24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 26
auðvitað tala geimverurnar ensku, líkt og allt siðmenntað fólk. Jakkafataval Dave var útskýrt með leiftursnöggu myndbroti úr The Man with the Golden Gun, þar sem Scaramanga er klæddur einsog Gibb-bræðurnir, húmor sem afar fáir af þeim örfáu ung- lingum er voru í bíó, skildu. En staðreyndin er sú að allt sem Eddie Murphy snertir verður að rusli. Karlanginn hefur einfaldlega „misst það“ og ætti einfaldlega að snúa sér aftur að uppistandi, í stað þess að rembast þetta, einsog rjúp- an við staurinn. Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is Sú var tíðin að Eddie Murphy þótti fyndnastur allra. Síðan hafa komið myndir á borð við Vampire in Bro- oklyn, Beverly Hills Cop III, Holy Man, Pluto Nash, Daddy Day Care og hin ógleymanlega og óend- anlega lélega Norbit, sem Jack Ke- vorkian gæti auðveldlega notast við í líknardrápum sínum. Stolin hugmynd Meet Dave segir af geimverum sem koma til jarðar til að stela vatni til bjargar plánetu sinni. Þær eru pínulitlar og hafast við í geim- skipi sem lítur út einsog mann- eskja, gert til þess að falla inn í stórborgarumhverfið. Þegar þær kynnast jarðarbúum og mennskum tilfinningum, sjá þær að hin íhaldssama og vélræna hegðun þeirra er kannski ekki svo kúl eftir allt saman. Glataður geimveru-Gulliver Myndin er í raun endurgerð á Gulliver í Putalandi, nema nú er Gulliver geimvera. Ekki alslæm hugmynd svosem, allir hafa gaman af smækkuðum mannverum, líkt og í Honey I shrunk the Kids og Innerspace, en í Meet Dave halda þær sig að mestu innandyra og lít- ið er um skrítin stærðarhlutföll, sem gerðu myndirnar fyrrnefndu svo skemmtilegar, auk þeirrar stað- reyndar að undirritaður var þá barnungur og áhrifagjarn. Húmorinn hjá Eddie Murphy byggist aðallega á torskildum tjá- skiptum Dave við mannfólkið, en Litið um öxl Sjálfhverfa Eddies Murphys nær hámarki í Meet Dave, þar sem hann fer með tvö aðalhlutverkin, sem fyrr. Hvað er að gerast í hausnum á Eddie Murphy? Leikstjóri: Brian Robins. Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Elizabeth Banks. Meet Dave 26 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 24stundir Aðþrengdur Afsakið að ég er til! NEI . . . ÉG NOTA EKKI VÖRUR SEM HAFA VERIÐ PRÓFAÐAR Á DÝRUM „ÉG ER Í TILVISTARKREPPU... MÉR FINNST LEIÐINLEGT AÐ BORÐA!“ Bizzaró Það er komið að því, gott fólk. Ef hann nær þessu pútti þá fær hann hörpuna, gæsina og öll gulleggin Hver verður meistari baunagrasins? MYNDASÖGUR FÓLK 24@24stundir.is a En staðreyndin er sú að allt sem Eddie Murphy snertir verður að rusli. fréttir Knattspyrnuhetjan Fernando Torres tók sér kærkomið frí eftir Evrópumótið í knattspyrnu áður en enska knattspyrnan fer á fullt í ágúst. Þessi skemmtilega mynd var tekin af honum á ströndinni þar sem hann var staddur með kærustunni sinni, Olöllu. Spegla- sólgleraugun, pastellitaðar stutt- buxurnar og kraftmikið klof- gripið gefa sterklega til kynna að Torres hafi fundið sér tískufyr- irmynd í söngvaranum George Michael, þegar sá síðarnefndi var upp á sitt besta fyrir 20 árum. Tískuslys myndu sumir segja, en líkast til er sóknarmanninum einfaldlega mikið í mun að hafa menningu níunda áratugarins í hávegum. Það eina sem mætti betur fara er „tanið“, en Torres hefur af einhverjum verið nefnd- ur fölasti Spánverji nútímans. Nú er bara að sjá hvort takkaskórnir verða lagðir á hilluna á næstunni og hljóðneminn tekinn fram. bba Torres nýr George Michael Þýska raftónlistarsveitin Snap! á heiðurinn á versta söngtexta tón- listarsögunnar samkvæmt könnun sem gerð var á dögunum. Línan „I’m serious as cancer, when I say rhythm is a dancer“ úr laginu Rhythm is a Dancer frá árinu 1992 var af flestum talin sú versta sem heyrst hefur á öldum ljósvak- ans. Snap! var alræmd fyrir slæma textagerð og lagið var frá upphafi fordæmt af ýmsum aðilum. Það kom ekki í veg fyrir vinsældir lagsins sem komst á topp vin- sældalista um allan heim og var eitt helsta danslag tíunda áratug- arins. Í öðru sæti hafnaði línan „I don’t want to see a ghost, it’s the sight that I fear the most, I’d rat- her have a piece of toast, watch the evening new“ úr laginu Life með Des’ree. Life naut mikilla vinsælda árið 1998 þrátt fyrir ákaflega misheppnaðan texta. Af öðrum textum sem höfnuðu í efstu sætum má nefna lagið Sk8er Boi með Avril Lavigne. Þar var sérstaklega tekin fyrir línan „He was a boy, she was a girl. Can I make it any more obvious?“ Önnur söngkona sem komst á listann var hin kólumbíska Shak- ira. Í lagi hennar Whenever, Wherever syngur hún: „Lucky that my breasts are small and humble, so you don’t confuse them with mountains.“ Þá fékk 50 Cent prik fyrir orðin „I love you like a fat kid loves cake“ í laginu 21 Questions. bjornbragi@24stundir.is „I’m serious as cancer, when I say rhythm is a dancer“ Verstu textar tónlistarsögunnar Avril Lavigne Með fágaðan fatasmekk og yrkir eins og Laxness. Feim-Lene Bjerre • Bæjarlind 6 • Kóp. Sími 534 7470 • Vefverslun www.feim.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-15. Vaxtalaus lán til allt að 12 mán. Vinsælu garðhúsgögnin frá Kanada 20% afsláttur SEDRUS viður sem þolir íslenska veðráttu Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.