24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 21
Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Víða erlendis njóta sveita- og bændamarkaðir mikilla vinsælda jafnt meðal ferðamanna sem heimamanna. Þar gefst fólki tæki- færi til að kaupa ferskar og heima- gerðar matvörur beint frá bónda. Slíkir markaðir hafa einnig fest sig í sessi hér á landi á undanförnum árum. Einn sá þekktasti er sveitamark- aðurinn í Mosskógum í Mosfells- dal sem er vel sóttur jafnt af nær- sveitarmönnum sem öðrum höfuðborgarbúum. Þar er aðallega í boði nýtt grænmeti sem ræktað er á staðnum. Allt úr nágrenninu „Við erum líka með heimaunnar vörur, sultur og pestósósur og sil- ung úr Þingvallavatni. Þetta er mestmegnis úr nágrenninu eða Þingvallasveitinni,“ segir Jón Jó- hannsson, framkvæmdastjóri markaðarins. Öðru hverju eru tónleikar eða aðrar uppákomur á markaðinum en hápunktur sumarsins er þó um miðjan ágúst. „Þá erum við alltaf með sultukeppni hérna sem er mjög skemmtileg,“ segir Jón. Þjappar fólki saman Fleiri sveitamarkaðir hafa verið haldnir í nágrenni höfuðborgar- svæðisins. Næsta laugardag verður slegið upp sveitamarkaði í Fé- lagsgarði í Kjós þar sem vörur úr sveitinni verða á boðstólum. Stein- unn Hilmarsdóttir sem heldur ut- an um markaðinn segir að þar verði meðal annars á boðstólum nautgripakjöt beint frá bónda, sil- ungur og fleira fiskmeti, broddur, mjólkurvörur og hugsanlega eitt- hvað fleira matarkyns. „Svo er fólk að föndra ýmislegt fleira, til dæmis vörur úr roði, ull og silki. Þetta eru prjónavörur, útsaumaðar vörur svo sem handklæði, fatnaður og fleira,“ segir hún. Steinunn segir að markaðurinn hafi margþætt gildi fyrir samfélagið í sveitinni. „Það var mjög mikil ánægja meðal markaðsmanna í fyrra með að taka á móti glöðum gestum sem höfðu mikinn áhuga á því sem var að gerast hér í sveit- inni. Þá þjappar svona markaðs- dagur fólki ótrúlega saman því að um sameiginlegt átak er að ræða sem byggist á samvinnu íbúa.“ Markaðsstemning Sveitamark- aðir hafa notið vinsælda hér á landi á undanförnum árum. Sveitamarkaðir eru vinsælir síðsumars Heimaunnar vörur beint frá bónda Sveitamarkaðir hafa fest sig í sessi hér á landi á undanförnum árum. Þar gefst neytendum tæki- færi til að kaupa ferskt grænmeti og heimaunnar matvörur beint af bónda. 24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 21 LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is neytendur Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Stökktu til Fuerteventura 22. - 29. júlí frá kr. 39.990 Heimsferðir bjóða ótrúlegt sértilboð á síðustu sætunum til Fuerteventura 22. júlí í viku. Þessi skemmtilega eyja í Kanaríeyjaklasanum hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Njóttu lífsins á þessum vin- sæla sumarleyfisstað í fríinu. Þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brott- för færðu að vita hvar þú gistir. Bjóðum einnig frábær sértilboð á vin- sælum íbúðahótelum í Corralejo; Maxorata Beach, Oasis Dunas og Oasis Papagayo. Örfá sæti laus Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 saman í herbergi / stúdíó / íbúð. Stökktu tilboð, 22. júlí í viku. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 -11 ára saman í herbergi / stúdíó / íbúð. Stökktu tilboð, 22. júlí í viku. STÓRÚTSALA Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. Útsala enn í fullum gangi! 50 – 70% afsláttur www.ferdalag.is 40 60 80 100 120 Á leið milli Þingeyrar við Dýrafjörð og Bolungarvíkur við Ísafjarðardjúp eru tvö kauptún sem vert er að skoða, Flateyri við Önundarfjörð og Suðureyri við Súgandafjörð.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.