Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Page 15

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Page 15
13 lingsins og aðstandenda hans. Sett eru markmið sem eru endurskoðuð eftir þörf- um. Þeir möguleikar sem bjóðast eru skoð- aðir og hvert er heppilegast að útskrifa sjúklinginn. Einn möguleiki er að hann út- skrifist heim eða í fyrri búsetu. Annar möguleiki er áframhaldandi endurhæfing annars staðar t.d. á Landakot eða dagspít- ala. Þriðji möguleikinn er útskrift beint á hjúkrunarheimili. Sem iðjuþjálfi geri ég ADL-mat hjá þeim sjúklingum sem þess þarfnast. Af hagnýtum ástæðum nota ég Barthel ADL-index (sjá 1. mynd). Skýringin er sú að Barthel kvarðinn er þekktur hér meðal starfsfólks og það á því auðvelt með að skilja niðurstöðurnar. Sjúklingurinn fær ákveðna einkunn sem segir til um hjúkrunarþörf hans Til að fylla út kvarðann þarf iðjuþjálfi að gera mat á færni einstaklingsins til eigin umsjár. Auk þess eru skráðir þættir eins og göngugeta, (gert í samráði við sjúkraþjálfara) og stjórn- un á þvagi og hægðum, (í samráði við hjúkr- unarfræðing á viðkomandi deild). Þó eflaust megi deila um gæði kvarðans og gildi ein- kunnagjafar er það ljóst að þetta er aðgengi- legt plagg fyrir aðra sem tengjast sjúklingn- um. Með því að láta „einkunnablaðið" fylgja skýrslu sjúklingsins geta þeir sem hafa umsjón með aðhlynningu einstaklings- ins fengið skýrar upplýsingar um hvers hann er megnugur og til hvers er hægt að ætlast af honum. Þarna kemur Barthel- skal- inn að góðum notum. í öldrunarteyminu er sá háttur hafður á að einhver úr teyminu sit- ur deildarfundi og miðlar svo upplýsingum til annara í teyminu. ADL-mat er gert eins fljótt og auðið er eft- ir að sjúklingurinn leggst inn. í beinu fram- haldi er gerð áætlun um ADL-þjálfun og ákveðin markmið sett upp. Iðjuþjálfi situr fjölskyldufundi skjólstæð- inga sinna eftir því sem þurfa þykir. Þar eru lagðar línurnar um endurhæfingu, væntan- lega útskrift og önnur þau mál sem máli skifta fyrir sjúklinginn og meðferð hans. Ótrúlegustu vandamál geta leyst nánast af sjálfu sér á slíkum fundum, því oft hefur safnast fyrir í fjölskyldunni hræðsla og óör- yggi sem fræðslan eyðir. Þegar málin eru rædd og aðstandendum gerð grein fyrir hver raunveruleg staða einstaklingsins er, bæði andlega, líkamlega og félagslega og hvaða aðstoð er hægt að fá, þá andar fólk yf- irleitt léttar. í flestum tilvikum er hægt að komast að niðurstöðu sem allir eru sáttir við. Iðjuþjálfi gerir heimilisathugun þegar styttast fer í útskrift hjá sjúklingnum. Oft er farið í samvinnu við einhvern annan í teym- inu, eftir því hvaða vandamál eru fyrir hendi. Oftast fer sjúklingurinn með en þó ekki alltaf. Það hefur gefið góða raun að „fylgja" sjúklingunum heim, þ.e. gera heim- ilisathugun um leið og hann útskrifast. Þá er hjálpartækjaþörfin metin og í framhaldi af því sótt um það sem þörf er á. í heimilis- athugun fer oft drjúgur tími í að leiðbeina aðstandendum hversu mikið og hvernig á að aðstoða sjúklinginn. Oft vill það verða svo að fólk er komið í fast mynstur og ein- staklingurinn hættur að gera þá hluti sem hann í raun getur gert. Með góðu samstarfi við fjölskylduna gefst möguleiki á að brjóta upp þetta þjónustumynstur og efla sam- hjálp. Með góðum leiðbeiningum er hægt að auðvelda lífið fyrir fjölskylduna þar sem veiki aðilinn eflist og hinn fríski (frískari) lærir að hvetja meira og þjóna minna. Mikil- vægt er að gefa sér góðan tíma fyrir þessa fræðslu. í endurhæfingu hins aldraða er lögð á- hersla á að sporna við afturför jafnframt því sem einstaklingurinn fær þjálfun þannig að

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.