Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Síða 11

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Síða 11
9 fyrir færni í fínhreyfingum. Skoðuð er hand- beiting, samhæfing sjónar og handa sem og frammistaða við algeng verkefni eins og að teikna, klippa, byggja úr kubbum, þræða perlur, hneppa og hnýa. Auk þessa geri ég almennar klínískar athuganir þar sem ég skoða líkamsbeitingu, setstöðu, einbeitingu og úthald. Út frá ofangreindum prófunum fæ ég nokkuð góða mynd af færni barnanna og frammistöðu þeirra við mismunandi hreyfi- athafnir. Ég geri svo skýrslur og tillögur að æfingum sem leikskólinn fær. Er þetta því fyrst og fremst hugsað sem stuðningur og ráðgjöf við leikskólana. Síðan er það í hönd- um viðkomandi leikskólakennara að upplýsa foreldra um niðurstöður mínar. Eft- ir áramót hef ég í meira mæli farið að líta á þau börn sem ekki eru með stuðning í leik- skólanum, en eiga í erfiðleikum. Einnig er ég farin að líta á ytri aðstæður, svo sem vinnustellingar og vinnuaðstöðu starfsfólks og barna. Nokkrum sinnum hef ég komið inn á leikskólann og leiðbeint starfsfólki um hvernig best er að vinna með þau börn sem eiga í erfiðleikum. Ætla ég svo að koma aft- ur og sjá hvernig hefur gengið og hvort breyta eigi áherslum eða halda áfram á sömu braut. Þegar ég byrjaði í þessu starfi þá vissi ég að það voru mörg börn inni á leikskólum sem ættu í erfiðleikum. Það kom mér samt á óvart hversu mörg þau voru og hversu erfitt leikskólakennarar eiga með að fá úthlutað stuðningstímum fyrir þau börn sem þeir hafa áhyggjur af. Börn með sérþarfir fá æ minni stuðning og gerir það alla vinnu með þau erfiðari í framkvæmd. Þeir leikskóla- kennarar sem ég hef átt samstarf við eru mjög ánægðir með að hafa fengið iðjuþjálfa til liðs við sig og alls staðar hefur verið tekið afar vel á móti mér. Starf mitt hefur þróast þannig, að ég starfa ennþá sem verktaki alla vega fram í maí n.k. Mér líkar mjög vel að vinna inni á leikskólunum. Ég sé fyrir mér mikla mögu- leika og mikilvægi þess að nota tímann sem best, þannig að börn með sérþarfir séu eins vel undirbúin fyrir skólagöngu og kostur er. Þannig er hægt að hugsa sér iðjuþjálfa í hálfu stöðugildi sem færi á milli leikskóla, veitti ráðgjöf og setti af stað þjálfunaráætl- un, eftir að hafa prófað viðkomandi barn. Leikskólakennari tæki svo við þjálfun undir handleiðslu iðjuþjálfans. Þjálfunaráætlun yrði síðan endurskoðuð þegar þörf væri á, í náinni samvinnu við þann leikskólakennara sem hefur umsjón með viðkomandi barni. Vonandi verður það að veruleika innan tíð- ar.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.