24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@24stundir.is Patraig Harrington á titil að verja, en eins og oft áður á stórmótum sem þessum eru margir nefndir til sögunnar sem líklegir sigurvegarar, sérstaklega þar sem Tiger Woods verður ekki með. Nægir að nefna Sergio Garcia, sem varð annar í mótinu í fyrra, Phil Mickelson, sem er númer tvö á heimslistanum og Justin Rose, sem er efstur á evr- ópska styrkleikalistanum. Því hefur verið haldið fram að mótið sé ekki eins áhugavert og undanfarin ár þar sem Tiger verður ekki með en þetta er fyrsta risamót- ið sem hann tekur ekki þátt í síðan hann gerðist atvinnukyflingur 1997. Vinur hans og fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, Mark O’Meara, sigraði í þessu móti þegar það var síðast haldið á Royal Birkdale árið 1998. Hann segir mótið alveg jafn áhugavert núna og undanfarin ár. „Enginn leikmaður, sama hvað hann heitir, er stærri en sjálfur leik- urinn. Ekki einu sinni Tiger. Hann er frábær kylfingur og ég er mikill aðdáandi hans, en ég held að hann sé sammála mér um þetta,“ sagði O’Meara um vin sinn og félaga, Ti- ger Woods. Það er til mikils að vinna á Opna breska, ekki einasta heiðurinn af því að sigra á einu af risamótunum fjórum, heldur fær sigurvegarinn sem nemur 115 milljónum króna. Lokaspretturinn í fyrra var æsi- spennandi. Harrington virtist vera að missa Garcia fram úr sér, en tókst að tryggja sér bráðabana þar sem hann hafði betur. „Ég hélt ég væri að tapa Opna breska og það var virkilega slæm tilfinning, mér fannst ég vera að sökkva niður í dýpstu holu í heimi,“ segir Harr- ington þegar hann rifjar þetta upp. Gleði hans var líka mikil þegar hann tryggði sér sigurinn. Á sama hátt er ekki annað hægt en vorkenna Garcia, sem hafði leik- ið mjög vel allt mótið. En síðasta púttið, sem virtist alltaf á leið í holu, fór ekki í og Harrington sigraði. „Mér fannst púttið fullkomið, og mér finnst það enn þann dag í dag. Þegar boltinn var hálfnaður að hol- unni var ég sannfærður um að hann væri í, en hann var það ekki. Hvers vegna gerist svona lagað? Svona er golfið, en þetta voru erfið augna- blik,“ segir Spánverjinn, sem er til alls líklegur í ár. Mickelson segist hlakka virkilega til að kljást við völlinn. „Þetta er einn af mínum uppáhaldsgolfvöll- um og hann er í ótrúlega góðu standi núna – hreint út sagt stór- kostlegur. Karginn er óvenjumikill og þéttur og það gerir okkur erf- iðara fyrir. En ef menn eru á dræ- vernum sínum og hitta brautirnar þá skiptir það ekki máli,“ sagði Mic- kelson. 137. Opna breska meistaramótið í golfi hefst á morgun í Englandi Royal Birkdale er í frábæru standi ALLT er nú tilbúið á Royal Birkdale-golfvellinum til að taka á móti 156 af bestu kylfingum heims á 137. Opna breska meist- aramótinu í golfi en það hefst á morgun. Völlurinn er í einstaklega góðu standi enda hefur verið vætusamt í Englandi í sumar og skartar stand- völlurinn því grænu og þéttu grasi, nokkuð sem er ekkert voðalega al- gengt á strandvöllum. Sigurvegarinn á Opna breska meistaramótinu í golfi fær ekki aðeins að hampa Claret Jug-verð- launagripnum eftirsótta. Sá sem sigrar fær að auki um 115 millj- ónir kr. í sinn hlut eða 750.000 sterlingspund. Upphæðin hefur hækkað töluvert frá því í fyrra ef miðað er við íslensku krónuna en heildarverðlaunafé mótsins er um 640 milljónir kr. Sá sem endar í öðru sæti á mótinu fær rúmlega 68 milljónir kr. og sá kylfingur sem endar í þriðja sæti fær rúm- lega 44 milljónir kr. Til samanburðar má nefna að Gary Player frá Suður-Afríku sigr- aði á Opna breska meistara- mótinu fyrir fjórum áratugum á Carnoustie og fékk hann 3.000 sterlingspund fyrir sigurinn eða um 450.000 kr. Mark O’Meara fékk um 45 milljónir kr. fyrir sig- urinn á Royal Birkdale fyrir ára- tug, Seve Ballesteros sigraði á Ro- yal Lytham & St Annes Golf árið 1988 og fékk hann 12,1 milljón kr. fyrir sigurinn. Opna breska hefur farið fram átta sinnum á þessum velli 1954, 1961, 1965, 1971, 1976, 1983, 1991 og 1998. Ástralinn Ian Ba- ker-Finch sigraði árið 1991 en bandarískir kylfingar hafa kunnað vel við sig á Royal Birkdale, Lee Trevino sigraði árið 1971, Johnny Miller árið 1976 þar sem að spænski nýliðinn Seve Ballesteros missti af sigrinum á lokahringn- um. Tom Watson sigraði árið 1983 og Mark O’Meara sigraði ár- ið 1998. Sigurvegarinn fær 115 milljónir kr. í sinn hlut Til mikils að vinna á Opna breska LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is golf Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Miðvikudagur 16. júlí 2008 Fangar á Litla-Hrauni rækta eigið grænmeti í sparnaðarskyni. » Meira í Morgunblaðinu Mannbætandi Hinn sextán ára Almar Daði Kristjánsson lærði esperanto af sjálfsdáðum. » Meira í Morgunblaðinu Dugnaður Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgar- svæðisins, segir rekstrar- vanda há lögreglunni. » Meira í Morgunblaðinu Óforsvaranlegt? Ísraelsher hótaði íslenskum hjúkrunar- fræðinema lífláti. » Meira í Morgunblaðinu Ógn í Nablus

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.