24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 24stundir N1 VERSLUN BÍLDSHÖÐA 9 SÍMI 440 1220 Husaberg FE 450, FE 550 og FE 650 Verð frá 870.000 kr. 100% FJÁRM ÖGNU N ENDURO flugfelag.is Skráðu þig í netklúbbinn Fáðu bestu nettilboðin - ávallt ódýrast á netinu REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Það eru nýjar upplýsingar að það hafi verið samið um þetta sérstak- lega við stjórnarmyndun,“ segir Mörður Árnason formaður Græna netsins, umhverfishreyfingar Sam- fylkingarinnar og einn höfunda „Fagra Íslands“, umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, um ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar að gert hafi verið sú málamiðlun við stjórnarmyndun að boðað stór- iðjuhlé var skilið eftir við samn- ingaborðið. Fyrirheit um stóriðjuhlé Dofri Hermannsson einn höf- unda „Fagra Íslands“ telur að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar feli í sér fyrirheit um stóriðjuhlé. „Það var ekki samið um að það ættu allar stóriðjuframkvæmdir að halda áfram. Þvert á móti töldum við að ríkisstjórnin ætlaði að hafa einhverja stjórn á því hvenær stór- framkvæmdir yrði tímasettar eins og talað var um í stjórnarsáttmál- anum,“ segir hann. „Það sem vekur athygli er að Ingibjörg Sólrún sagði að staðan væri núna allt önnur í efnahagsmálum. En hún er bara ekkert önnur. Við erum ennþá að glíma við verðbólgu og það er enn ekki rétti tíminn til þess að fara í stóriðjuframkvæmdir,“ bætir Dofri við og vísar til nýlegrar skýrslu OECD þar sem sagt er að nú sé ekki rétti tíminn fyrir stóriðju. Samfyllkingin í klemmu Dofri bendir á að Ingibjörg Sól- rún hafi sagt að aðeins væri pláss fyrir eitt álver innan heimilda og að það væri álit Samfylkingarinnar að það álver ætti að koma á Húsavík. „Nú er álverið sem Samfylkingin vildi númer tvö. Þess vegna er Samfylkingin í mikilli klemmu því nú verð Yfirlýsingin kemur á óvart  Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar kemur Merði Árnasyni á óvart  Dofri Hermannsson segir Samfylkinguna í klemmu ➤ „Eitt brýnasta verkefni nýrrarríkisstjórnar er að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu í þágu heimila og atvinnulífs. Markmið hagstjórnarinnar er að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhaldandi trausta stöðu ríkissjóðs. Stórframkvæmdir, skattkerfisbreytingar og aðr- ar hagstjórnaraðgerðir verða tímasettar í ljósi þessara markmiða.“ ÚR STJÓRNARSÁTTMÁLA 24stundir/Sverrir Ríkisstjórnarsáttmáli Stóriðjuhlé Samfylkingar fór ekki þar inn. Bílastæði við Kerið í Grímsnesi var lokað ferðamönnum á rútum í fyrsta sinn í gær. Ferðaskrifstofur sem neituðu að greiða fyrir að- gang að Kerinu lúta banni Ker- félagsins við að leggja í stæðið og leyfa farþegum að skoða Kerið. Sumar þeirra hafa prentað nýja bæklinga, en vegna lítils fyrirvara þurfa margar að fara þá leið að útskýra fyrir farþegum hvers vegna þessi áfangastaður dettur út. „Eigendur Kersins, sem allir eru úr við- skiptalífinu, hljóta að sjá að skammur fyrirvari á þessari ákvörðun leiðir til þess að Ferðaskrifstofur þurfa að snuða viðskiptavini sína,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar. Málinu er ekki lokið, heldur eru stofnanir á vegum tveggja ráðuneyta að kanna lögfræðilega stöðu sína og í dag hittir Óskar Magnússon, talsmaður Kerfélagsins, Ólöfu Ýri Atladóttur ferða- málastjóra. Á meðan bíður ferðaþjónustan átekta. bee Ekkert Ker í þessari ferð Marktæk fylgni mældist milli þjónustustigs og íbúaþróunar sam- kvæmt athugun Háskóla Íslands á byggðaþróun sem unnin var í sam- ráði við Byggðastofnun, sveitarfélög og atvinnuþróunarfélög. Skoðuð voru 22 sveitarfélög þar sem fækkun íbúa var viðvarandi eða meira en 15% miðað við 10 ára tímabil. Flest þeirra voru á á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Í skýrslunni er að finna hugmyndir og tillögur um aðgerðir í byggða- málum. Mikil áhersla er lögð á ferðaþjónustu sem möguleika til sókn- ar á þessum svæðum, en forsendur eru samgöngubætur og bættar net- tengingar. Einnig vegur stóriðja þungt á sumum svæðunum sem mögulegt tækifæri til eflingar, t.d. á Norðurlandi eystra og sunn- anverðum Vestfjörðum. aak Stóriðja gegn fólksfækkun? Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Hér er kannað verð á lyfinu Íbúprófen frá Portfarma (30 stykki í pakka, 400 mg). Lyfið fannst einungis í fjórum apótekum en það er þó hugsanlega selt víðar. Ekki er mikill munur á hæsta eða lægsta verði eða 11%. Í gær könnuðu Neytendasamtökin verð á lyfinu íbúfen sem er sams konar lyf og ef þessar kannanir eru bornar saman kemur í ljós að íbúprófen er á aðeins hagstæðara verði. Könnunin er ekki tæmandi 11% munur á Íbúprófeni Brynhildur Pétursdóttir NEYTENDAVAKTIN Íbúprófen frá Portfarma – 400 mg – 30 stk. Apótek Verð Verðmunur Apótekið 499 Lyfja 525 5 % Apótekarinn 538 8 % Lyf og heilsa 556 11 % STUTT ● Vestfirðir Fyrsti rafmagnsbíll Vestfjarða var tekinn formlega í notkun í gær. Hann er af teg- undinni Reva og í eigu Orkubús Vestfjarða. ● Rangárþing ytra Samningur hefur verið undirritaður við Þjótanda ehf. vegna gatnagerð- ar og jarðvegsvinnu í nýju 53 íbúða hverfi á Hellu. Áætlað er að lóðaúthlutun þar hefjist með haustinu. ● Blönduós Ósverk átti lægsta tilboðið af þeim sex sem bárust í jarðvegsskipti vegna nýbygg- ingar sundlaugarinnar. Það nemur 63% af kostn.áætlun. ● Þingeyjarsveit Sameinað sveitarfélag Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar hefur fengið nafnið Þingeyjarsveit. þkþ „Í „Fagra Íslandi“ var talað um að gera stór- iðjuhlé og fyrir því voru tvær meg- inástæður. Önnur var sú að beðið yrði á meðan unn- ið yrði að gerð rammáætlunar um verndun og nýtingu nátt- úruauðlinda og það fór ekki inn í stjórnarsáttmála. Þess í stað var samið um aðra að- ferðarfræði sem er að ekki verði farið inn á óröskuð svæði á meðan og þannig töld- um við okkur ná fram sjón- armiðum náttúruverndar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir í 24 stundum í gær. Ingibjörg S. Gísladóttir Málamiðlun ur hún að leggja blessun sína á tvö álver þó að það stefni okkur upp úr loftslagsheimildunum og brjóti í bága við það sem Samfylk- ingin sagði fyrir kosningar.“

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.