24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 24stundir Hvað veistu um Meg Ryan? 1. Í hvaða mynd þóttist hún fá fullnægingu? 2. Í hvaða mynd lék hún fyrst gegn Tom Hanks? 3. Hvaða ár er hún fædd? Svör 1.When Harry met Sally 2.Sleepless in Seattle 3.1961 RÁS 1 92,4 / 93,5  RÁS 2 90,1 / 99,9  FLASS FM 104,5  BYLGJAN 98,9 FM 95,7  XIÐ 97,7  ÚTVARP SAGA 99,4  LÉTTBYLGJAN 96,7  GULLBYLGJAN 90,9  RONDÓ 87,7  Hrútur(21. mars - 19. apríl) Einhver misskilur þig í dag og gæti móðgast. Gættu vel að viðbrögðum fólks þegar þú færir þeim fréttir.  Naut(20. apríl - 20. maí) Finnst þér þú vera búin(n) að eyða allri orku vikunnar nú þegar? Það er misskilningur í þér. Hugarfar þitt gerir þig þreytta(n).  Tvíburar(21. maí - 21. júní) Þótt einhver þykist vera þér fremri þarftu ekki að taka það nærri þér. Sumir vilja bara trúa því að þeir séu bestir og æðstir, hvort sem það er sannleikanum samkvæmt eður ei.  Krabbi(22. júní - 22. júlí) Þú átt það til að láta glepjast fullauðveldlega af tilbúnum tálsýnum. Hugsaðu sérstaklega vel áður en þú framkvæmir í dag.  Ljón(23. júlí - 22. ágúst) Einhver nákominn þér er óvenjuerfiður í samskiptum í dag. Ekki samt skamma hann, það er ekki alltaf hægt að vera hress.  Meyja(23. ágúst - 22. september) Meira að segja dómgreind þín getur verið skeikul. Þú áttar þig kannski ekki á því strax í dag, en fljótlega.  Vog(23. september - 23. október) Ef þú færð óvænt tækifæri til þess að slaka á í dag ættirðu að grípa það. Svona tækifæri gefast ekki á hverjum degi.  Sporðdreki(24. október - 21. nóvember) Þú gætir freistast til þess að halda að allar þínar skoðanir séu vel ígrundaðar. En mundu að það eru tvær hliðar á öllum mál- um.  Bogmaður(22. nóvember - 21. desember) Þinn mikilsverði hæfileiki, að hrífast af hinu smáa, er gulls ígildi. Mundu bara að greina kjarnann frá hisminu.  Steingeit(22. desember - 19. janúar) Það eru til fleiri leiðir til þess að tjá sig en með orðum. Vertu á varðbergi gagnvart lík- amstjáningu annarra í dag.  Vatnsberi(20. janúar - 18. febrúar) Nú ertu búinn að fresta því sem þú kvíðir allt of lengi. Þér er ekki til setunnar boðið. Ljúktu þessu af helst strax í dag!  Fiskar(19. febrúar - 20. mars) Þú mátt sannarlega leyfa þér að auðga and- ann og létta lund í dag, enda búin(n) að vera mjög dugleg(ur) að undanförnu. HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Hópur náttúruverndarsinna er mættur til landsins til þess að bjarga Íslandi frá ágangi Íslendinga. Ekki eru allir á eitt sáttir við þetta hug- sjónafólk, allra síst Staksteinar Morgunblaðsins og álíka spámenn. Þeim finnst nefnilega baráttuaðferðir þessa fólks spilla fyrir málstaðnum, sem er verndun náttúrunnar. Það er naumast. Alveg er það merkilegt hvað margir eiga erfitt með að gera greinarmun á því að gera eitthvað sem er ekki málstaðnum til framdráttar annars vegar og að spilla fyrir málstaðnum hins vegar. Kannski vaknar fólk ekki til vitundar um mikilvægi verndunar náttúrunnar þegar mótmælendur hlekkja sig við vinnuvélar. En stuðla slíkar baráttuaðferðir að því að náttúruverndarsinnar breytast í náttúrusóða? Ætli það! Þeir sem halda slíku fram hafa sennilega aldrei verið miklir náttúruverndarsinnar sjálfir. Ef við hins vegar gefum okkur að umdeildar bar- áttuaðferðir spilli alltaf sjálf- krafa fyrir málstaðnum, þá má mikilli furðu sæta að enn séu fylgjendur skipulagðra trúar- bragða í heiminum. Að minnsta kosti skortir ekki öfgamenn sem fremja voðaverk í þeirra nafni. Hið sama gildir um ýmislegt annað. Hvernig stendur á því að fólk viðurkennir kinn- roðalaust að það sé hægri- eða vinstrisinnað? Ýmsir hafa jú gert sitt hvað verra en að hlekkja sig við vinnuvélar í nafni slíkrar pólitíkur. Svo er skemmst að minnast þess að Banda- ríkjaforseti segist berjast fyrir friði og lýðræði með því að ráðast inn í fjarlæg lönd. Kannski það spilli fyrir málstaðnum? Já, iss, friður og lýðræði eru greinilega bara fyrir ofbeldismenn. Hildur Edda Einarsdóttir Vill samt frið og lýðræði. FJÖLMIÐLAR hilduredda@24stundir.is Er friður fyrir ofbeldismenn? Hollywood-leikkonan Meryl Streep sem leikur aðal- hlutverkið í ABBA-söngleikjamyndinni Mamma mia! þurfti eitt sinn að sætta sig við að sofa á bekk í garði í London því hún hafði ekki efni á gistingu. Leikkonan fór til London vegna þess að hún átti í basli með að koma leikaraferlinum á flug. Um tíma sá hún fyrir sér með því að stunda götulist og fékk í staðinn skiptimynt frá vegfarendum. Hún viðurkennir að stundum hafi hún ekki náð að skrapa saman fyrir hótelgistingu og gisti í eitt skipti í Green Park í miðborg Lundúna. „Í minni allra fyrstu ferð til London þegar ég var tvítug vann ég mér inn pening fyrir mat og gistingu sem götu- listamaður. Eitt kvöld náði ég ekki að láta enda ná sam- an, þannig að ég svaf undir tré í almenningsgarðinum Green Park. Útsýnið sem ég hafði var af Ritz-hótelinu og á þeirri stundu sór ég við sjálfa mig að einn daginn myndi ég gista þar, og það hef ég gert,“ segir Meryl Streep þegar hún rifjar upp gamla tíma. Ekki er líklegt að þessi staða komi upp aftur hjá Streep eftir afar far- sælan feril í Hollywood sem hefur gefið vel í aðra hönd. haukurh@24stundir.is Meryl Streep vann fyrir sér sem götulistamaður Svaf undir tré í London Í þessum 19. þætti í sautjándu og nýj- ustu þáttaröðinni um Simpson- fjölskylduna fer allt í háaloft þegar Skinner skólastjóri sýnir nemanda sín- um kvenfyrirlitningu og er rekinn með skömm í kjölfarið. Grjótharður fem- ínisti er ráðinn í hans stað og kemur á kynjaskiptingu í skólanum. Stöð 2 klukkan 19.15 Langlíf fjölskylda Sjónvarpið klukkan 22.25 Konur í Zanskar (Becoming a Woman in Zanskar) er margverðlaunuð frönsk heimildarmynd. Í henni segir frá tveimur vinkonum í konungsríkinu Zanskar í Himalajafjöllunum. Vinkon- urnar Tenzin og Palkit standa á kross- götum og þeirra bíða ólík örlög í sam- félagi þar sem kvenfyrirlitning ríkir. Frönsk gæðamynd STJÖRNUFRÉTTIR 16.00 Út og suður Viðmæl- endur Gísla Einarssonar eru George Hollanders leikfangasmiður að Öldu í Eyjafjarðarsveit og Að- algeir Egilsson safnbóndi á Mánárbakka. (e) 16.35 Leiðarljós (Guiding Light) 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 Kappflugið í him- ingeimnum (Oban Star– Racers) (e) (24:26) 17.55 Alda og Bára (Ebb and Flo) (23:26) 18.00 Disneystundin 18.01 Alvöru dreki (Disn- ey’s American Dragon: Jake Long) (34:35) 18.23 Sígildar teiknimynd- ir (Classic Cartoons) (12:20) 18.30 Nýi skólinn keis- arans (Disney’s The Emperor’s New School) (38:42) 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 19.55 Baldni folinn (Rough Diamond) (4:6) 20.50 Úr vöndu að ráða (Miss Guided) (6:7) 21.10 Heimkoman (Octo- ber Road) (3:6) 22.00 Tíufréttir 22.25 Konur í Zanskar (Be- coming a Woman in Zanskar) Frönsk heim- ildamynd um tvær vinkon- ur í konungsríkinu Zansk- ar í norðanverðum Himalajafjöllum. Önnur er gefin manni sem hún hefur aldrei hitt en hin kýs að verða nunna til að forðast sömu örlög. 23.20 Kastljós (e) 23.40 Dagskrárlok 07.00 Ofurhundurinn Krypto 07.20 Scooby–Doo 07.45 Tommi og Jenni 08.10 Oprah 08.50 Í fínu formi 09.05 Glæstar vonir 09.25 Ljóta Lety (La Fea Más Bella) 10.10 Mannshvörf (Miss- ing) 11.15 Bandið hans Bubba 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Nágrannar 12.50 Systurnar (Sisters) 13.35 Derren Brown: Hug- arbrellur – (Trick Of Mind) 14.00 Læknalíf (Grey’s An- atomy) 14.45 Vinir (Friends) 15.55 Skrímslaspilið 16.18 Snældukastararnir 16.43 Tommi og Jenni 17.08 Ruff’s Patch 17.18 Tracey McBean 17.28 Glæstar vonir 17.53 Nágrannar 18.18 Markaðurinn/veður 18.30 Fréttir 19.10 Simpson 19.35 Vinir (Friends) 20.00 Flipping Out 20.45 Cashmere Mafia 21.25 Miðillinn (Medium) 22.10 Oprah 22.55 Læknalíf (Grey’s An- atomy) 23.40 Grannies, Guns and Love Mints (Women’s Murder Club) 00.25 Mánaskin (Moon- light) 01.10 Ég sef þegar ég dey (I’ll Sleep When I’m Dead) 02.50 Réttarlæknirinn (Crossing Jordan) (3:21) 03.35 Flipping Out 04.20 Cashmere Mafia 05.00 Miðillinn (Medium) 05.45 Fréttir 18.05 Landsbankamörkin Allir leikirnir, mörkin og tilþrifin í umferðinni skoð- uð. 19.05 Gillette World Sport 19.35 PGA Tour – Hápunkt- ar (U.S. Bank Champions- hip In Milwaukee) Farið er yfir það helsta á PGA mótaröðinni í golfi. 20.30 Science of Golf, The (Modern Teaching & Fit- ness) Hvernig eiga kylf- ingar að æfa til að halda sér í góðri þjálfun. 21.00 Umhverfis Ísland á 80 höggum höggum. 21.45 Landsbankadeildin Umferðir 1–11 gerðar upp 22.45 Meistaradeildin – Gullleikir (Bremen – And- erlecht 8. 12. 1993) 00.30 Main Event (World Series of Poker 2007) Heimsmót í póker. (11) 06.40 Pieces of April 08.00 Wallace & Gromit: Curse of the Were–Rabbit 10.00 Guess Who 12.00 American Dreamz 14.00 Pieces of April 16.00 Wallace & Gromit: Curse of the Were–Rabbit 18.00 Guess Who 20.00 American Dreamz 22.00 U.S. Seals: Frogmen 24.00 Treed Murray 02.00 Der Untergang (Downfall) 04.30 U.S. Seals: Frogmen 06.00 Kicking and Scream- ing 07.15 Rachael Ray (e) 08.00 Dr. Phil (e) 08.45 Dynasty (e) 09.30 Vörutorg 10.30 Tónlist 16.00 Vörutorg 17.00 Rachael Ray 17.45 Dr. Phil 18.30 Dynasty 19.20 Kid Nation 40 krakk- ar á aldrinum 8 til 15 ára flytja inn í yfirgefinn bæ og stofna nýtt samfélag án afskipta fullorðinna. Loka- þáttur. (e) 20.10 Top Chef Kokkarnir tólf sem hófu leikinn koma saman á ný og sýnd eru at- vik sem ekki hafa sést áð- ur auk þess sem tekin eru viðtöl við keppendur og dómara. (10:12) 21.00 Britain’s Next Top Model Bresk raunveru- leikaþáttur. (2:12) 21.50 Call Girls: The Truth Heimildamynd. 22.40 Jay Leno 23.30 Eureka (e) 00.20 Dynasty (e) 01.10 Vörutorg 02.10 Tónlist 16.00 Hollyoaks 17.00 Seinfeld 17.30 Special Unit 2 18.15 Skins 19.00 Hollyoaks 20.00 Seinfeld 20.30 Special Unit 2 21.15 Skins 22.00 Las Vegas 22.45 Traveler 23.30 Twenty Four 3 00.15 Tónlistarmyndbönd 08.00 Trúin og tilveran 08.30 David Cho 09.00 Fíladelfía 10.00 Global Answers 10.30 David Wilkerson 11.30 Við Krossinn 12.00 CBN fréttir og 700 klúbburinn 13.00 Ljós í myrkri 13.30 Maríusystur 14.00 Robert Shuller 15.00 Kall arnarins 15.30 T.D. Jakes 16.00 Morris Cerullo 17.00 Blandað ís. efni 18.00 Maríusystur 18.30 Tissa Weerasingha 19.00 David Wilkerson 20.00 Ísrael í dag 21.00 CBN fréttir 22.00 Michael Rood 22.30 Blandað ísl. efni 23.30 T.D. Jakes SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 SKJÁR EINN STÖÐ 2 SPORT STÖÐ 2 EXTRA STÖÐ 2 BÍÓ OMEGA N4 18.15 Fréttir og Að Norð- an. Endurtekið á klst. fresti til kl. 12.15 daginn eftir. STÖÐ 2 SPORT 2 18.05 Premier League World 2008/09 Hitað upp fyrir ensku úrvalsdeildina. 18.35 Football Icons 2 (Football Icon) Ungir knattspyrnumenn keppa um eitt sæti í Chelsea. 19.25 Newcastle United Ultimate Goals (Bestu bikarmörkin) 20.20 Ásgeir Sigurvinsson (10 Bestu) (8:10) 21.10 Newcastle – Leic- ester, 96/97 (PL Classic Matches) 21.40 Scottish Masters (Masters Football) Matt Le Tissier, Glen Hoddle, Ian Wright, Paul Gasco- igne, Lee Sharpe, Jan Mölby og Peter Beardsley leika listir sínar. FÓLK 24@24stundir.is dagskrá

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.