Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 2
Bandaríkjamaðurinn Fred Folsom er í flokki þeirra myndlistarmanna, sem aðhyll- ast raunsæisútfærslu í ýtrustu mynd; þeir viröast skora Ijósmyndavélina á hólm og ekkert sæmilega sýnilegt smáatriöi er svo smátt, að því sé sleþþt. Þessi stefna er stundum nefnd Ijósmynda-raunsæi, eða ofur-raunsæi og hefur hún átt fylgi aö fagna í Bandaríkjunum. Raunsæismálarar í þessum flokki, virðast oftar bregða upp götumyndum, eða þá einhverju, sem sýnir hinn vélræna og staölaða samtíma okkar. Hinir viröast færri, sem beina raunsæis- sjónum sinum að manninum sjálfum sem meginviðfangsefni. En þeir eru engu að síður til og einn þeirra er Fred Folsom, sem einbeitir sér aö sérstakri tröþþu í þjóðfé- lagsstiganum; nefnilega þeirri neðstu. i þeim stóru þjóðfélögum, þar sem ríkir einstaklingsfrelsi og hver maður hefur leyfi til að fara í hundana án þess aö vera hent inn í eitthvert Gulag eða á geðveikrahæli, verða þessar dreggjar stórar og óhugnan- legar. í þessari tröppu er manneskjan í sinni ömurlegustu mynd og hugtakið mannskepna á kannski hvergi betur við. En þetta er heimur út af fyrir sig, heimur ofbeldis, afbrota, drykkjuskapar, eiturlyfja og vændis. Þótt miskunnarleysiö og vonzk- an ráði þar yfirleitt ríkjum, er misjafn sauð- ur þar eins og annarsstaðar. Fred Folsom virðist þekkja þennan heim vel og hann skrásetur hann með ýtrustu nákvæmni. Hann er hvorki að predika, eða gera hlutina verri en þeir eru; trúr sjónar- miði realistans reynir hann einfaldlega að sýna hlutina eins og þeir koma honum fyrir sjónir. Við sjáum fólk, sem yfirleitt viröist vera í einhverskonar vímu. Það eru pönkar- ar, fylliraftar, dópistar eða húðflúraðir vítis- englar, sem svo hafa nefnt sig. Ekki er nú félagsskapurinn fýsilegur. Menn ganga með skotbelti um sig miðja og skamm- byssu við hendina; þeir eru kannski meira og minna tannlausir og álíka óhreinir og húsakynnin. Á veggjunum eru rifrildi af klámmyndum, eða þá af beru kvenfólki, — og kvenfólkið sem hrærist þarna, er yfirleitt ekki í einni einustu spjör. Tvær mynda Folsoms, sem hér fylgja með, gefa allgóða hugmynd um þann heim, sem málarinn hefur fyrir yrkisefni. Báöar heita þær „Hr. Ecclestone býður í mat“ og eru frá árinu 1980. Ekki liggur Ijóst fyrir, hvort gestgjafinn sé einhver þeirra, er á myndunum sjást, en veitingarnar hafa að minnsta kosti verið bjór, kannski hass og sá tannlausi virðist að minnsta kosti kom- ínn í sæmilega vímu og betra aö einhver annar handleiki skammbyssuna. í speglin- um á veggnum aftan við þá kumpána sést stúlkukind, sem hefur lognast útaf ofaná diskinn sinn. Hér er allt með skilum: Blóöslettur á speglinum, þar sem nakin kona seilist til öskubakkans, askan og gromsið á borðinu og flúrið á handlegg þess tannlausa. Hætt er þó við aö það fari forgörðum í prentun. En sem sagt: Svona er lífið stundum og því ekki að túlka í myndum þá hlið þess einnig. Það er svo annað mál, hvort ofur-raunsæi af þessu tagi gerir þaö bezt. Stílfærö vinnubrögð og expressjónísk ná oft furöu vel kjarna málsins. Fred Folsom hefur hinsvegar valið þá leið, aö segja allt, og miðaö við þá afstöðu, vinnur hann verk sitt vel. Gísii Sigurðsson Báðar heita þessar myndir Folsoms „Hr. Ecclestone býður í mat.“ Loftið er lævi blandið og boðsgestir til alls vísir. L%%/ .; ] m ■ \ v - Æ ‘Æ ■ Dreggjar þjóðfélagsins í verkum Fred Folsom

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.