Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.02.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. febr. 1957 MORC.vynr 4ðið Laugardagurinn 23. febrúar Reykjavíkurbréf: Veðráttan - Dúnsængurnar duga ekki lengur - Arfurinn frá Ólafi Tliors - Rauði þráðurinn - Eysteinn Jónsson hefur orðið - Klambratúnið - Starfsemi Flugfélags Islands Veðráttan EFTIR óvenjumildan, en býsna umhleypingasaman vetur fram á þorra, brá loks til stöðugrar vetr- arveðráttu með febr.mán. >á var kominn allmikill snjór á Suður- og Vesturlandi. Hér í Reykjavík var snjódýptin þá talin 30 sm. Fyrir norðan hafði aftur á móti verið hin mesta öndvegistíð, og á Akureyri var aðeins föl um mánaðamót, snjódýptin 0—2 sm. En nú skipti um. í fyrstu var áttin mest austlæg og ekki mjög köld, en síðan gekk hann meir til norðausturs og kólnaði. Hér sunnan lands og vestan var oft- ast bjart veður og úrkomulaust, en fyrir norðan var sífelldur snjógangur. Fer hér á eftir stutt yfirlit yfir veðráttuna í höfuð- borgum Suðurlands og Norður- lands, á tímabilinu 4.—21. febr., samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni: Flesta dagana hefur verið úr- komulaust með öllu í Reykjavík, en á Akureyri hefur varla komið sá sólarhringur, að ekki hafi mælzt meiri eða minni úrkoma, allt að 16 mm. Þ. 6. Samtals mældust þar 68 m má 18 dögum, en það er meir en tvöfallt meðal- lag febrúarmánaðar. Af nýfölln- um snjó samsvarar þetta því nær 68 sm dýpt. Hins vegar sígur snjórinn fljótt, og þess vegna varð snjódýptin á Akureyri yfir- leitt ekki meiri en 25—50 sm. Er í Reykjavík var janúarsnjórinn enn við líði og talinn 15—25 sm djúpur allt tímabilið, þó að mæld úrkoma væri aðeins 0.9 millimetrar. Ekki er hægt að segja, að frost- in væru hörð, mest 11 stig á Ak- ureyri, en 9 stig í Reykjavík. Þó var reglulegt vetrarveður vik- una 13. til 21. febrúar, sífelldur norðaustanstrekkingur og kuldi. Dúnsængurnar dug'a ekki lengur VEGNA kuldanna, sem gengið hafa að undanförnu, hefur hit- unin orðið mörgum kostnaðar- söm. Þó nú sé hér meira heitt vatn í Reykjavík en áður til um- ráða er sama sagan og fyrr, að nætureyðslan er svo mikil að geymarnir á Öskuhlíð tæmast mjög á nóttum og endist þá vatn- ið ekki nema fram eftir næsta degi. Nú er fjöldi höfuðstaðar- búa þannig á vegi staddur að hann getur ekki lengur sofið undir dúnsængum sínum, ef her- bergin eru ekki líka kapp- kynnt. Það er af sem áður var, þegar menn sváfu í alköldum húsakynnum og klæddu sig ofan í rúmin. Þó ekki sé eftirsjá að þeim tímum, er það þó óneitan- legt að kveifarskapur margra gengur úr öllu hófi fram og næt- ureyðslan hjá Hitaveitunni er eitt vitni þess. Oft hafa menn líka velt fyrir sér, hvort heilsufar fólks bíði ekki tjón af hinum stöðuga hita á degi og nóttu. Þarna væri um rannsóknarefni að ræða fyr- ir heilsufræðingana. Það væri að- eins vonandi, þó vafasamt sé, að orð Bjarna Thorarensen séu enn í gildi: „Þó vellyst í skipsförmum völskunum meður vafri að landi ég skaða ei tel, því út fyrir kaupstaði íslenzkt í veður ef hún sér vogar, þá frýs hún í hel“. „Arfurinn frá Ólafi Tliors“ FRAMSÓKNARMENN og raunar stjórnarliðar allir eru sífellt að skrifa og skrafa um þennan voða- lega arf frá Ólaíi Thors, eins og þeir kalla það. Það er í raun- inni ósköp fánýtt að vera að þrátta við Tímann eða aðra um það, hvort eitt eða annað sé hin- um eða þessum að kenna. Slíkt hefur ætíð á sér svip stagls og karps, sem flestum verður leitt. En úr því að Tíminn og aðrir bera sér þetta um vonda arfinn svona oft í munn, er ef til vill ekki úr vegi að staldra við og athuga stuttlega frá hverjum þetta arfagóss muni vera runnið. Tíminn segir: Arfurinn er þessi: „Alls munu greiðslur (á þessu ári) til útflutningsuppbóta og Hannibal Valdimarsson, Lúðvík Jósefsson og Guðm. í. Guðmunds son. Þeir, sem lesið hafa það, sem stendur hér að ofan hafa vafa- laust tekið eftir að það er einn rauður þráður, sem helzt í gegn- um allar þær ríkisstjórnir, sem hafa gripið til „útflutningsupp- bóta og niðurborgana." Sá rauði þráður felst í þessum orðum: „Fjármálaráðherra var Eysteinn ! Jónsson". Ef menn koma sér nú þessum ráðstöfunum væri brotið blað í efnahagssögu landsins. Fram að þeim tíma hafði fram- leiðslan farið vaxandi, verðlag haldizt stöðugt í tvö og hálft ár, sparnaður aukizt mikið, greiðslu- afgangur verið á ríkisbúskapn- um, hægt að lækka skatta og tollaálögur árlega nokkuð. Tog- araútgerðin stóð á hinn bóginn höllum fæti og hefði þurft að gera nýjar ráðstafanir til viðbótar þeim, sem áður höfðu verið gerð- LÆGÐASLÓÐIR 4. TIL 21. FEBRÚAR 1957 Þetta kort er ekki veðurkort í venjulegum skilningi. Það sýnir aðeins brautir lægðanna á tíma- bilinu 4. til 21. febrúar, en þá voru mikil staðviðri á íslandi. Menn taki eftir því, að ísland er „hreint“ á þessu korti. Ekki ein einasta lægð kom hér við á þessu tímabili. Þær hafa allar öslað austur á bóginn langt suður í hafi, skollið síðan á Bretlandseyjum eða Frakklandi og jafnvel Spánn hefur fengið heimsókn. Á meginlandi Evrópu hafa þvi verið um- hleypingar miklir, en afar mild vetrarveðrátta, líkara vori en þorra. Á norðurhlið lægðanna rikir austan- og norðiustan áttin, svalir vetrarvindar, og á þeim fékk ísland að kenna. Stöðug hafátt á Norður- og Austurlandi olli þar éljagangi og vaxandi snjóalögum, eit sunnan fjalla var sólskin og hreinviðri. Vegna frostanna hefur þó lítið sem ekkert gengið á fann- irnar, sem komnar voru um suðvestanvert landið í umhleypingum janúarmánaðar. niðurborgana á vöruverði nema 516,9 millj. kr.“ Öll þessi fúlga er arfagóss frá formanni Sjálf- stæðisflokksins, það er allt hon- um að kenna, að upphæðin er svona há, segir Tíminn. Rauði þráðurinn EN ÞEGAR litið er á hvernig þessi 516 milljóna fúlga er orð- in til er niðurstaðan þessi: 1. Fyrst kom bátagjaldeyrir- inn. Hvaða ríkisstjórn gekkst fyr- ir að leggja hann á? Forsætis- ráðherra var Framsóknarmaður- inn Steingrímur Steinþórsson og fjármálaráðherra var Eysteinn Jónsson. Aðrir í ríkisstjórn voru Hermann Jónasson, núv. forsæt- isráðherra og auk hans Ólafur Thors. Bjarni Benediktsson og Björn Ólafsson. 2. Síðan kom framleiðslusjóðs- gjaldið árið 1955 en það var um 150 millj. kr. Hverjir voru í rík- isstjórn, þegar það var sett? For- sætisráðherra var Ólafur Thors, fjármálaráðherra. var Eysteinn Jónsson. Aðrir í stjórninni voru Steingrímur Steinþórsson, Bjarni Benediktsson, Ingólfur Jónsson og dr. Kristinn Guðmundsson. 3. Svo hélt þróunin áfram og nú komu til um s.l. áramót nýju álögurnar, 250—300 millj. króna. Hverjir voru þá í ríkisstjórn? Það er reyndar óþarfi að telja þá upp, því þeir sitja enn, en samt er rétt að gera það, svo öllu sé til skila haldið. Forsætisráðherra var Hermann Jónasson, (sá sem ætlaði að lækna hið „helsjúka efnahagslíf), fjármálaráðherra var Eysteinn Jónsson. Aðrir í stjórn voru Gylfi Þ. Gíslason, ekki saman en vilja endilega telja einhvern tiltekinn ráðherru bera ábyrgðina, hvern ætti þá fyrst og fremst að telja hinn rétta arfleifanda i þessu sambandi? — Það gæti auðvitað enginn verið nema Eysteinn Jónsson, sem var fjármálaráðherra allra þeirra ríkisstjórna, sem freistuðu þess að leysa fjármálavandann, eins og hann var á hverjum tíma, með „útflutningsuppbótum og niður- borgunum.“ Eysteinn Jónsson hefur orðið EN Eysteinn Jónsson var einu sinni ekki í neinum vafa um frá hverjum arfur „útflutningsupp- bóta og niðurborgana“ stafaði. Það er rétt að gefa E. J. orðið þar um. Það var þegar fram- leiðslusjóðsgjaldið var sett, sem minnzt er á undir lið 2. hér að framan, sem E. J. tók til móls á Alþingi. Hann sagði m. a.: „Kommúnistar höfnuðu í upp- hafi hinnar miklu deilu allri samvinnu um að leita að raun- verulegum kjarabótum fyrir verkalýðinn eftir öðrum leiðum, og sögðu að kaupið ætti að hækka. Höfnuðu siðan boði um 7% kauphækkun fyrstu daga verkfallsins, vegna þess að þeir vildu hafa langt verkfall, sem gerði mikið tjón. Miðuðu allar þessar framkvæmdir við að skapa erfiðleika, en eltki hitt að finna lausn, sem gæti lcomið hinum lægst launuðu í landinu að var- anlegu liði.“ Og svo hélt E. J. áfram: „Ég benti á það þá, að með ar, til stuðnings henni, þótt :iý hækkunaralda hefði ekki verið reist. En allt hefði það verið viðráðanlegt og tiltölulega létt samanborið við það, sem nú liggur fyrir.“ Já — „allt hefði verið við- ráðanlegt og tiltölulega létt“ ef kommúnistar hefðu ekki viljað „hafa langt verkfall, sem gerði mikið tjón“ og „brotið blað í efnahagssögu landsins" með því atferli. Þetta sagði Eysteinn Jónsson og geta menn svo borið það saman við þetta vandræða- lega stagl nú um „arfinn frá Ólafi Thors.“ Klambratúnið í AUSTURBÆNUM er Klambra- túnið, vítt og fallegt með þykk- an jarðveg og liggur vel við sól. Þar eru margir skurðir, sem þurrka landið og skólagarðarnir hafa fengið eitt hornið til um- ráða. Annars hefur ekkert verið aðhafzt enn á túninu. Þar standa „Klambrar" enn, óásjálegar smá- byggingar í miðju túninu. - Það var á heillastundu, sem skipuleggjendur bæjarins á- kváðu að hafa þetta svæði opið. Þarna á að verða dálítið „lunga“ handa Austurbænum og veitir ekki af. En það hefur víst ekki verið þrautalaust að halda tún- blettinum óskertum, því ásóknin hefur verið mikil að fá þar lóð undir hin og þessi mannvirki. Auðvitað finnst öllum að það, sem þeir ætli að láta byggja só svo mikilsvert að það hljóti að eiga að standa einmitt þarna. En skipuleggjendur bæjarins hafa hrundið öllum áhlaupum og á liðnum árum hefur vatnsagir.n runnið hægt og hægt úr brekk- unni og nú er þess beðið að bráð- um verði hafizt handa. Fyrir- hugað er að samkeppni fari fram um skipulag túnsins og hefur dómnefnd verið skipuð. Það er væntanlega fyrsta skrefið til að breyta Klambratúninu í þann skrúðgarð, sem þar á að verða. Ekki er neinn vafi á að skilyrðin eru þama ágæt til trjáræktar og blómaræktar. Það sýna garðarnír við húsin í Norðurmýrinni en garðarnir þar hafa oft fengið verðlaun. Klambratúnið á eftir að verða bæjarprýði, þegar það er orðið að garði og það er von- andi að það verði sem allra fyrst Starfsemi Flugfélags fslands FLUGFÉLAG íslands hefur ný- lega opnað nýja skrifstofu í London. Er þar um betri stað og húsakynni en áður að ræða. — Svipaðar skrifstofur eru nú, vegna flugsins héðan til útlarida, í Kaupmannahöfn, Hamborg, Glasgow og víðar. Hlutverk þess- ara skrifstofa á vegum flugsins eru tvíþætt: f fyrsta lagi er þar um að ræða almenna afgreiðslu og bækistöð fyrir flugið sjólft og í öðru lagi hefur þróunin orðið sú að þessar skrifstofur hafa orð- ið að leysa úr fjölda mörgum vanda fyrir íslenzka ferðamenn erlendis, sem leita þangað til hjálpar og aðstoðar á erlendri grund. Þessar skrifstofur hafa í sumum tilfellum orðið eins kon- ar konsúlöt, enda munu þær hafa orðið mjög til að létta af sendi- ráðunum íslenzku erlendis. Þeir Islendingar, sem starfa nú í þágu íslenzka flugsins erlendis eru eins konar sendimenn síns lands. Þeir koma fram gagnvart mikl- um fjölda útlendinga, sem hef- ur hug á að koma hingað, eiga hingað eitthvert erindi eða vilja fara hingað til að sjá land og lýð. Þetta skrifstofuhald erlendis er ein hliðin á þeirri starfsemi, sem haldið er uppi, vegna flugs- ins og er hún mjög þýðingar- mikil. Þess var getið á dögunum að forstjóri Flugfélags fslands væri erlendis í þeim erindum að semja um kaup á 2 flugvélum til milli- landaflugs og munu úrslit þess máls vafalaust fást innan tíðar. Er um flugvélar er að ræða sem flogið geta á aðeins 4 klst. héðan til Kaupmannahafnar í stað þess að slík ferð hefur áður tekið un, 7 klst. Yrði hér um mikla fram- för að ræða og mundi hafa í för með sér gjörbreytingu á ut- anlandsfluginu. Er vonandi að vel takist um kaup á þessum flugvélum og yrði þar um mikið framtak að ræða hjá Flugfélagi íslands. Stormar á Siglu- firði undanfarið SIGLUFIRÐI, 21. febr. — Und- anfarið hafa verið hér stormar með snjókomu og frosti og ekki hefur lengi á sjó gefið. Afli var allsæmilegur á djúpmiðum áður en óveðrið skall á. Sóttu þá bót- arnir allt út á Skagagrunn. í dag fór togarinn Hafliði á veiðar, en hann kom nú með fisk til frystingar og herzlu. Er lítið um vinnu hjá mönnum milli þess sem togararnir koma, því að nær öll síld hefur verið send héðan. Togararnir Elliði er í Reykjavík til viðgerðar, en hann laskaðist er hann slitnaði frá bryggju hér í vetur í ofviðri. í dag er komið hér bezta veður og fóru þá báðir bátarnir sem héðan siunda róðra út á miðin. — Guðjón. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.