARPIÐ Sunnudagur 24. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Dómkirkjunni — (Prestur: Séra Óskar J. Þorláks- son. Organleikari: Páll ísólfsson). 13,15 „List á vinnustað“: Um sýn inguna og starfsemina (Vilhjálm- ur Þ. Gíslason útvarpsstjóri og Kaare Kolstad). 15,00 Miðdegis- tónleikar: Sinfóníuhljómsveit Is- lands leikur; Paul Pampichler stjórnar (Hljóðritað á tónl. í Þjóð leikhúsinu 5. þ.m.). 17,30 Bama- tími (Skeggi Ásbjarnarson kenn- ari): a) Spurningaleikur. b) Lúðrasveit drengja leikur undir stjóm Karls O. Runólfssonar. c) Upplestur. 18,25 Veðurfregnir. — 18.30 Tónleikar: Lúðrasveit Ak- ureyrar leikur; Jakob Tryggvason stjórnar. 20,20 Um helgina. — Umsjónarmenn: Bjöm Th. Björns son og Gestur Þorgrímsson. 21,20 Þjóðleg tónlist frá Kína. — Ólaf- ur Ólafsson kristniboði flytur inn gangserindi. 22,05 Danslög: Ólaf- ur Stephensen kynnir plöturnar. 23.30 Dagskrárlok. umhugsun, bætti hann X. fyrir aftan þennan lið og hélt áfram. (8) Elinor Hilliard skotin og dregin úr götunni og upp í brekk- una. Hvers vegna hafði hún klætt sig og farið út í rigninguna um miðja nótt? Til þess að hitta ein- hvern. En hvern? Annað X hér. (9) Hvers vegna hafði Ward gamli laumazt til að hirða skot- hylkið upp úr forinni í brautinni? Hvernig voru Ward-hjónin við þessa atburði riðin? Var það Terry, sonar-sonur þeirra? (10) Tilraunin til að finna og líklega taka burt föt myrtu stúlk unnar, nóttin;sem skotið var á Elinor. Var það Elinor sjálf? Eða X? — (11) Leitað í gula herberginu sömu nótt, meðan öll Spencer-fjöl skyldan var í sjúkrahúsinu. X aft- ur? (12) Auða húsið, Grenihlíð. Hver hafði hafzt þar við? Skilið eftir teppin, eftir að öll önnur verkumsmerki höfðu verið afmáð. Líklega skotizt yfir þau í myrkr- inu og gleymt þeim. X? Eftir nokkra hvíld bætti hann við einni grein enn og datt í hug, með gremju, að hún var sú þrett- ánda. 13) Terry Ward var væntanleg ur heim í leyfi sínu, en kom ekki, að því er virtist. Hann lagði frá sér blaðið og tók að athuga ferðir myrtu stúlkunn- ar. Hún hafði komið til New York miðvikudag fjórtánda júní, og setzt að í gistihúsi. Fimmtudag skömmu eftir að Carol Spencer var farin af stað, hafði hún spurt um hana heima hjá henni. Þá hafði hún nægan tíma til að fara til Boston og taka þaðan nætur- lestina til Maine og komast síð- asta spölinn með áætlunarbíl, og á leiðarenda næsta morgun. Hann horfði stundarkorn á þessa síðustu grein. Hér hafði eitt hvað fallið úr. Boston var ekki nema fimm klukkustundir frá New York, og segjum nú, að hún hefði ekki farið til Boston. Segj- um, að hún hefði farið til New- port og hitt Elinor Hilliard þar? Við nánari umhugsun þóttist hann alveg viss um, að það hefði stúlkan einmitt gert. Ef hún ætl- aði að hafa fé út úr fjölskyldunni, hefði hún einmitt farið til Elinor. Hann hallaði sér aftur og lokaði augunum. Hann sá alveg í anda, hvað skeð hafði. Stúlkuna, snotra en þó sýnilega af lakara taginu, í loðjakkanum og með hvíta hatt- inn. Játaði — ef hún þá ekki þafði þegar sagt það ótilkvödd — að hún væri frú Spencer. Og Elinor, sem kom flaksandi inn í stofuna. — Hvaða frú Spencer? — Ég er konan hans Gregs. Og Elinor starir á hana, stein- hissa og tortryggin. — Ég trúi yður ekki. Og þér gerið svo vel að hafa yður burt héðan á stundinni! — Þér getið náttúrlega rekið mig út. En þér getið ekki breytt því, að ég sé kona Gregs. Ég hef öll mín vottorð í lagi. — É myndi ekki trúa þeim, þó að ég sæi þau. — Og þér fáið heldur ekki að sjá þau. Það skal ég sjá um. Gott og vel, frú Hilliard; þó að þér takið mér svona, er ekki sagt, að móðir yðar og systir taki mér eins. Ég veit hvar þær er að finna. — Norður í Maine, er ekki svo? Síðan fer hún og Elinor þýtur £ símann og segir Greg, hvernig komið sé. Greg er ekki maður til að taka þessu og tekur því venju- lega ráðið, sem sé að drekka sig fullan. Byrjar strax á leiðinni til New York, en þaðan ætlar hann að komast til Newport. Eitthvað þessu lík hlaut sagan að vera, ef Gi-eg hafði sagt satt og ef Elinor hafði komið til Crestview morðnóttina. En til hvers hafði hún komið? Til þess að kaupa stúlkuna af þeim? Eða fá hana til að skilja við Greg og bjóða henni álitlega fjárupphæð að launum? Eða til þess að myrða hana? Elinor var vís til hvers sem var, ef staða hennar £ þjóðfélag- inu var £ húfi eða til þess að forð ast hneyksli. Þvi að jafnvel Hilli- ard gat verið til með að risa upp á afturfótunum f sambandi við þessar óvæntu mágsemdir. En ef hún hafði myrt mágkonu sína, hafði hún að minnsta kosti ekki gert það hjálparlaust. Dane fann, að hann var að kom- ast i sjálfheldu í málinu og seinni pai’tinn sama dag bauð hann Carol út að aka með sér. — Ég þarf einhverja hreyf- ingu, sagði hann. — Hvers vegna ekki skilja bílinn eftir og kliíra dálítið? — Ég hefði ekki nema gaman af því. En hvað um fótinn á yður? — Ég er alveg búinn að gleyma að hann sé til. Þau skemmtu sér prýðilega í ferðinni. Ofan af lágu felli einu, gátu þau séð út á hafið, þar sem smáeyjar og hólmar skinu eins og smaragðar í blárri umgerð. Þau settust þar á stein og hann sagði henni sitthvað af sínum hög um, um þátttöku sína í ófriðnum, þar sem hann hafði verið settur í sérstakt verk, sem hann nú þráði mest að geta tekið upp aftur. — Það hefur talsverð ferðalög í för með sér, sagði hann, hálf kæruleysislega. — En það versta er, að maður í slíku starfi má ekki i2M>*>*>*>*>*>*>*'>*>*»**>*>*>***,^*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>’>*>*>*>*>,,*®*>*>*>*>*>®*'**>,>*>A*>*>*> Menning húsbændn kemur frana í útbúnaöi heknilisins. Bióm fegra öll heimili. * Vér höfum sérfræðing í plöntuskreytingum á heimilutn og vinnustöðum. ★ Lítið í gluggana um lielgina. Blémaverzlunin 3L orct Kuldaskór og homsur barna og unglinga. Austurstræti 12. Rösk og ábyggileg stúlka óskast til afgreiðslustarfa í kjötverzlun. Tilboð sendist afgr. Morgunbl. merkt: „Austurbær —2096“. Ullarkápur mjög ódýrar, í miklu úrvali. Hafnarstræti 4 — sími 3350. ❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖>❖❖❖❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ ❖ «5* '♦ ❖❖ «3* MARKÚS Eftir Ed Dodd THAT'S WHAT 1 =Æt> SAID, PRENCHY.., IF YOU REÆ.LY WANT TO BET ON THE ooe RACE, I'LL BET YOU /VNY TEAM ASAINST VOURS.. Mánudugur 25. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Sitt af hverju (Gísli Kristjánsson ritstj.). 18,30 Skákþáttur (Baldur Möller). 19,10 Þingfréttir. — Lög úr kvik- myndum. 20,30 Útvarpshljómsveit in; Þórarinn Guðmundsson stj.. 20,45 Um daginn og veginn (Ragn hildur Helgadóttir alþingism.). — 21,05 Einsöngur: Stina Britta Melander óperusöngkona frá Stokkhólmi syngur fimm óperu- aríur eftir Mozart; Fritz Weiss- happel leikur undir á píanó. 21,25 Útvarpssagan: „Gerpla" eftir Halldór Kiljan Laxness; XXVIII. — sögulok (Höfundur les). 22,10 Passíusálmur (7). 22,20 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22,35 Kammertónleikar. 23,10 Dagskrár lok. — 1) Ef þú ert ekki ræfiil, Jonni, þá myndirðu veðja við mig um úrslitin. Ég skal veðja mínu hunda æki móti þínu. 2) — En þú verður þá líka að þora að leggja Anda undir. — Það get ég ekki, því að ég á hann ekki. 3) — Ég sé að þú þorir ekki að veðja. Þú ert enginn maður. — Er ég ekki? Ég skal sýna þér að Malotte er enginn ræfill. 4) — Já, ég er ekki hræddur við þig. Ég skal sigra þig í keppn- inni og ég veðja öllu hundaækinu um það, líka Anda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.