24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 17

24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 17
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 17 KYNNING Kjarnafæði var stofnað árið 1985 af bræðrunum Eiði og Hreini Gunnlaugssonum. Fyrstu árin var aðaláherslan lögð á að framleiða pitsur og hrásalat en í dag framleiðir Kjarnafæði flestar þær afurðir úr íslensku gæðakjöti sem í boði eru á íslenskum neyt- endamarkaði. Afurðir úr reyktu og söltuðu kjöti má telja sem sérgrein fyrirtækisins en auk þess fram- leiðir fyrirtækið fjölda kjötvara, bæði lítið unnar og meira unnar, s.s. pylsur, álegg t.d. hið fræga peppe- róní og búðinga af ýmsu tagi. Kjötiðnaðarmeistarar fyrirtækisins hafa hlotið fjölda verðlauna og við- urkenninga fyrir færni sína. Núverandi kjötiðn- aðarmeistari Íslands og kjötiðnaðarnemi ársins starfa hjá fyrirtækinu sem leggur mikla áherslu á vöruvöndun og gæði framleiðslunnar og að veita skjóta og góða þjónustu. Það hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki og góðum tækjakosti en nú starfa um 130 manns hjá Kjarnafæði og hafa margir þeirra starfað þar allt frá fyrstu árum fyrirtækisins. Aukið úrval af pylsum „Helsta nýjungin hjá okkur er léttreyktar BBQ- svínakótilettur í hunangslegi sem hafa slegið í gegn en almennt hefur verið mikil sala í grillkjöti í góða veðrinu í sumar. Þá hefur verið mikil söluaukning í pylsum en þar höfum við aukið við úrvalið með nýjum Mexíkógrillpylsum sem eru mátulega sterkar og góðar á grillið. Fyrir nokkrum árum hófum við einnig sölu á Bratwurst-pylsum og í fyrra á pólsk- um pylsum sem hafa orðið sívinsælli. Auk þess hef- ur mikil aukning orðið í sölu á hefðbundnum heimilispylsum. Sem áður er þó vinsælasta tegundin okkar villibráðarkryddaðar lambalærissneiðar og þá er merkilega mikil sala í hangikjöti á sumrin,“ segir Auðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Kjarnafæðis. maria@24stundir.is Mexíkópylsur góðar á grillið Breitt vöruúrval hjá Kjarnafæði Grillsumar Auðjón segir ýmiss konar pylsur hafa verið vinsælar á grillið í sumar og nýjungum í slíku vel tekið. KYNNING Indversk matargerð hefur verið vinsæl hér á landi svo árum skiptir enda með eindæmum hvernig mis- munandi krydd í indverskum mat bætir hvað annað upp svo úr verð- ur fullkomin veisla fyrir bragðlauk- ana. Alls kyns krydd er órjúf- anlegur þáttur indverskrar matargerðar en það er notað til að bæta við bragð réttar og skapa ein- staka blöndu bragðs og lyktar. Matur er mikilvægur hluti af ind- verskri menningu og gegnir ákveðnu hlutverki, hvort heldur sem er í daglegu lífi eða í veislu- höldum. Þó hefur indversk mat- argerð orðið fyrir áhrifum svæða eins og Vestur-Asíu, Mið-Asíu og Evrópu. Stór hluti indverskrar matargerðar er grænmeti en margir hefð- bundnir réttir innihalda þó líka kjúkling, lambakjöt, fisk og fleira. Indland er ekki síst þekkt fyrir Tan- doori-eldamennsku sína en það er ein elsta grillaðferð í heimi. Einfaldur indverskur matur Með indverskum mat er sér- staklega gott að grilla naan-brauð en það er bæði ljúffengt og einfalt. Naan-brauð passar einstaklega vel við allan indverskan mat og full- komnar máltíðina ásamt fersku salati. Eins hefur mango chutney verið mjög vinsælt undanfarið enda hentar það einkum vel bæði eitt og sér og sem hráefni í alls kyns sósur. Hins vegar getur stundum reynst erfitt að elda indverskan mat svo vel takist til en með Patak’s- kryddmaukinu verður verkið mun auðveldara. Patak’s-kryddmaukið er blanda af ferskum og möluðum kryddjurtum en ferskleika þeirra er haldið með því að varðveita þær í olíu. Kryddmaukið er tilvalið til að búa til einfaldar og gómsætar mar- ineringar sem og krydd fyrir grill- kjötið, kjúklinginn, sjávarfangið og grænmetið. Hér að neðan eru tvær einfaldar en ljúffengar indverskar uppskriftir sem ættu að vera á allra færi. Sem meðlæti er tilvalið að út- búa ferskt og gott salat og ekki má gleyma ljúffenga naan-brauðinu. Keralan-sjávarréttapinnar með kartöflusalati fyrir 4 8 trépinnar (látið liggja í vatni í 30 mín.) 16 stk. hörpuskel 16 risarækjur 300 g lúða (eða fiskur að eigin vali) 4 tsk. jógúrt 4 tsk. Patak’s Curry Paste 4 msk. kókosmjólk 2 hvítlauksgeirar 2 tsk. dill 50 g rauðlaukur, skorinn í stóra bita 16 sveskjur (steinlausar) Svartur pipar Aðferð: Setjið jógúrt, kókosmjólk ásamt hvítlauknum í skál og blandið saman við Patak’s Mild Curry Paste. Kryddið síðan með svörtum pipar og dilli. Fiskinum er síðan bætt við og látið marinerast í um það bil 30 mínútur inni í ísskáp. Þræðið síðan hráefnið á pinnann og grillið á meðalhita í um það bil 6 mínútur. Kartöflusalat á indverska vísu fyrir 4 250 g kartöflur 1½ tsk. Patak’s Madras Paste 2 msk. Patak’s Raita sósa 1 msk. ferskt mintulauf (nið- urskorið) sítrónusafi úr hálfri sítrónu salt og pipar Aðferð: Skerið kartöflurnar í tvennt og setjið í sjóðandi vatn ásamt 1 tsk. af Patak’s Madras Paste. Sjóðið í 10- 15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru soðnar í gegn. Setjið síðan 1 tsk. af Patak’s Madras Paste og 1 tsk. af vatni í skál og blandið sam- an. Bætið síðan Raita-sósunni við ásamt sítrónusafanum og mintu- laufinu. Kartöflunum er síðan blandað vel saman við salatið og borið fram. Tandoori-kjúklingur með fersku salati fyrir 4 4 kjúklingabringur 6 tsk. jógúrt 10 tsk. Patak’s Tandoori Paste salat 1 rauð paprika, niðurskorin 2 sellerístönglar, niðurskornir 8 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 1 tsk. minta 100-150 g salatblöð Aðferð: Blandið saman jógúrt og Patak’s Tandoori Paste og marinerið kjúk- linginn í blöndunni í eina klst. í ís- skáp. Setjið kjúklinginn á grillið og eldið þar til hann er steiktur í gegn. Berið síðan fram með salatinu og gott er að grilla naan-brauð til að hafa með. svanhvit@24stundir.is Ljúffengir en einfaldir indverskir réttir Fullkomin veisla fyrir bragðlaukana Tandoori-kjúklingur Góður indverskur réttur sem einfalt er að útbúa. Sjávarréttapinnar Það er auðvelt að tileinka sér indverska matargerð. S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Blandarinn sem allir eru að tala um! Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Hraðastillir Lífstíðareign! y g

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.