Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Side 8

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Side 8
6 helstu baráttumál voru þau að hið opinbera greiddi fyrir göngudeildarþjónustu iðju- þjálfa, skólamál og útbreiðsla iðjuþjálfunar sem starfsgreinar, segir Hope. Erlent samstarf Iðjuþjálfafélag íslands er aðili að ýmsum alþjóð- legum samtökum iðjuþjálfa og þar skipar nor- rænt samstarf stóran sess. Nýjasta verkefnið er Scandinavian journal of Occupational Therapy en áskrifendur þess eru um alian heim. - Nú, næsta stóra markmið okkar var að verða fullgildir meðlimir í WFOT þannig að við fengjum atkvæðisrétt á þeim vettvangi. Sú hindrun var þó í veginum, að til þess að öðlast fullgildingu varð að vera skóli í land- inu sem menntaði og útskrifaði iðjuþjálfa. í lögum WFOT nefndist það „Educational programme". Þannig höfðu íslendingar tækifæri til að nema iðjuþjálfun á hinum Norðurlöndunum. IÞÍ fékk því fulla aðild að WFOT árið 1986. Þar sem hvert land í heimssamband- inu hefur eitt atkvæði, þá höfum við jafn- mikil áhrif og Bandaríkin. Þetta var merkur áfangi. Norrænt samstarf hófst 1981, með því að haldið var Nordisk seminar hér á landi. For- mannafundir norrænu félaganna hafa verið fastir liðir árlega síðan og formennirnir þekkjast mjög vel. Það er gagnlegt fyrir mig að hitta aðra sem eru í sömu stöðu og ég. Þess má til gamans geta að sænski formað- urinn hefur verið lengur í formannssætinu en ég. IÞÍ hefur verið í WFOT síðan félagið var stofnað 1976. Ég var fréttastjóri fyrir WFOTblaðið í 15 ár. Tilgangurinn með aðild að heimssambandinu, á sínum tíma var að gera íslenska iðjuþjálfa sýnilegri og að vera virkt fagfélag á alþjóðlegum vettvangi. Auk þess var mikilvægt að fá alþjóðlegan stuðn- ing til að byggja upp menntun iðjuþjálfa hér á landi og þróa starfsgreinina sem slíka. Við erum einnig meðlimir í COTEC sem er evrópusamband iðjuþjálfa og var stofnað fyrir tíu árum síðan. Okkur berast ógrynnin öll af ýmsum fréttum og upplýsingum frá COTEC og höfum þannig gott tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast á vett- vangi evrópskra iðjuþjálfa. Rödd okkar heyrist því víða þrátt fyrir smæð félagsins. ísland vekur athygli og það þykir mjög spennandi að vera frá eyjunni í norðri. Nýjasta alþjóðlega verkefnið, sem við erum aðilar að, er SJOT (Scandinavian Journal of Occupational Therapy). Það er vísindatíma- rit og þar erum við á blaði ásamt hinum nor- rænu þjóðunum. Einn ritstjóri er skipaður í hverju landi en áskrifendur alls staðar frá í heiminum. Snæfríður Þóra Egilson er rit- stjóri okkar núna, segir Hope. Námsbraut Baráttanfyrir námsbraut hefur verið sett á odd- inn alla tíð og þar kom Hope við sögu þegar frá upphafi. - Baráttan hófst í raun áður en félagið var stofnað. Áður en ég flutti til íslands árið 1974 hafði ég undirbúið mig í nokkur ár til að kenna hér iðjuþjálfun. Ég hóf að kenna við Colombia University og samhliða því leitaði ég upplýsinga hjá WFOT um hvernig ætti að setja upp námsbraut. Ég safnaði einnig reynslusögum frá skólum í litlum löndum eins og í ísrael og Finnlandi og hélt þessu til haga þar sem ég hélt að nám í iðju- þjálfun myndi hefjast hér skömmu eftir að ég fluttist til íslands, alla vega innan fimm ára. Síðan eru 23 ár liðin og nú er námið loks í augsýn. Það hefur lengi verið áhugi fyrir stofnun námsbrautar og það var gert ráð fyrir henni um það leyti sem námsbraut í sjúkraþjálfun var sett á laggirnar eða árið 1976. í þá daga voru sjúkraþjálfarar hér 48 en aðeins tíu iðjuþjálfar. Skólanefnd eða bar-

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.