Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 17

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 17
15 hann nái mestu mögulegu sjálfsbjargargetu. Þjálfun krefst tíma og þolinmæði en léttir umönnun þegar til lengri tíma er litið. í mörgum tilfellum er endurhæfingin einmitt spurning um að auðvelda hjúkrun einstak- lingsins á eigin heimili eða á stofnun. Aldr- aðir í dag tilheyra þeirri kynslóð sem vand- ist því að gamalt fólk legðist í kör. Þegar ald- urinn færðist yfir og heilsan brast var lagst fyrir til að deyja. Af þessu leiðir að oft þarf að beita miklum sannfæringarkrafti til að útskýra tilgang þjálfunar. Það er alveg ljóst að við getum ekki gert fólk 25 ára aftur en við getum, með góðri samvinnu hindrað aft- urför. Bætum árum við lífið og lífi við árin er gott slagorð í þessu samhengi. Til að ná sem bestum árangri í þjálfuninni er gott samstarf iðju- og sjúkraþjálfara nauð- synlegt. Við höfum samráð með hvern ein- asta sjúkling og metum þá jafnvel sameig- inlega. Þetta er mikill styrkur og eykur gæði matsins og þjálfunarinnar. Við erum að prófa okkur áfram með skriflegar leiðbein- ingar fyrir starfsfólk deildanna. Þær eru gerðar með tilliti til færni einstaklingsins og er tilgangurinn að létta umönnun og örva sjúklinginn. Dæmi um þetta má sjá á 2. mynd hér að neðan. Skriflegar leiðbeiningar sem þessar koma að góðum notum hjá sjúk- lingum sem eiga erfitt með að tjá sig eða eru seinvirkir og margt starfsfólk kemur að. Félagsleg örvun er því miður alveg í lág- marki enn sem komið er en með tilkomu „Deildarinnar" verður bót þar á. Þar verður setustofa sem ég renni hýru auga til í þessu samhengi. Þar ert hugsanlegt er að hafa ein- hverja hópastarfsemi. Ég legg ríka áherslu á að allir sem geta, JÓNA JÓNSDÓTTIR # Getur snúið sér sjálf í rúmi en þarf aðstoð svo vel fari um hana. # Sest upp úr hægri hliðarlegu, með léttum stuðningi við hægri öxl og vinstri mjöðm. - Varist að toga í handleggi! # Flytur sig úr rúmi í stól og til baka, með aðstoð einnar, sem heldur í hægri hendi og styður undir upphandlegg. - Aðstoðarmaður stendur alltaf hægra megin. # Þarf alla aðstoð við neðanþvott og klæðnað að neðan. # Þvær sér sjálf að ofan sitjandi við vaskinn. # þarf aðstoð við að fara úr bol en getur sjálf farið í peysu og hneppt. # Burstar tennur sjálf en þarf hjálp við að greiða sér. Æskilegt er að Jóna geri sjálf allar þær athafnir sem hún getur og fái til þess góðan tíma. Iðjuþjálfi - Sjúkraþjálfari 2. mynd - daemi um leiðbeiningar fyrir starfsfólk

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.