24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 20
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Fjórir ungir tónlistarnemar, þeir Helgi Rúnar Hreiðarsson, Hösk- uldur Eiríksson, Steinar Guð- jónsson og Leifur Gunnarsson, sem mynda djasskvartettinn Skver, ætla að spila á opnum tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur næstkomandi laugardag. Fjór- menningarnir eru einn af skap- andi sumarhópum Hins hússins, en leiðir þeirra lágu saman í Tón- listarskóla FÍH. Kvartettinn varð til fyrir nokkrum mánuðum síð- an en það var ekki fyrr en nú í sumar sem meðlimum gafst tími til þess að æfa og útsetja sínar eigin tónsmíðar. „Þegar við sótt- um um að gerast skapandi sum- arhópur vorum við allir með ein- hver lög sem við höfðum samið og hripað niður á blað og mark- miðið var að vinna úr þeim í sameiningu. Styrkurinn hefur reynst okkur afar vel og á laug- ardaginn verður eins konar uppskeruhátíð þar sem við flytj- um afrakstur sumarsins,“ segir Leifur, sem spilar á kontrabassa. Djass, popp, rokk Hljóðfæraskipan hljómsveitar- innar er dæmigerð fyrir djass- kvartett, en auk kontrabassa eru trommur, saxófónn og gítar. Tónlistin er í grunninn djasstón- list en að sögn Leifs hefur hún einnig tengingu við popp og rokk. „Hljómrænt séð er tónlist- in allavega ekki alveg dæmigerð djasstónlist,“ segir hann. Tónleikarnir í Ráðhúsinu á laugardaginn hefjast klukkan 14 og eru allir velkomnir. Skver kvartettinn Frá vinstri: Höskuldur Eiríksson, Helgi Rúnar Heiðarsson, Leifur Gunnarsson og Steinar Guðjónsson. Skver kvartettinn spilar á tónleikum á laugardaginn Popp- og rokk- skotinn djass Skver-kvartettinn sam- anstendur af fjórum ung- um tónlistarnemum og er einn af skapandi sum- arhópum Hins hússins í sumar. Þeir flytja afrakst- ur sumarvinnunnar í Ráð- húsi Reykjavíkur næst- komandi laugardag. ➤ Meðlimir eru á aldrinum 19 til22 ára og allir nemendur í Tónlistarskóla FÍH. ➤ Hefur spilað víða í borginni ágóðviðrisdögum í sumar, meðal annars á Austurvelli, Lækjartorgi og á útitaflinu. ➤ Nokkur lög þeirra hafa veriðhljóðrituð og hægt er að hlusta á þau á síðunni my- space.com/skver. SKVER KVARTETTINN 20 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 24stundir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og Monika Abendroth hörpuleik- ari halda tónleika í Þykkvabæ á morgun, fimmtudaginn 17. júlí. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt efni eftir Magnús Þór í bland við eldra efni eftir íslenska og er- lenda höfunda á borð við Heiðar Inga Þorsteinsson, Jónas og Jón Múla Árnasyni og Burt Bach- arach. Páll Óskar og Monika hófu samstarf sitt árið 2001. Þau hafa flutt tónlist við ýmis tækifæri hérlendis sem erlendis og hlotið lof fyrir glæsilegan og ljúfan flutning. Páll Óskar og Monika spila LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Hljómrænt séð er tónlistin allavega ekki alveg dæmi- gerð djasstónlist. menning Förum varlega í akstri um Ísland og höfum hugfast að ferðalagið er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Mörgum hættir við að bruna framhjá markverðum stöðum og aldrei að vita hverju þú missir af ef farið er um í óðagoti. Ferðumst um landið – en förum okkur hægt og komum heil heim. Ekki geysast í gegn! TB W A \R EY KJ A VÍ K\ SÍ A 90 80 33 9 40 60 80 100 120 Flateyri 30 LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646 Útsala Útsala 20 -70% afsláttur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.