Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudaffur 24. febr. 1957 Málefnalegar hrakfarir kommúnista á fjölmennum fundi í Tré- smiöafélagi Reykjavíkur Trésmiðir fordæma pólitiska misnotkun kommúnista i félaginu IFYRRAKVÖLD var haldinn félagsfundur í Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Var fundur þessi haldinn í baðstofu iðnaðarmanna og mun vera fjölmennasti fund- ur, sem haldinn hefur verið í félaginu um árabil. Boðaði hin kommúniska stjórn félagsins til fundarins bersýnilega í því skyni að bæta vígstöðu sina í stjórn- arkosningum þeim í félaginu, sem hófust í gærmorgun. Þessi hug- mynd stjórnarinnar fór algerlega út um þúfur. Þótt flokksskrif- stofa kommúnista hefði smalað á fundinn öllu því liði í félag- inu, sem fáanlegt var til að klappa fyrir kommúnistum, þá áttu þeir sízt meira fylgi á fund- inum en lýðræðissinnar. þessu stærsta félagi iðnaðar- manna sem tæki í stjórnmálabar áttu kommúnista í landinu. — Þessu hlutverki sínu hefðu þeir verið trúir. Við mörg tækifæri hefðu þeir misnotað nafn félags- ins og aðaláhugamál þeirra hefði verið að tryggja sér sem sterkasta aðstöðu í félaginu. Félagsmálin hefðu algerlega orðið útundan, enda heppilegast fyrir hina kommúnisku forustu, að félags- menn hefðu almennt sem minnst- an áhuga á málefnum félagsins. TRÉSMIÐIR SAMEINAST TIL VARNAR í FÉLAGI SÍNU Fundur þessi sýndi glöggt hversu sterkan hljómgrunn á hjá trésmiðum sú barátta, sem lýð- ræðissinnar í félaginu hafa nú hafið gegn hinni pólitísku mis- notkun kommúnista á félaginu. Trésmiðir munu í þessum stjórn arkosningum tryggja það, að fé- Iagi þeirra verði ekki framvegis beitt fyrir stríðsvagn kommún- ista, heldur verði þar starfað í friði og samheldni að því, að skapa á ný blómlegt félagslíf og gera félagið að þelm hagsmuna- samtökum, sem því er ætlað að vera. Sigur B-listans er fmmskilyrði þess, að svo megi verða. Ólafur ÞórÖarson frá Laugahóli sextugur LÍFEYRIS S JÓÐURINN Stjórn félagsins notaði þá átyllu til fundarboðunar, að taka þyrfti ákvörðun um stofnun líf- eyrissjóðs í félaginu. Þetta mál var þó svo illa undirbúið, að úti- lokað var að afgreiða það á fundinum, og var samþykkt til- laga frá Magnúsi Jóhannessyni um að íresta málinu og fjölrita tillögurnar til nánari athugunar fyrir félagsmenn. KOMMÚNISTAR RÖKÞROTA Að öðru leyti snerist fundurinn um kosningarnar. Af hálfu lýð- ræðissinna töluðu þeir Magnús Jóhannesson, Guðni Árnason, Karl Þorvaldsson og Guðmundur Guðnason. Deildu þeir með sterk um rökum á hina kommúnisku stjórn félagsins og sýndu fram á, hvernig hagsmunamál félags- manna hafa verið látin sitja á hakanum fyrir pólitískri mis- notkun á félaginu í þágu komm- únista. Innheimta félagsgjalda er í megn ustu óreiðu, málfundadeild og pöntunarfélagi, sem áður störf- uðu innan félagsins hafa kom- múnistar komið fyrir kattarnef og eftirlit með vinnu ófaglærðra manna i iðninni hefir gersamlega verið vanrækt. FÉLAGIÐ BARÁTTUTÆKI KOMMÚNISTA í niðurlagi mjög greinagóðrar yfirlitsræðu Magnúsar Jóhannes sonar um þróun félagsmálanna undir stjórn kommúnista, sem kommúnistar treystust ekki til að hrekja, sýndi hann fram á það, að kommúnistum í félaginu hefði af flokksforustunni verið falið að ná félaginu á sitt vald og beita ÓLAFUR ÞÓRÐARSON, fram- kvæmdastjóri Jökla h.f. er sextugur í dag. Ólafur er búfræðingur að menntun, en snemma hneigðist hugur hans að útvegs- og verzl- unarmálum. Um tvítugt settist hann að á Akureyri og var um 10 ára skeið í þjónustu hins al- kunna athafnamanns Ásgeirs Péturssonar. Á vegum hans fór Ólafur til Noregs til þess að kynna sér síldarverkun, niður- suðu og niðurlagningu á síld. Var hann svo jöfnum höndum verkstjóri á Siglufirði á sumr- um og verzlunarmaður við hinn mikla atvinnurekstur Ásgeirs. Um skéið rak Ólafur hraðfrysti- hús á Siglufirði í félagi við Gústav bróður sinn og Jón Ás- geirsson. Einnig var hann við- riðinn rekstur á fleiri frystihús- um og síldarsöltun. Ólafur hefur verið búsettur í Reykjavík síðan um 1930. Hann var einn af helztu forgöngu- mönnum stofnunar Sölumiðstöðv ar Hraðfrystihúsanna og á sæti í stjórn hennar. Var hann ráð- inn framkvæmdastjóri Jökla h.f. við stofnun þess fyrirtækis og hafði eftirlit með smíði' kæli- skipsins m.s. Vatnajökuls. Jöklum h.f. hefur vegnað vel imdir stjóm Ólafs og hefur starf- semi félagsins haft ómetanlega þýðingu fyrir viðgang hraðfrysti- húsanna og fyrir sjávarútveginn í heild. Árið 1947 fór hann ásamt Vil- hjálmi Finsen, sendiherra, til Finnlands á vegum ríkisstjómar- innar, sem kunnugur maður síld- arverzlun. í þeirri för gerðu þeir samning um mikla síldarsölu þangað. Var sá samningur upp- haf að hinum hagstæðu viðskipt- um, sem síðan hafa haldizt milli þessara vinaþjóða. Einnig hefur hann átt sæti af hálfu íslendinga í samninga- nefndum um viðskiptamál við Pólverja. Ólafur er ekki einungis laginn í viðskiptum og framkvæmdum, heldur er hann og mjög hug- vitssamur. Hafa margir notið góðs af því í nýjungum við út- búnað og vinnutilhögun í hrað- frystihúsum og á fiskvinnslu- stöðvum. Það sannast á Ólafi, að mað- urinn lifir ekki á brauði einu saman. Ólafur er mjög íróður í íslenzkum bókmenntum, vel hagmæltur og orðhagur, enda á hann ekki langt að sækja þessar gáfur, því að hann er sonur hinna þjóðkunnu hjóna Þórðar Jónssonar formanns og útvegs- bwida að Laugabóli og Höllu Eyjólfsdóttur, skáldkonu og fiændi Matthiasar Jochumsson- ar. Á efstu dögum þjóðskáldsins dvaldi Ólafur á Akureyri og hafði Matthías hinar mestu mætur á þessum unga frænda sínum og getur hans vinsamlega í endurminningum sínum. Það mun allra manna mál, sem þekkja Ólaf Þórðarson, að ekki geti meiri aufúsugest en hann, hvort sem er í fjölmennum sam- kvæmum eða í fámenni í heima- húsum, né gestrisnari mann heim að saekja. Hann kann góð skil á mörgu, er ófeiminn og glettinn, en þó pfúður og háttvís í fram- komu. Á hann því marga vini og kunningja, sem munu senda honum hlýjar kveðjur og hugs- anir á þessum merkisdegi æfi hans. Ólafur er nú á ferðalagi er- lendis, staddur á Palace-hóteli í Kaupmannahöfn. Óskum vér honum fararheilla, góðrar heimkomu og þökkum honum fyrir margar ánægjulegar samverustundir. Megi hann njóta góðrar heilsu og langra lífdaga. Sveinn Benediktsson. „Utanflokkalistinrí' ÞEGAR kommúnlstar birtu framboðslista slnn í Iðju í Þjóðvilj- anum á dögunum, var áherzla á það lögð ,að þar væri einkum um utanflokkamenn að ræða, þótt einhverjir aðrir hefðu fengið að fljóta með. Að sjálfsögðu skildu alUr orsakir þessarar hógværðar, því að óneitanlega er herbragðið gamalkunnugrt, og ekki tekið alvar- lega lengur. Hins vegar þótti mönnum það ágætt, að Þjóðviljlnn skyldi sjálfur verða til þess að svipta fíkjublaðinu frá og sýna kommúnistanektina. Gerði blaðið það á ýmsan hátt í gær, en þó einna skýrast i eftirfarandi forsíðuklausu, þar sem „utanflokka- mennimir41 auglýsa skrifstofu sína í flokkshreiðri kommúnista og t«lj* samvizkusamlega upp alia sima Sósialistaflokksius. Hljóðfæraleik- arar, hvers ina vænta á aðal- fundi ? SAMKVÆMT auglýsingu stjórnar Félags íslenzkra hljóð færaleikara, verður aðalfund- ur félagsins haldinn næstkom andi fimmtudag. Ég vil vekja athygli allra félagsbundinna hljóðfæraleik- ara á, að aðalfundur þessi mun að öllum líkindum verða sögu legasti fundiur í félaginu fram að þessu. Bæði er það, að mörg verk- efni bíða úrlausnar og svo hitt, að þeir atburðir hafa gerzt í málum félagsins und- anfarna mánuði, að hverjum einasta hljóðfæraleikara ætti að vera kappsmál, að fá að heyra allan sannleikann í þess um málum, áður en lengra verður haldið. Þá má einnig minnast á til- lögur þær til lagabreytinga, er stjórnin hefir sent félagsmönn um. Þar kennir margra nýj- unga, sem vafasamar teljast, svo eklti sé meira sagt. Það er því mjög áríðandi, að félagsmenn greiði upp skuldir sínar til síðustu áramóta, og komi þannig félagsskírteini sínu í lag. Með því einu njóta þeir fullra réttinda á fundin- Hermann vílir sjálfan sig og Sieingrín búnaðarmálasljóra Á BÚNAÐARÞINGI í fyrradag blöskraðist Hermann Jónasson, landbúnaðarráðherra, út af því að tilraunastarfsemi í þágu land. búnaðarins hefði ekki verið efld nógu mikið á undanförnum ár- um. Bændur hefðu verið „stór- skaðaðir" með þessu tómlæti. — Tók H. J. svo sterkt til orða, að hann yrði ekki lengi við völd, ef ekki yrði gert stórt átak í þessu efni. En hverjir eru það, sem hafa „stórskaðað" bændur með tóm- læti um að efla tilraunir? Er það ef til vill arfur frá Ólafi Thors? í þessu sambandi skaðar ekki að benda á að sl. 10 ár hafa Fram- sóknarmenn farið með landbún- aðarmálin í ríkisstjórnum. Fyrst Bjarni heitinn Ásgeirsson, síðan Hermann Jónasson sjálfur í 4—5 ár og loks Steingrímur búnaðar- málastjóri. Það sýnist glöggt að þessi „arf- ur“ er frá landbúnaðarráðherr- um Framsóknar og ætti það arfs- mál þess vegna ekki að vera svo mjög flókið viðureignar. Horska vorsíldveföin BERGEN, 22. febr. — Um mið- nætti s. 1. voru komnir á land 1,2 millj. hektólítrar af vorsíld að verðmæti 24 millj. n. kr. Hljóðfæraleikari. Fólag anstfirzkro kvenna 15 óra Merkileg líknarstarfsemi félagsins AÐALFUNDUR Félags aust- firzkra kvenna var haldinn 12. þ. m. að Grófinni 1. Á fundinum flutti varaformaður félagsins, frú Anna Johannessen, skýrslu um störf félagsins á liðnu ári. Starfsemi þess fer sívaxandi, en aðalmarkmið félagsins er að gleðja austfirzka sjúklinga, ekkj. ur og gamalmenni fyrir jólin, og á sú starfsemi vinsældum að fagna. Margir ágætir stuðnings- menn félagsins styrktu það með fjárframlögum og vörum á bazar, sem félagið heldur árlega fyrir styrktarsjóð sinn. Þess má og geta, að félagið selur minningar- spjöld, og rennur ágóði af sölu þeirra í styrktarsjóðinn. Á sl. ári var úthlutað kr. 10.356,00 til 145 einstaklinga. Þá gekkst félagið að venju fyr- ir skemmtun fyrir aldraðar aust- firzkar konur, og var yfir 80 kon- um boðið á síðustu skemmtun fé- lagsins. Þá má að lokum geta þess, að félagið hyggst leggja fram kr. 10.000,00 til Hallveigar- staða, þegar bygging þeirra hefst. Hinn 2. janúar sl. var félagið 15 ára. Formaður þess frá upp- hafi hefur verið Guðný Vilhjálms dóttir. Aðrar konur í núverandi Tómstundanáimkeið í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI. — Á fimmtu- daginn, 28. þ. m. verður tóm- stundanámskeið fyrir stúlkur í- Góðtemplarahúsinu. Hefst það klukkan 8. Á námskeiðinu verður unnið úr tágum og basti, en kennari er Margrét Sigþórsdóttir. Einnig verður námskeið fyrir pilta mánudaginn 25. og verður kennd flugmódelsmíði. Kennari er Svav ar Jóhannesson. — Þeir piltar, sem ætla að sækja námskeiðið, eru beðnir að mæta í Gúttó mánudaginn 25. febr. kl. 7,30. Námskeiðin eru haldin á veg- um Áfengisvarnanefndar Hafn- arfjarðar, en hún hélt hliðstætt námskeið fyrir stúlkur og pilta fyrir jól, og voru þau vel sótt. — G. E. stjórn erú: Halldóra Sigfúsdóttir ritari, Anna Wathne gjaldkeri, Anna Johannessen varaformaður, og meðstjórnendur Sigríður Guð- mundsdóttir, Snorra Benedikts- dóttir og Sigríður Lúðvíksdóttir. í félaginu eru nú 142 konur. Skók-keppnÍB I. BORÐ Svart: Akureyri (Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.) ABCDEFGH Hvítt: Reykjavík (Ingi R. Jóhannsson) 40. Hg6—g8 og býður jafn- tefli. 2. BORB Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness.-Sv. Kristinss.) ABCDEFGH Hvitt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.) 35___________hl—h3 I leikunum i gær varff misrit- un. 35. leikur hvíts á 2. borffi áttl að vera De3—ð. Leikurinn var hlns vegar rétt færffur á skák- borðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.