Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Page 6

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Page 6
4 Eftir að ég var búin að ferðast á megin- landi Evrópu og komin heim aftur, datt mér í hug að skrifa bréf til heilbrigðismálaráðu- neytisins þar sem ég spurði hvort vantaði iðjuþjálfa til starfa á íslandi. Ég fékk bréf um hæl, það var eins og maður segir „Booming back across the Atlantic" það vantaði a.m.k. 100 iðjuþjálfa! Ég var hvött til að koma, vera brautryðjandi og aðstoða við að setja á stofn skóla til að mennta íslenska iðjuþjálfa. Mér fannst þetta mjög spennandi og hafði í huga að búa hér í 1-2 ár. Ég fór þá að „hanga" á Loftleiðaskrifstofunni á Kennedy flugvelli og grátbað starfsfólk þar um að kenna mér íslensku því að ég ætlaði að flytja til íslands. Fjölskylda mín og vinir héldu að ég væri endanlega búin að missa vitið, að vilja flytja á hjara veraldar. Ég hafði þá dvalið hér í sumarleyfi mínu, kynnt mér starfssemi á sjúkrahúsum og kannað ýmsar leiðir. Eitt sinn var ég stödd á skrifstofu Loftleiða, á Kennedy flugvelli og var að undirbúa fyrstu ferð mín hingað að vetri til og var pínulítið kvíðin fyrir skammdeginu. Ég sagði starfs- fólkinu að mig langaði á stefnumót við vík- ing. Viti menn, þá gengur inn á skrifstofuna maður að nafni Einar Knútsson og allir hrópuðu: „Þarna er víkingur fyrir þig"! Til að gera langa sögu stutta þá giftum við Ein- ar okkur ári síðar og höfum verið í hjóna- bandi síðan. Við eigum tvö stálpuð börn, dreng og stúlku, sem sagt fullkomin fjöl- skylda, segir Hope. Athafnagleði Hope er kunn fyrir ötult starfað ýmsum málefn- um. Hún kýs að vinna með fólki og hrinda hug- myndum í framkvæmd. Það er kannski ekki til- viljun að leiðin lá í iðjuþjálfunarnámið. - Ég starfaði sem aðstoðarfélagsráðgjafi á göngudeild fyrir geðsjúka í New York áður en ég fór í framhaldsnámið. Til að byrja með hafði ég áhuga á geðlæknisfræði en fannst það of langt nám og leiddi einnig hugann að sálarfræði. Þegar ég byrjaði að vinna sem fé- lagsráðgjafi, truflaði það mig að hafa skrif- borðið milli mín og skjólstæðingsins og vera sífellt að vinna með fólki í gegnum viðtöl. Á göngudeildinni, þar sem ég starfaði kynntist ég því hvernig iðjuþjálfar vinna og hreifst strax af því. Þannig vildi ég vinna með fólki, nýta athafnir og framkvæma. Áhugamál mín eru mýmörg. Ég er „fé- lagsmálafrík" og er núna formaður í þremur félögum. Auk formennsku í IÞÍ er ég for- maður Siðmenntar, en það er félag áhuga- fólks um borgaralegar athafnir, og formaður Félags nýrra íslendinga, en það er félags- skapur fyrir enskumælandi útlendinga og eru meðlimir þess frá 20 löndum. Margir spyrja hvort þetta sé félag fyrir nýfædd börn! Ég gegndi einnig formennsku í Geð- hjálp, á árunum 1981-1986 og tók þátt í upp- byggingu þeirra samtaka. Tónlistariðkun skipar stóran sess í lífi mínu og lærði ég ung að leika á hljóðfæri. Ég byrjaði að spila á pí- anó við þriggja ára aldur. Ég lærði á gítar þegar ég var átta ára og fiðlu þegar ég var ellefu ára en hef lítið spilað á hana síðan. Ég var í sinfoníuhljómsveit á gagnfræðaskóla árunum. Mikill tími fer í lestur, en ég er áskrifandi að 25 tímaritum af ýmsu tagi. Oft er ég að lesa 10 bækur í einu, mörgum finnst það eilítið ruglandi, segir Hope og brosir við. Upphafið IÞÍ var stofnað árið 1976 og voru félagsmenn þá einungis tíu talsins. Félagið er í dag fagstéttarfé- lag og hefur vaxið nokkuð og dafnað þann tíma sem að baki er. - Reyndar hófst starfsemin þegar í febrú- ar 1975. Átta iðjuþjálfar komu saman og af þeim voru fimm útlendir. Þeir voru frá

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.