Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 18

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 18
16 klæði sig sjálfir í eigin föt og borði í setu- stofu ásamt hinum sjúklingunum. Þetta tíðkast oftast ekki inni á bráðadeildunum, en er mjög gott í endurhæfingu hins aldraða sjúklings. í þessu felst mikil þjálfun, svo sem ADL-þjálfun, félagsleg örvun og almenn hreyfing. Þetta verður auðveldara í fram- kvæmd um leið og sjúklingahópurinn á deildinni er með samskonar vandamál og deildin sérhæfð. Þegar ákveðið var hvaða deild yrði okkar deild, fékk ég teikningar af henni og var höfð í samráði varðandi fyrirhugaðar breyt- ingar. Það var mjög hvetjandi fyrir mig Eins og sjá má er mikil uppbygging í gangi, sem óhjákvæmilega leiðir af sér aukna fundarsetu og mikla vinnu. Þegar ár- angurinn fer að sjást er það hið eina sem máli skiptir. Þetta starf sem ég fór út í hálfblindandi hefur reynst mjög spennandi þó oft hafi verið hindranir á veginum. Það er nefnilega svo að sjaldan líður manni jafn- vel og þegar hindrun er að baki. Lyfjabúðir ehf. Smiðjuvegi 2 • 200 Kópavogi Fjórðungssjúhrahúsíð á Ahureyri Yfiriðjuþjálfi á geðdeild Á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er staða yfiriðjuþjálfa laus til umsóknar. Starfið veitistfrá 1. ágúst 1997. Umsóknir sendist Sigmundi Sigfússyni, yfirlækni deildarinnar og gefur hann nánari upplýsingar í síma 463 0100. Öllum umsóknum verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - Reyklaus vinnustaður -

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.