Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 52
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 51 FÓLK  SIGMUNDUR Kristjánsson, leik- maður 21 árs landsliðsins í knatt- spyrnu, lagði upp annað marka hol- lenska úrvalsdeildarliðsins Utrecht þegar það sigraði Djurgården frá Svíþjóð, 2:1, í æfingaleik í gær. Sig- mundur leikur með 21 árs liði Utrecht og hefur ekki fengið tæki- færi með aðalliðinu í úrvalsdeildinni til þessa.  ÍSLENSKA landsliðið í badminton tapaði fyrir Ástralíu, 3:2, á heims- meistaramóti landsliða í Eindhoven í Hollandi í gær. Tómas Viborg sigr- aði í einliðaleik og Helgi Jóhannes- son og Drífa Harðardóttir í tvennd- arleik. Í fyrrdag tapaði Ísland fyrir Frakklandi í fyrstu umferð mótsins, einnig 3:2. Þá vann Tómas í einliða- leik og Ragna Ingólfsdóttir og Katr- ín Atladóttir í tvíliðaleik kvenna. Aðrar viðureignir töpuðust.  ALÞJÓÐA handknattleikssam- bandið, IHF, hefur tilkynnt að ung- verski landsliðsmaðurinn David Katzirz hafi fallið á lyfjaprófi sem tekið var af honum á heimsmeistara- mótinu í handknattleik sem fram fór í Portúgal fyrir sex vikum. Þar með féllu tveir leikmenn á lyfjaprófi á HM en sýni sem tekið var af Egypt- anum Nabil Gohar reyndist jákvætt. Báðir leikmennirnir hafa verið úr- skurðaðir í tveggja ára keppnisbann.  SUPER Cup, þar sem nokkur af bestu landsliðum heims í handknatt- leik leiða saman hesta sína, fer fram í Leipzig í Þýskalandi dagana 29. október til 2. nóvember. Fimm efstu þjóðirnar frá því á HM í Portúgal í vetur keppa á mótinu, Króatar, Þjóðverjar, Frakkar, Spánverjar og Rússar og sjötta þjóðin eru Svíar. Þýskaland, Rússland og Svíþjóð leika saman í riðli og annars vegar Króatía, Frakkland og Spánn.  HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði 7 mörk fyrir Tvis Holstebro sem tapaði fyrir Ikast/Bording í dönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Hrafnhildur og stöllur hennar eru í næst neðsta sæti með aðeins 5 stig í 21 leik en Odense er neðst með 3 stig. Ikast/Bording er í efsta sæti ásamt Slagelse með 34 stig.  GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði 4 mörk fyrir Wasaiterna sem sigraði Irsta, 34:28, í sænsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Was- aiterna er í 7. sæti af 12 liðum.  PATRICK Vieira, fyrirliði Arsen- al, og Sol Campbell urðu báðir fyrir meiðslum í leiknum við Valencia og er óvíst hvort þeir geta verið með í leiknum við Everton á sunnudaginn.  RANGERS náði í gærkvöld sex stiga forskoti á toppi skosku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu. Rangers sigraði Motherwell, 2:0, með mörk- um frá Peter Lövenkrands og skoska landsliðsmanninum Barry Ferguson. SPÁNVERJAR og Ítalir eiga þrjú lið hvor þjóð í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu, Englendingar eitt og Hol- lendingar eitt, en dregið verður til 8 liða úrslitanna á morgun. Liðin átta sem verða í hattinum eru: Real Madrid, Barcelona og Valencia, öll frá Spáni. AC Milan, Inter og Juventus frá Ítalíu, Man- chester United frá Englandi og Ajax frá Hollandi. Sjö af liðunum átta hafa unnið samtals 25 Evrópumeistaratitla, Real Madrid flesta eða níu talsins og þar á eftir AC Milan 5. Valencia er eina liðið í 8 liða úr- slitunum sem ekki hefur hampað Evrópumeistaratitlinum, en á þremur undanförnum árum hefur Valencia tvívegis komist í úrslita- leikinn en tapað í bæði skiptin. Drátturinn fer þannig fram að liðin sem urðu í efstu sætunum í riðlinum, Barcelona, Valencia, AC Milan og Manchester United, drag- ast á móti liðunum sem urðu í öðru sætinu, Inter, Ajax, Real Madrid og Juventus. Þó geta lið sem voru saman í riðlakeppninni ekki mæst. Ljóst er að AC Milan og Real Madrid geta ekki dregist saman, sömuleiðis Manchester United og Juventus og Valencia og Ajax.  Fyrri leikirnir í 8 liða úrslit- unum fara fram 8. og 9. apríl KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur sektað skoska félagið Celtic um 5.000 evrur, 420 þúsund krónur, vegna atviksins þegar El- Hadji Diouf, leikmaður Liver- pool, hrækti að áhorfanda á leik liðanna í UEFA-bikarnum í Glasgow í síðustu viku. Nið- urstaða UEFA var að áhorf- endur hefðu æst leikmanninn upp með þessum afleiðingum. Forráðamenn Celtic eru af- ar óánægðir með þessa nið- urstöðu því þeir telja sína áhorfendur ekki seka um neitt misjafnt. „Þeir voru bara á léttum nótum þegar Diouf lenti inni í hóp þeirra, en þeg- ar hann hrækti að þeim, brug- uðust einhverjir reiðir við. Það var hinsvegar strax kæft í fæðingu af öryggisvörðum. Við erum steinhissa á þessari ákvörðun UEFA, en við verð- um að sætta okkur við hana og ætlum að gera það,“ sagði Ian McLeod, framkvæmdastjóri Celtic. Spennan í B-riðlinum fyrir leikinaí gær var gríðarleg enda áttu öll liðin möguleika á að komast áfram. Arsenal nægði jafntefli til að komast í 8 liða úrslitin en gat einnig farið áfram með tapi ef Roma hefði náð að leggja Ajax að velli. Í A-riðlinum unnust báðir leikirn- ir á útivelli. Inter gulltryggði sæti sitt í 8 liða úrslitin með 2:0 sigri á Leverkusen í Þýskalandi og Evr- ópuævintýri Newcastle lauk á heimavelli þar sem liðið lá fyrir Börsungum, 2:0. Norski landsliðsmaðurinn John Carew reyndist banabiti Englands- meistaranna á Mestella leikvangin- um í Valencia en þessi hávaxni fram- herji skoraði bæði mörk Valencia. Það fyrra á 34. mínútu og sigur- markið á 57. mínútu en í millitíðinni hafði Frakkinn Thierry Henry jafn- að metin fyrir Arsenal. Carew er ef- laust ekki vinsælasti maðurinn í aug- um leikmanna og stuðningsmanna Arsenal því hann skoraði einnig sig- urmark Valencia þegar liðið sló Ars- enal út í 8 liða úrslitum keppninnar fyrir tveimur árum. Carew skoraði þá sigurmarkið í 1:0 sigri í síðari leik liðanna eftir að Arsenal hafði unnið fyrri leikinn á Highbury, 1:0. Arsenal byrjaði betur og áður en Carew kom heimaliðinu yfir hefðu ensku meistararnir hæglega getað verið komnir í 2:0. Smátt og smátt náðu liðsmenn Valencia tökum á leiknum og mark Carews hleypti enn meira lífi í leik þeirra. Arsenal byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og eftir fjögurra mínútna leik skoraði Henry snoturt mark. Við markið efldust Spánverjarnir og Carew var aftur á ferðinni 13 mínútum eftir jöfnunarmark Arsenal. Eftir markið drógu leikmenn Valencia sig aftar á völlinn og náðu að halda fengnum hlut. „Mér fannst Valencia hreinlega spilla leiknum þegar það komst í 2:1. Því eftir markið drápu þeir leikinn niður og það var erfitt fyrir okkur að spila knattspyrnu. Mér fannst við ekki verðskulda að tapa og frá mín- um bæjardyrum séð þurfum við ekk- ert að skammast okkar þó svona hafi farið,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal eftir leikinn. Wenger bætti við: „Auðvitað eru vonbrigðin mikil að vera úr leik og allir berum við ábyrgð á því, leikmenn sem og þjálf- arar. En við höfum að ýmsu meira að keppa þó svona hafi farið. Við erum í baráttu á tvennum vígstöðvum og ætlum okkur að verja þá titla.“ Óskabyrjun Ajax Ajax fékk óskabyrjun á móti Rómverjum því eftir 34 sekúndna leik kom Andy van der Mayden Hol- lendingunum yfir. Antonio Cassano jafnaði metin fyrir Roma á 24. mín- útu og þar við sat. Newcastle átti veika von um að komast áfram en til þess þurfti liðið að sigra Barcelona á heimavelli og stóla á að Inter næði ekki að vinna Leverkusen í Þýskalandi. Þetta gekk ekki eftir hjá lærisveinum Bobby Robsons. Börsungar höfðu betur, 2:0, með mörkum Thiago Motta og Patrick Kluivert á sama tíma vann Inter öruggan sigur á Leverkusen, 2:0. Börsungar hafa nú unnið 14 leiki í röð í Meistaradeild- inni og eru greinilega til alls líklegir. Sáttur við árangurinn „Við áttum alls ekki að tapa leikn- um en óheppnin elti okkur. Við sköp- uðum okkur mörg góð færi en mörk- in sem við fengum á okkur voru af ódýrari gerðinni. Nú er þessu æv- intýri lokið og ég held að þegar öllu er á botninn hvolft getum við verið sáttir við árangurinn. Við unnum mörg góð lið og mætum reynslunni ríkari til leiks á næstu leiktíð,“ sagði Sir Bobby Robson, stjóri Newcastle. 18 ára nígerískur framherji í liði Inter stal senunni í 2:0 sigri liðsins á Leverkusen. Hann skoraði fyrra mark sinna manna, lagði upp það síðara fyrir Emre Belozoglu, og fisk- aði vítaspyrnu sem Domenico Morfoeo misnotaði. Reuters Norski landsliðsmaðurinn John Carew, hetja Valencia, fagnar síðara marki sínu á móti Arsenal í gær. Aftur var Carew ör- lagavaldur Arsenal DRAUMUR Englands- og bikarmeistara Arsenal um að hampa Evrópumeistaratitlinum á Old Trafford í vor varð að engu í gær- kvöldi þegar liðið féll úr leik í keppninni eftir 2:1-ósigur gegn Valencia á Spáni. Sigurinn færði hins vegar Valencia farseðilinn í 8 liða úrslitin og þar sem Ajax náði jöfnu gegn Roma á Ítalíu fylgir Ajax Spánverjunum áfram. Sigursæl lið í 8 liða úrslitunum Celtic sekt- að vegna Dioufs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.