Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Page 7

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Page 7
5 Þýskalandi, Danmörku, Bandaríkjunum, Noregi og á fyrsta starfsárinu bættist Fil- ippseyingur í hópinn. Við tókum ákvörðun um að stofna félag. Fyrsta verkefnið var að finna starfsheiti, nafn á félagið og semja lög. Fundir okkar fóru fram á mörgum tungu- málum í einu, nokkuð fjörugt á að hlusta og líklega var það þess vegna sem það tók okk- ur heilt ár að semja lög fyrir félagið. Við lagasmíðina var stuðst við lög iðjuþjálfafé- laga á Norðurlöndum, lög WFOT sem er heimssamband iðjuþjálfa, lög sjúkraþjálfara og læknafélagsins. Á stofnfundinn voru mættir tíu iðjuþjálfar. Síðan þá hefur okkur fjölgað í 84 félagsmenn. Á upphafsárunum vorum við í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) en fluttum okkur í BHM-R árið 1984. Við töldum mikil- vægt fyrir Iðjuþjálfafélag íslands að vera í breiðu samstarfi með öðrum háskólamönn- um. Það vó einnig þungt að hér var ekki námsbraut í iðjuþjálfun og því þurfti að undirstrika menntun okkar sérstaklega, kannski meira en annarra heilbrigðisstétta. Ég held að þetta hafi einnig skipt miklu máli fyrir kjarabaráttu okkar gegnum árin, segir Hope. Viðurkenning Fyrstu árin var ráöist í margvísleg verkefni, stór sem smá. Auk virkrar pátttöku á alpjóðlegum vettvangi iðjupjálfa, öðlaðist starfsgreinin lög- gildingu sem heilbrigðisstétt á íslandi. Þörfin fyrir menntaða iðjupjálfa var mikil. - Eitt af fyrstu markmiðum félagsins var að fá aðild að WFOT, heimssambandi iðju- þjálfa. Hana fengum við á stofnárinu, en þó ekki fulla aðild og þar af leiðandi hafði fé- lagið ekki atkvæðisrétt. Annað mikilvægt verkefni var að fá löggildingu. Við tókum eftir því að í sumum löndum, þar sem löng hefð var fyrir iðjuþjálfun var starfsgreinin Hope, snemma á áttunda áratugnum, stödd í New York með Atlantshafið í baksýn. ekki löggild. Slíkt mátti ekki gerast á íslandi og því sóttum við um löggildingu sem gekk í gegn í desember 1977. Þetta var mikilvæg- ur áfangi, þar sem markmiðið var að náms- braut yrði stofnuð hér á landi innan tíðar. Kynning á starfsgreininni var eitt af aðal viðfangsefnunum fyrstu tíu árin. Það var meira að segja gerð könnun á þörf fyrir iðju- þjálfa þegar á árunum 1976-7. Fréttabréf var einnig sett á laggirnar á stofnárinu, sem seinna varð fagblað IÞÍ og hét á þeim tíma Blað-ið. Við létum prenta hinn alkunna fjólubláa bækling og til gamans má geta þess að sá bæklingur var endurskrifaður alla vega 12 sinnum. í hvert sinn sem hann var lesinn yfir á vinnustöðunum þurfti að breyta einhverju. Segið svo að iðjuþjálfar séu með fullkomnunaráráttu! Hin síðustu ár hafa farið í að styrkja innviði IÞÍ. Við vild- um verða „alvörufélag" og ég tel að þeim áfanga sé að hluta til náð í dag. Önnur

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.