Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Qupperneq 3

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Qupperneq 3
1 IÐJUÞJÁLFINN FAGBLAÐ IÐJUÞJÁLFA Pósthólf 4159 124 Reykjavík löjuþjálfafélag íslands Efnisyfirlit: Bls. Mikið vatn runnið til sjávar - Viðtal við formann IÞÍ ............. 3 Iðjuþjálfun í leikskólum............... 8 Sauðárkróks-bæjar-iðjuþjálfi.......... 10 Starf iðjuþjálfa í öldrunarteymi.... 11 Námsbraut í iðjuþjálfun - Draumur eða veruleiki? ............ 16 Nýr möguleiki til framhaldsnáms fyrir iðjuþjálfa ...................... 19 Iðjuþjálfun í heilsugæslu ............ 20 Fountain House fréttir ............... 23 RITNEFND: Anna Ingileif Erlendsdóttir Auður Hafsteinsdóttir Sigríður Kr. Gísladóttir Soffía Haraldsdóttir Þóra Leósdóttir STJÓRN: Hope Knútsson, formaður Sigríður Kr. Gísladóttir, varaformaður Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir, gjaldkeri Elsa Þorvaldsdóttir, ritari Lovísa Ólafsdótir, meðstjórnandi PRENTUN: Offsetfjölritun hf. / Sverrir Sveinsson (umbrot) Mjölnisholti 14,105 Reykjavík Ritst j órnarsp j all „Iðjuþjálfinn" er eins og vorboðinn ljúfi, hann kemur alltaf á endanum. Hér lítur fyrra tölublað ársins dagsins ljós. Efni blaðsins tekur til ýmissa mála og er gott til þess að vita hve iðjuþjálfar eru viljugir til að skrifa spennandi og fræðandi greinar í blaðið okkar. Ánægjulegt er hversu margir iðjuþjálfa- nemar hafa haft samband og óskað eftir því að gerast áskrifendur. Það eru tímamót í sögu iðjuþjálfunar á íslandi um þessar mundir þar eð stofnun náms- brautar er í sjónmáli. Umfjöllun þar um er meðal efnis að þessu sinni. Manna- breytingar hafa orðið í ritnefnd IÞÍ eins og venja er að loknum aðalfundi. Sigríður Kr. Gísladóttir hættir í nefndinni eftir ötult starf á liðnum misserum. Við þökkum henni kærlega fyrir samstarfið og hæfi- leikann til að halda yfirsýn á ögurstund. Við þökkum einnig öllum auglýsendum fyrir jákvæð viðbrögð og þeim sem birt hafa styrktarlínur í Iðjuþjálfanum að þessu sinni, fyrir þeirra framlag. Ritnefnd óskar öllum lesendum sínum gleðilegs sumars. Bestti kveðjur, - ritnefnd

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.