24 stundir - 16.07.2008, Page 18

24 stundir - 16.07.2008, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Vín Huberts var orðið ágætlega kunnugt Íslendingum þar sem hann hefur oft komið hingað til lands og á hér vini sem kynnst hafa víninu. Samstarf okkar spratt upp úr því að þróa saman vín fyrir Flugleiðavélarnar og síðan kom upp sú hugmynd að tengja vínið íslenskri myndlist. Vínið sem valið var kom úr röð mismunandi víns sem áður hefur verið framleitt af Hubert Sandhofer nema hvítvínið sem er sérsniðið og gert úr blöndu tvenns konar víns,“ segir Arnar Bjarnason hjá Víni og mat sem flytur inn vínið. Undirstrikar gæðin Arnar segir að sjálfur hafi hann enn ekki keypt vín eingöngu út af fallegum miða en slíkt geti haft mikil áhrif á sölu. Þannig hafi verið gengið út frá því að miðarnir vektu athygli en undirstrikuðu um leið að í flöskunni væri virkilega gott vín. Arnar segir vín frá Austurríki ekki sérlega fyrirferðarmikið hér á landi þar sem lítið sé flutt inn af því og gjarnan sé það úr þrúgum sem fólk þekki ekki til. Þó sé vissu- lega til austurrískt vín sem selst hafi vel hér á landi. Færðar í nýtt samhengi Um grafíska hönnun miðanna sá Ámundi Sigurðsson, sem valdi úr verkum Kristínar ásamt Hubert en hluti hvers verks sem þótti passa var tekinn út úr því og færður í nýtt samhengi á miðunum. „Öll heildin er hönnuð með það fyrir augum að styðja að dýpri skilningi á víninu og dýpri nautn af því að drekka það. Val myndanna miðaði að því að innri karakter þeirra og vínsins tengdist. Þannig undir- strikar svarti hundurinn á rauðvín- inu eiginleika þess; djúpt, kraft- mikið og dálítið karlmannlegt en hvíti hjörturinn á hvítvíninu er léttari og fínlegri. Á rósavíninu er síðan móðir með barn en það var ég sem hvatti til þess að þessi mynd yrði notuð en kvenleiki og mýkt myndarinnar nær að vinna vel saman við bleika litinn,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir og bætir við að hið myndræna skipti sig miklu máli við val á víni. Íslenskar myndskreytingar á austurrísku víni Fallegir flöskumiðar hafa mikið að segja Austurrískt vín frá fram- leiðandanum Hubert Sandhofer má nú finna í hillum vínbúðanna í Kringlunni og Heiðrúnu en flöskumiðarnir eru myndskreyttir með verk- um listakonunnar Krist- ínar Gunnlaugsdóttur. Listamaðurinn Krist- ín áritar flöskumiða. 24stundir/Valdís Thor LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins DUKA Kringlunni 4-12 Sími 533 1322 | duka@duka.is SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan- Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt tilað klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfur- plett.Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.