Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Síða 28

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Síða 28
þingflokkur Alþýðuflokksins til athugunar, að leggja fyrir alþingi frumvarp til breytinga á kjördæma- skipun landsins, er leiðrétti að nokkru það skipulag, er gilti. Var þetta miðað við að kosningar færu fram vorið 1942, enda þótti einsætt að svo yrði vegna þess að miðstjórn Framsóknarflokksins hafði gert ákveðna ályktun um að alþingiskosningar skyldu fram fara. Mál þetta var ítarlega rætt innan miðstjórnar- innar og þingflokksins, og þar ákveðið, að Alþýðu- flokkurinn skyldi bera fram á alþingi írumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnar- skránni. Var breytingin í því fólgin, að kaupstað- irnir þrír, Akranes, Neskaupstaður og Siglufjörður skyldu verða sérstök kjördæmi, — að þingmönnum Reykjavíkur skyldi fjölgað um tvo, og komið á hlutfallskosningum í tvímenningskjördæmum lands- ins. — Mál þetta var samþykkt í miðstjórninni hinn 21. febrúar 1942, og falið þingflokknum til fyrir- greiðslu. Það var auðséð, að Framsóknarflokkurinn myndi þegar í stað rísa öndverður gegn þessu máli, en óvíst um afstöðu Sjálfstæðisflokksins. í fyrstu leit út fyrir að Sjálfstæðismenn myndu ekki fylgja frumvarpinu, en þegar frá leið og Sjálfstæðismönnum fór að verða ljós áhugi flokksmanna sinna fyrir málinu, létu þeir tilleiðast og studdu frumvarpið, — þó með þeim breytingum frá því, sem Alþýðuflokkurinn hafði viljað, að ekki skyldu búin til nein ný kjördæmi nema Siglufjörður. Þegar Sjálfstæðismenn snérust þannig til liðs við 26

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.