Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAfíin Sunnudagur 24 febr. 1957 ttnMðMtoí Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavik Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. > Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritsijórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. // Gleðileg breyting íí UTAN UR HEIMI hefur sigruð í burúttunni við Chevrolet — í fyrstu sinn í 22 úr UNDIR þessari fyrirsögn birti Alþýðublaðið leiðara í fyrradag um fjárveitingar til skóla- og menningarmála m.a. Er meginefni leiðarans á þá leið, að fyrir frum- kvæði núverandi ríkisstjórnar, sé verið að koma betra lagi á fjár- stjórn skólamálanna og ennfrem- ur sé nú mun meiru fé veitt til skólabygginga og menningarmála en verið hafi að undanförnu. Bókstaflega ekkert af því, senr fleiprað er með í leiðaranum fær staðizt. Sannleikanum er gjör- samlega snúið við. Lög um fjármál skóla. Sannleikurinn um þessi mál er sá, að í tíð fyrrverandi mennta málaráðherra Bjarna Benedikts- sonar, voru einmitt sett lög til að tryggja það, að ríkissjóður greiddi framlag sitt til skólabygg- inga á skömmum tíma, þ. e. eigi lengri en á 5 árum. Á- vöxturinn af þeirri iöggjöf er nú að koma í ljós, m.a. á þann hátt að skólar, sem nú er verið að byggja fá meginhlutann af því fé, sem varið er til skólabygginga, í stað þess að því sé að mestu varið til skóla, sem áformað er að hefja byggingu á í framtíð- inni. Ríkisstjórnin er bundin við ákvæði laganna um að greiða niður skuldir við skólana. En hvernig lítur nú samanburð- urinn út á því hverju varið er til skólabygginga nú og gert var í ráðherratíð Bjarna Benedikts- sonar á s.l. ári: í fyrra var veitt 3 Vz millj. kr. til greiðslu skulda við sveitar- félögin vegna skólabygginga. En í tillögum fjárveitinganefndar nú (meirihlutans) er ekki gert ráð fyrir nema 2 milljón kr. í þessu skyni. Það er víst hin „gleðilega breyting“ fyrir sveitarfélögin, sem Alþýðublaðið talar úm nú. En hvað er þá um fjárframlög til nýrra skóla að segja? Senni- lega fá þá sveitarfélögin ástæðu til þess að „gleðjast“ yfir þeim. En svo er þó ekki. í fyrra fékk Bjarni Benediktss. samþ. 3,2 millj. kr. til byggingar nýrra skóla. Var það til byggingar 24 nýrra skóla. Núna lítur þetta nokkuð öðru vísi út. Til nýrra skóla, eins og það liggur fyrir í tillögum fjárveit- inganefndar eftir 2. umræðu, er einungis gert ráð fyrir að veita fé til 7 nýrra skóla eða aðeins 1,2 millj. kr. Fer nú að verða heldur lítið eftir af „kæti“ Alþýðublaðsins, enda gagnar hún illa stæðum sveitaríélögum lítið í stað fjár til skólabygginga. Sannleikanum snúið við. Mergur málsins er eftir þessu, sem að framan er ritað, sá, að í ráðherratíð Bjarna Benedikts- sonar var þrefalt meiru fé varið til að byrja á nýjum skólum og hálfri annari milljón meiru fé til niðurgreiðslu eldri skulda, en gert er í tíð núverandi menntamála- ráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar. Það er sýnilega ekki með neinni gleði, sem meirihluti fjárveitinga- nefndar og ríkisstjórnin veitir það fé, sem þó er varið til skóla- málanna nú í ár. Hér er um bein áhrif að ræða frá löggjöfinni um fjármál skóla. Að meginefni gengur sú löggjöf út á það að grynna á eldri skuld- um ríkissjóðs við sveitarfélögin og tryggja það að bæjar- og sveitarfélög iái framlög ríkis- sjóðs til skólabygginga jafnóðum og byggt er. í þessu var fólgin hin mark- vissa og farsæla stefna sem Bjarni Benediktsson bar fram til sig- urs, með samþykkt laganna um skólabyggingarfé. Stöðuveitingar og stjórnarandstaða. f sama leiðara Alþýðublaðsins er um það rætt að deilur hafi verið um embættisveitingar Bjarna Benediktssonar, er hann var ráðherra, en að nú séu slíkar deilur allt í einu þagnaðar. Ef Alþýðublaðið kynni að draga réttar ályktanir af fullyrðingum sínum, hlýtur því að verða ljóst, að þetta sýnir aðeins að núver- andi menntamálaráðherra á öllu háttvísari andstæðingum að mæta en sá fyrrverandi. Þessi staðhæf- ing Alþbl. er því fyrst og fremst dómur um ólíka stjórnarand- stöðu, þar sem önnur gerir allt að Srásarefnum, jafnvel það, sem með ágætum hefur tekizt í em- bættisfærslu, svo sem t. d. stöðu- veitingar Bjarna Benediktssonar. Að því er snertir afstöðuna til núverandi menntamálaráðherra, skal Alþýðublaðinu, sem miklast mjög af sanngirni hans i em- bættisveitingum, bent á þá stað- reynd, að enn hefur þessi ráð- herra ekki verið nema skamma stund í embætti og er því of snemmt að leggja dóm á, hvern veg hann fer með veitingarvaldið. í ádeilum andstæðinga Bjarna Benediktssonar ó hann fyrir em- bættisveitingar, kom rógseðli vinstri fylkingarinnar mjög vel fram í því að hundelta þá, sem stöður hlutu, bera á þá sakir og reyna að veikja traust þeirra hjá þeim, sem njóta starfskrafta þeirra. Bjarni Benediktsson stend ur auðvitað jafnréttur eftir árás- irnar og aðfarir rógberanna dæma sig sjálfar, — enda bitnar rógurinn fyrr eða síðar á þeirn, sem honum beittu. Sá er lífsins gangur. Árásirnar á B. B. voru að því leyti athyglisverðar að þær lýstu greinilega vonbrigðum og sárs- auka vinstrihersingarinnar yfir því, að skjólstæðingar þeirra skyldu ekki geta hrifsað skilyrð- islaust öll þau embætti, sem þeim þóknaðist að sækja um. Sem dæmi um þetta má minna á er dósentsembættið var veitt Þóri Þórðarsyni, sem nú verður víst eigi lengur umdeilt að hafi verið sanngjörn ráðstöfun og skynsamleg. Þá réðust vinstrimenn að menntamálaráðherra með dæma- fáum þjösnaskap og brigzlum fyr- ir hlutdrægpi í embættaveiting- um. En málið skýrist ef til vill nú betur fyrir mönnum, þegar þess er gætt að það var núverandi skólastjóri flokksskóla Framsókn arflokksins, sem sótti á móti Þóri. Vilja menn ekki hugleiða þessa staðreynd, hún varpar Ijósi yfir árásirnar á Bjarna Benediktsson. in á bandaríska bifreiðamark- að inum verið hörð, en samt aldrei sem nú. Undanfarna nánuði hafa tveir stærstu bif- Henry Ford II ~>ér bjart framundan. ■iðaframleiðendur Bandaríkj .nna, General Motors og Ford íáð einvígi — og svo virðist sem Ford ætli að hafa vinn- 'oginn — í fyrsta skipti í 22 ir. Síðan árið 1931 hefur General Motors framleitt og selt fleiri bifreiðir í Bandaríkjunum en nokkur annar bifreiðaframleið- andi — að undanskildu árinu 1935, er Ford tókst að þrengja sér ögn fram fyrir. Blómaár Fordverk- smiðjanna voru 1920—30, er hinar þekktu „A“ og „T“ gerðir tryggðu þeim forystuna. En byltingin varð, þegar GM hóf þá nýbreytni að framleiða nýja gerð á hverju ári — frábrugðna fyrri árgöng- um. Meginregla Henry Ford hafði alltaf veríð sú, að hver gerð skyldi framleidd eins lengi og hún seldist. Frá þessari reglu urðu Fordverksmiðjurnar þó að hverfa, er ljóst varð, að hin kostnaðarsama framleiðslubreyt- ing GM hafði sigrað á markað- inum. Allir bifreiðáframleiðend- ur urðu nú að fara að dæmi GM hvort sem þeim líkaði betur eða ver, því að annars var tilveru þeirra sem framleiðenda lokið. Með þessu tiltæki skaut GM öðr- um framleiðendum ref fyrir rass — og hefur verksmiðjan búið að því allt fram til þessa. í fjölda ára hefur hún framleitt fleiri bifreiðir en allir aðrir bifreiða- framleiðendur í Bandaríkjunum til samans. Heildarframleiðsla GM nam á árinu sem leið 53% af heildaríramleiðslu bandarískra bifreiðaframleiðenda. Þess ber að gæta, að GM framleiða ekki ein- [ ungis Chevrolet, heldur einnig Cadillac, Buick, Oldsmobile og • Pontiac. Framleiðsla Chevrolet nam 26% af heildarframleiðslunni, Ford var með 22%, en Chrysler- Plymouth verksmiðjurnar urðu að láta sér nægja 8%. E n nú voru straum- hvörf í aðsigi. Er sala árgangs- ins ’57 var hafin komst strax á kreik sá orðrómur, að General Motors hefði hrakað mjög og Ford ynni stöðugt á. Stjórnend- ur beggja fyrirtækjanna létu samt hið bezta yfir sölunni — og engar opinberar upplýsingar um sölu bifreiðanna voru gefnar fyrr en vika var af janúarmánuði. En segja má, að þá hafi fyrst færzt líf í tuskurnar — og nú er svo komið, að Bandaríkjamenn fylgj- ast jafn vel með reglulegum upp- lýsingum um söluna á bifreiða- markaðinum og þeir fylgjast með verðsveiflum í kauphöllinni. essar margumræddu upplýsingar leiddu sem sé í ljós, að stórlega hafði dregið úr sölu hjá GM, en Ford hafði hins vegar spjarað sig mjög — og hafði komizt fram fyrir GM, því að þá höfðu verið framleiddar 155,600 bifreiðir af Ford, en 139,400 af Chevro- let-gerð. Ekki viidi GM láta uppi hve mikið hafði dregið úr sölu Chevrolet — miðað við sama tíma í fyrra, en hins vegar var það upplýst, að sala á Buick minnkaði um 16%, Oldsmobile um 14% og Pontiac um 8% — miðað við sama tíma á fyrra ári. Aðeins á Cadillac hafði salan aukizt, eða um 28%, og reyndi GM að gera eins mikið úr þeirri aukn- ingu og hægt var. Na er liðinn rúmur mán uður síðan þessar upplýsing- ar voru gefnar og almennt er álitið, að hagur Ford hafi enn vænkazt — og útlit sé fyrir, að þetta ár valdi GM miklum hnekki. B andaríkjamönnum er tíðrætt um þessi straumhvörf, og ber flestum saman um það, að Ford hafi nú tekizt að framleiða geðfelldari og betri bifreiðir en nokkru sinni fyrr. Það, sem Ford hefur fram yfir Chevrolet hvað viðvílcur þessa árs framleiðslu er talið það, að Ford hefur gert mun róttækari breytingar á bif- reiðum sínum — miðað við fyrra ár. Ford varið meira fjármagni til auglýsingastarfsemi en nokkru sinni fyrr, því að hér mun vera um algert met að ræða. Stjórn verksmiðjanna hefur upplýst, að í auglýsingaskyni sé varið að jafnaði 5700 doll- urum á hverri stund sólar- hringsins. Upphæðin er há, jafnvel á bandarískum mælikvarða. En samt er þetta litill Kluti af veltu fyrirtækisins — og miðað við kostnað við endurbætur, er gerð- ar voru á framleiðsluháttum áð- ur en framleiðsla ’57 árgangsins var hafin, er þetta smáræði, því að sú upphæð nam mörgum hundruðum milljóna dollara. IVIeð hliðsjón af þessu þurfum við ekki að undrast það, að smærri bifreiðafram- leiðendur, sem tiltölulega litlu geta varið til auglýsinga, berj- ast nú í bökkum. Hinn þriðji í röð „þeirra stóru“, Chrysler, er enn á réttum kili, en það er held- ur ekki meira en svo. Nýi Plymouth líkar vel, en fram- leiðslan hefur ekki aukizt. American Motor Corpora- tion (Samsteypa Nash og Iiud- son) hefur verið rekin með halla í nokkur ár — og menn hafa litla trú á því, að þetta ár verði því fyrirtæki nokk- uð happsælla en fyrri ár. Samsteypan Studebaker- Packard hefur einnig verið rekin með halla, og hefði fyr- iríækið sennilega verið neytt til þess að leggja upp laup- ana, ef flugvélaverksmiðjan Harlow H. Curtice, forstjóri GM. Hvað gerir hann? Curtis-Wright hefði ekkl hlaupið þar undir baggann — með því skilyrði, að hún fengi yfirstjórn verksmiðjanna í sín ar hendur. GM framleiðir margar gerðir, en sala allra þeirra, að undanskild- um Cadillac, hefur dregizt saman. Ford segja menn aldrei hafa verið jafnaðlaðandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.