Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Qupperneq 20

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Qupperneq 20
18 Háskólinn á Akureyri hugmyndafræði að pað sé mikilvægt fyrir heilsu manna og vellíðan að stunda iðju afýmsu tagi í samræmi við eigin parfir og áhuga. Líkan Kielhofner, um iðju mannsins stýrir að miklu leyti uppbyggingu og skipulagi námsins svo sem skilning á mikilvægi iðju og hæfni íhlutverkum. Það grundvallarsjónarmið ríkir að fólk sé í eðli sínu virkt og haldið athafnaþörf, sem það fær fullnægt með margs konar iðju er veitir tilgang, ýtir undir alhliða þroska og eykur færni. Iðja fólks mótast af samspili þess við umhverfi sitt og aðstæður. Iðjuleysi getur skaðað heilsuna og dregið úr þroska- möguleikum og lífsgæðum hvers og eins. Menntun iðjuþjálfa byggist á sterkum fræðilegum kjarna þar sem hugtakið um iðju mannsins er haft að leiðarljósi. Hún Tilkynning til iðjuþjálfa! í tenglsum við heimsókn Barböru O’Shea, frá Dalhousie háskólanum í Kanada er ráðgert að halda námskeið fyrir iðjuþjálfa. Fjallað verður um uppbyggingu og skipulag BS náms í iðjuþjálfun við Dalhousie sem og fyrirkomulag starfsnáms. Barbara ræðireinnig um helstu strauma og stefnur og þá fræðasýn (Enabling Occupation) sem iðjuþjálfun í Kanada byggir á (dag. Fjarnám til MS-gráðu við sama háskóla mun einnig verða kynnt. Námskeiðið verður að öllum líkindum haldið um miðjan september og verður auglýst nánar s(ðar. Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að hlýða á einn helsta brautryðjanda á sviði menntunar iðjuþjálfa. Skólanefnd IÞÍ gerir iðjujálfum, að námi loknu kleift að nálgast mannlega erfiðleika á heildrænan hátt og beita til þess íhlutun sem felur í sér þjálfun, fræðslu og ráðgjöf. Námið felur í sér staðgóða þekkingu á raunvísundum, félags- vísindum, atferli og iðjuvísindum og veitir nemendum sérstöðu í framtíðarstörfum innan heilbrigðis og félagsþjónustu. Þess má að lokum geta að hér á landi eru nú einungis starfandi um 25 iðjuþjálfar á hverja 100 þúsund íbúa. Þetta er tæplega helmingur þess sem gerist t. d. í Svíþjóð og Danmörku. Talið er að hérlendis vanti til starfa um það bil 200 iðjuþjálfa á næstu árum. Betur má ef duga skal! Þóra Leósdóttir, ritnefnd

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.