24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Við upphaf fyrirlestrar um skuldabréfamarkað, sem Ingvar Heiðar Ragnarsson, hjá fjárstýringu Glitnis, hélt í Háskólanum í Reykjavík í vor, sagði hann fyrirlestrargestum að vera alveg rólegir ef þeir skildu ekki til fulls efnið sem var til umfjöllunar. Sagði hann líklega á milli 70 og 80 pró- sent starfsmanna í bönkum ekki gera það heldur. Það er því ekki að ástæðulausu sem stjórnmálamenn eiga í erfiðleikum með að átta sig á þeim djúpstæða lausafjárvanda sem nú herjar að hagkerfum heimsins, og koma fram með misvísandi lausnir á honum. Þessi vandi, sem að stórum hluta má rekja til glæfralegra húsnæðislána á bandarískum húsnæðislána- markaði, hefur orðið þess valdandi að stjórnmálamenn og forsvarsmenn í íslensku atvinnulífi hafa beitt Geir H. Haarde forsætisráðherra, og rík- isstjórn hans, miklum þrýstingi til þess að taka á vandanum. Frá upphafi stjórnarsamstarfs Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hefur svo þrýstingurinn um aðild að Evrópusambandinu aukist jafnt og þétt. Þar ræður mestu að helmingur ráðherranna í ríkisstjórn - það eru ráðherrar Samfylkingarinnar - eru af hugsjón til hlynntir aðild að Evrópusamband- inu. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur að undan- förnu sagt Seðlabanka Íslands verða að nýta heimild til hundruð milljarða króna láns sem allra fyrst, til að styðja við íslenskt efnahagslíf. Þingflokk- urinn allur styður þessa tillögu Guðna. Engar kvaðir eru um ytri aðstæður í málflutningi Guðna sem verður að teljast óábyrgt gagnvart kjósendum. Skuldatryggingarálag á íslenska ríkið, sem oft er mælikvarði á lánskjör, er nú rúmlega fjórtán sinnum meira (2,9 prósent), en það var á sama tíma í fyrra (0,20 prósent). Guðni, eins og aðrir sem kalla eftir tafarlausri lán- töku, verða að rökstyðja það hvers vegna það er skyn- samlegt að taka lán í flýti. Þau rök hafa ekki komið fram. Spurningin sem stjórnmálamenn verða að spyrja sig að er hvort lausnin á vandanum, sem á ræt- ur í röngum ákvörðunum forsvarsmanna bandarískra fjárfestingarbanka, er til eða ekki. Þessari spurningu hefur verið velt upp í skrifum fagtímarita um við- skipti undanfarna mánuði. Hvar er botninn og hvað er hægt að gera? Spurði pistlahöfundur Finacial Tim- es ekki alls fyrir löngu, og vitnaði til lausafjárvandans. Engar sértækar lausnir eru til, þó margir séu á því að inngrip ríkisstjórna geti mildað skammtímaáhrif vandans, eins og Jón Steinsson hagfræðingur benti á í 24 stundum. Fyrst og síðast virðist vandinn þurfa að vinda ofan af sér sjálfur. Er lausnin til? Algengt er um þessar mundir að heyra eftirfarandi staðhæfingar: Dagblöðin og tímaritin eru búin að vera. Það er netið eitt sem skiptir máli. Þar er umræðan. Þar eru fréttirnar. Þaðan koma straumarnir. Margir bloggarar taka undir þetta af hagsmuna- ástæðum. En þetta er tóm steypa. Dagblöð og tímarit munu áfram njóta vin- sælda og áhrifa þrátt fyrir sig- urgöngu netsins. Ótal dæmi frá síðustu misserum sýna að prentmiðlar hafa enn gíf- urleg áhrif á þjóðfélagsumræður og atburðarás þjóðfélagsmála. Guðmundur Magnússon gudmundurmagnusson.blog.is BLOGGARINN Blöðin lifa Pólitísk bónleið til 27 ESB-ríkja um að Ísland fái að taka upp evru á grundvelli heimasmíðaðra laga- raka um sér- meðferð virðist afar hæpinn leið- angur að leggja út í, af pólitískum en ekki síður efnahagslegum ástæðum eins og bent er á í Morg- unblaðsleiðara. Það yrði túlkað þannig að stjórn- völd hefðu misst trúna á gjald- miðlinum. Hvorki Geir né Ingi- björg Sólrún vilja fara í slíkan leiðangur. Það yrði hvort eð er ekki hlustað á þessa evruhug- mynd Íslendinga, nema sem neyðarráðstöfun ef Ísland væri á hausnum, sem það er ekki. Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur.eyjan.is Hæpin bón Iceland Express skilaði mér hing- að til London, rétt eftir að fundi þeim sem ég ætlaði á lauk og koll- egar mínir héldu heim á leið. Við tók ágætisrölt í borginni, fann til að mynda margar áhugaverðar bæk- ur sem ég þarf að drösla með mér það sem eftir er af ferðalaginu. Síðar í dag fer ég til Berlínar og svo áfram til Ljúblíana þar sem ég er með grein og erindi á ráðstefnu um rannsóknir í alþjóðafræðum. Þetta er raunar viðamesta fræði- ráðstefna heims á sínu sviði, þar að segja alþjóðafræðum og hnatt- væðingu. Ég á að fjalla um nor- ræna þjóðernishyggju. Eiríkur Bergmann Eiríksson eirikur.eyjan.is Missti af fundi Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is Allir sem um málefni launþega fjalla vita að réttlæti nær ekki langt þegar hinn al- menni launamaður á í hlut. Þá er ekki skoðuð mennt- un, sérhæfing, ábyrgð og umfang starfsins. Frá nýleg- um kjarasamningum hafa fulltrúar launamanna gengið daufir í dálkinn, enda um varnarsamninga að ræða með tilliti til efnahagsástandsins. Með þessu hafa launamenn sannað að þeir semja af ábyrgð, með af- komu þjóðinnar og einstaklinganna í huga. Þetta á ekki við um forsvarsmenn sveitarfélaga, þá eru kjörin ekki skorin við nögl. Þeim kemur ekki afkoma almennings og sveitar við. Ekki skiptir máli þó sveitarfélagið telji sig ekki geta rekið grunnskóla né hjúkrunarheimili, með fullri sæmd, vegna launa kennara, sjúkraliða og ann- arra starfsmanna. Sveitarfélögin vísa öllum kjarasamn- ingum til Launanefndar sveitarfélaga, með kröfum um að launum sé haldið niðri eins og hægt sé. Undantekn- ing frá þeirri meginreglu eru þó kjör bæjarstjóranna. Um kjör þeirra ríkir almennt leynd og eru ekki lögð fram til kynningar, hvað þá að um kjör þeirra sé samið hjá Launanefnd. Í undantekningartilvikum þegar vin- áttuböndin bresta og nýr meirihluti tekur við, koma raunkjör í ljós líkt og í Grindavík. Bæjastjórinn þar var með sexföld verkamannalaun. Auk þess var tryggt að húsnæði yrði keypt af honum á fullu verði við starfslok. Þær eru margar Sviðinsvíkurnar í málum líkum Grindavík. Sveitarfélögin þurfa á hæfum bæjarstjórum að halda og þurfa því að greiða mannsæmandi laun. En hvað með sjúkraliðana, kennarana og alla sem vinna sveitarfélaginu ótrúlegt gagn með sinni vinnu. Árið 1996 voru lög um biðlaunarétt opinberra starfsmenn afnumin. Það þótti ekki við hæfi að opinberir starfsmenn hefðu rétt á að hætta með sæmd, væri þeim sagt upp störfum. Þeir standa frammi fyrir því að sjá allt ævistarfið hrynja fái þeir ekki starf í héraði. Á sama tíma eru starfskjör bæjarstjóra með þeim hætti að hann geti hætt störf- um með allt sitt á þurru. Almenn- ingur borgar síðan brúsann í formi hækkaðra skattaálagna. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Hvar er réttlætið? ÁLIT Kristín Á. Guðmundsdóttir kristin@slfi.is Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina við Alicante á hreint ótrúlegum kjörum í júlí og ágúst. Úrval gistimöguleika í boði á Benidorm. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarauka á frábærum kjörum á einum vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Alicante *** Aðeins örfá sæti laus *** Verð kr. 19.990 Flugsæti aðra leið með sköttum (ALC - KEF) 24. júlí og (KEF - ALC), 23. júlí, 6. eða 13. ágúst. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. frá kr. 19.990 í júlí og ágúst Verð kr. 34.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, 23. júlí í 2 vikur. Netverð á mann.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.