Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Síða 23

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Síða 23
21 innan hópa sem málið snerti. Jafnframt var könnuð afstaða hópanna til verkefnisins. Hvarvetna var því sýndur áhugi þó í byrjun hafi stundum gætt nokkurrar óvissu um hvert hlutverk iðjuþjálfa innan heilsugæsl- unnar gæti verið. Fundað var meðal annars með forstjóra heilsugæslunnar í Reykjavík, hjúkrunar- fræðingum, læknum og sjúkraþjálfurum í heilsugæslu. Síðast en ekki síst var haldinn mjög jákvæður fundur með Ingibjörgu Pálmadóttur heillbrigðisráðherra sem sam- þykkti tilraunaverkefni með 1.5 stöðugild- um í eitt ár frá komandi hausti. Helstu rök fyrir iðjuþjálfun í heiisugæslu: • Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu skal iðjuþjálfun veitt innan heilsu- gæslunnar auk annarrar þjónustu. • Á íslandi er þjónusta iðjuþjálfa í heima- þjónustu eða heilsugæslu mjög takmörk- uð. í nágrannalöndum okkar hefur þró- unin hins vegar orðið sú að um 40% starf- andi iðjuþjálfa í Danmörku og um 50% starfandi iðjuþjálfa í Noregi starfa í heimaþjónustu. • Legutími á sjúkrastofnunum hefur styst og sjúklingar útskrifast í stöðugt lakara ástandi. Þannig er aukin heimaþjónusta, þar sem boðið er upp á iðjuþjálfun, nauð- synleg. • Með aukinni þjónustu í heimahúsum má stytta dvöl á endurhæfingarstofnunum og öðrum stofnunum. • Iðjuþjálfun er mikilvægur hlekkur í heimaþjónustu til þess að: - fyrirbyggja ótímabæra kvilla og vanheilsu - tengja þjónustu sjúkra- og endurhæfingar- stofnana betur við heilsugæslu - veita eftirfylgd frá meðferðarstofnunum - koma í veg fyrir ótímabærar sjúkra- húsinnlagnir og endurinnlagnir - tryggja að aldraðir geti búið heima og draga þar með úr háu hlutfalli þeirra sem búa á öldrunarstofnunum. • Þátttaka iðjuþjálfa í 4 ára skoðun stuðlar að því að grípa má fyrr inn með sérfræði- aðstoð, örvun og leiðbeiningum til for- eldra. Þannig má undirbúa börn með sér- þarfir betur fyrir skólann svo þau þurfi síður á sérkennslu að halda. • Mikil ásókn er í þjónustu barnaiðjuþjálfa með tilliti til ráðgjafar fyrir kennara, leik- skólakennara og foreldra.Hjá Styrktarfé- lagi lamaðra og fatlaðra og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þar sem boðið er upp á göngudeildarþjónustu eru langir biðlistar barna sem þurfa á iðjuþjálfun að halda. • Mikil ásókn er í þjónustu iðjuþjálfa Hjálp- artækjamiðstöðvar TR frá heilsugæslu og svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra m.t.t. ráðgjafar og leiðbeininga um hjálp- artæki, líkamsbeitingu við umönnun, að- gengi, innréttinga og breytinga á húsnæði og margt fleira. Eftirspurnin er miklu meiri en hægt er að sinna. • Mikil eftirspurn er eftir ráðgjöf iðjuþjálfa varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem líkamsbeitingu, innréttingar á vinnuað- stöðu og val á húsgögnum. Möguleg starfssvið iðjuþjálfa innan heilsugæslunnar (Úrdráttur úr yfirliti yfir svið iðjuþjálfunar innan heilsugæslu) Starfið skiptist í forvarnarstörf, ráðgjöf, hæf- ingu, endurhæfingu og eftirfylgd: • Þátttaka í almennri fræðslu um forvarnir, • leiðbeiningar/ráðgjöf/kennsla í réttum starfsstellingum,

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.