Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Síða 9

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Síða 9
7 áttuhópur innan IÞÍ hefur því verið starf- andi næstum frá upphafi. Á aðalfundi fé- lagsins, í mars síðast liðnum var samþykkt að ganga til samstarfs við Háskólann á Ak- ureyri og hefur verið ákveðið að þar verði sett á stofn námsbraut í iðjuþjálfun. Undir- búningur er í fullum gangi þessa dagana. Töluverður hópur af fólki hefur þegar skráð sig og ég fæ símhringingar næstum daglega núna, þar sem áhugasamir eru að afla sér upplýsinga um væntanlega námsbraut. Það eru svo sannarlega spennandi tímar fram undan, segir Hope. Framtíðarsýn Það er víðar en á íslandi að iðjuþjálfa vantar til starfa. Erlendis er iðjuþjálfun emnig tiltölulega ung starfsgrein efmiðað er við aðrar hefðbundn- ar heilbrigðisgreinar. - Starfsvettvangur iðjuþjálfa hérlendis hefur, að mínu mati breyst of lítið þessi tutt- ugu ár sem liðin eru frá stofnun IÞÍ, þó nú virðist sem breytingar séu í nánd. ísland er á eftir á þessu sviði, aðallega vegna þess að of lítið framboð hefur verið á iðjuþjálfum. Þeir sem hér starfa, anna engann veginn þeirri eftirspurn sem er á iðjuþjálfun. Ástæðan er auðvitað sú að hér er ekki starfræktur skóli fyrir iðjuþjálfa. Þetta er einnig á vissan hátt eðlilegt þar sem iðjuþjálfun er tiltölulega ung starfsgrein. Hluti af skýringunni hlýtur líka að vera sá að laun iðjuþjálfa eru lág og það er ekki hvetjandi íyrir ungt fólk. Það er mikil þörf á iðjuþjálfum í heilsugæslunni, í skólakerfinu og það þarf að efla þátt for- varna í samfélaginu í heild svo dæmi séu nefnd. Útskrifaðir iðjuþjálfar sem skila sér heim til íslands anna ekki þeirri þörf sem fyrir er. Ég hef ekki tölur yfir þá sem stunda nám í iðjuþjálfun erlendis. Það er afar erfitt fyrir okkur að fylgjast með hve margir eru í námi hverju sinni, nema að fólk láti vita af sér. Það vantar iðjuþjálfa víðar en hér, til dæmis í Bandaríkjunum er iðjuþjálfun ein af tíu mest vaxandi starfsgreinum. Þörfin fyrir iðjuþjálfa er alltaf í umræðunni á fulltrúa- þingum WFOT. Talað er um að sum stærri lönd, eins og Bandaríkin séu að fá til starfa iðjuþjálfa frá öðrum löndum og auglýsa gull og græna skóga í því skyni. Eftir því sem iðjuþjálfum fjölgar þá verð- um við öflugra fagstéttarfélag og færari til þess að taka að okkur æ fjölbreyttari verk- efni og tryggja okkur í sessi meðal heibrigð- isstétta á íslandi. Við þurfum að vera vak- andi fyrir nýjum tækifærum og óhrædd við að taka frumkvæði á þeim sviðum þar sem sérþekking okkar kemur að gagni. Nú, þeg- ar námsbraut í iðjuþjálfun er í augsýn verð- ur sú framtíðarsýn raunhæfari að hér mun verða starfandi vaxandi hópur vel mennt- aðra iðjuþjálfa sem mun vinna að heill og heilsu þjóðarinnar og láta til sín taka á sem breiðustum vettvangi, segir Hope að lokum. Þóra Leósdóttir -Sigríður Gísladóttir Heyrnar- og talmeinastöð íslands Háaleltlsbraut t • 105 Reykjavík

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.