Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 2
STOFNAÐ 1913 77. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Látlaus Óskar Stjörnurnar taka tillit til ástandsins í Írak Fólk 52 Breyskur húsbóndi og snjall vinnumaður Listir 27 Fjölbreyttur fróðleikur Á nýjum vef er að finna fræðsluefni um fjöruna og hafið Menntun 29 Púntila og Matti FRAKKAR fóru í gær hörðum orðum um ráða- menn í Bretlandi, sem undanfarna daga hafa gagnrýnt afstöðu franskra stjórnvalda í Íraksmálinu harkalega. Sögðust ráðamenn í Par- ís vera „leiðir og í miklu uppnámi“ vegna ummæla sem ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hefðu látið falla, en Bretar kenna Frökkum um að ekki tókst að ná samstöðu í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna um nýja ályktun í málinu. Dominique de Villepin, utanríkisráðherra Frakklands, hringdi í starfsbróður sinn, Jack Straw, í gær til að lýsa óánægju með ummæli sem féllu í umræðum í breska þinginu í fyrradag. Sagði Tony Blair forsætisráðherra sjálfur við það tækifæri að honum hefði þótt „sorglegt“ að fylgjast með Jacques Chirac Frakklandsforseta hóta að beita neitunar- valdi í öryggisráðinu hvað sem tautaði og raulaði. Sagði Blair að hörð afstaða Frakka hefði lamað SÞ og gert það að verkum að diplómatískar lausnir á málinu reyndust ekki mögulegar. Virtist Blair gefa í skyn að ef Frakkar hefðu ekki hagað sér með þessum hætti hefði mátt komast hjá stríði. Chirac og Blair hittast í dag Franskir embættismenn sögðu ummæli Blairs og annarra ráðherra, sem tóku til máls í breska þinginu, ekki ýkja vinsamleg um vinaþjóð og samstarfsríki á vettvangi Evr- ópumála. Er líklegt að þessi deila Frakka og Breta muni setja svip sinn á fund Chiracs og Blairs í dag, en þeir hittast þá á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel. Frakkar æfir út í Breta París. AFP. Ósáttir við ummæli sem féllu í umræðum á breska þinginu Dominique de Villepin Margir Írakar flúðu Bagdad í gær, af ótta við yfirvofandi sprengjuárásir á borgina. Aðrir voru í óða önn að birgja sig upp af nauðsynjavörum og hugðust koma sér fyrir á öruggum stað áður en hernaðaraðgerðir bandamanna hæfust. Þegar skyggja tók minnti Bagdad helst á draugaborg, að sögn fréttamanna Associated Press, því hvarvetna höfðu menn lokað öllum gluggahlerum, viðbún- ir hinu versta. Víða gat að líta vopnaða liðsmenn öryggissveita stjórnvalda og báru sumir Kal- ashnikov-riffla en aðrir báru sprengjuvörpur og enn aðrir hríð- skotabyssur. Jafnvel umferðarlög- reglan bar hjálma og skotvopn í gær, að sögn AP. Fresturinn rann út í nótt Bush fundaði með helstu ráð- gjöfum sínum í gærdag, m.a. Dick Cheney varaforseta, Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, Colin Powell utanríkisráðherra og Condoleezzu Rice þjóðaröryggis- ráðgjafa. Þá ræddi hann lengi við Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, í síma. Talið var fullvíst að Bush myndi ávarpa þjóð sína um leið og aðgerðirnar væru hafnar en ekki var öruggt að Bandaríkja- menn létu til skarar skríða í gær. Saddam boðið hæli í Bahrein Einungis nokkrum klukku- stundum áður en fresturinn, sem Bush Bandaríkjaforseti gaf Sadd- am og sonum hans til að yfirgefa Írak, rann út bauðst Hamad, kon- ungur Bahrein, til að veita Saddam öruggt skjól svo koma mætti í veg fyrir hernaðarátök. Saddam hefur hins vegar heitið því að hann muni ekki yfirgefa land sitt og Tariq Aziz, aðstoðarforsæt- isráðherra Íraks, sagði á frétta- mannafundi að ekki kæmi til greina að verða við kröfum Bush. „Við erum reiðubúin til að berjast, tilbúin til að takast á við árásarað- ilann og erum fullviss um sigur,“ sagði hann. Aziz hafði boðað blaða- mannafundinn til að bera til baka orðróm, sem fór á sveim í gær, um að hann hefði flúið land. Sprengjum varpað á skotmörk í Írak Um þrjú hundruð þúsund bandarískir og breskir her- menn biðu þess í nótt að fá skipun um að ráðast á Írak Bagdad, Kúveit-borg, Washington, Manama. AFP, AP. BRESKAR og bandarískar herþotur vörp- uðu sprengjum á skotmörk í suður- og vesturhluta Íraks í gær en þessar aðgerðir þóttu þó ekki nauðsynlega til marks um að stríð við Írak væri formlega hafið. Um þrjú hundruð þúsund bandarískir og breskir hermenn biðu hins vegar gráir fyrir járnum við landamæri Íraks, reiðu- búnir að láta til skarar skríða þegar George W. Bush Bandaríkjaforseti gæfi fyrirskipun um árás. Fresturinn sem Bandaríkjaforseti hafði gefið Saddam Hussein Íraksforseta og sonum hans til að hverfa í útlegð rann út klukkan eitt að ís- lenskum tíma í nótt. Engin merki voru þá um að forseti Íraks hefði farið að kröfu Bush. Allsherjarárás var því talin geta haf- ist á hverri stundu. „Ég tel að andstæð-  Íraksdeilan/16–21 ingur okkar hafi enga hugmynd um hvað bíður hans,“ sagði Gary Crowder, yfirher- fræðingur bandaríska flughersins, seint í gær. Að sögn bandarískra embættismanna voru loftárásirnar gerðar á stórskotalið og eldflaugakerfi Íraka í suður- og vestur- hluta landsins. Voru vopnakerfi þessi sögð ógnun við liðsafla bandamanna sem í nótt bjóst til innrásar í landið. svo virðist sem býsna fagmann- lega hafi verið að verki staðið,“ sagði hann. Talsmaður brezku sendinefnd- arinnar hjá ráðherraráðinu greindi frá því að hlerunarbún- aðurinn hefði einnig beinzt að símum hennar. Staðfesti hann að búnaðurinn sem fannst hefði beinzt að símum alls um „hálfrar tylftar“ sendinefnda. Áður höfðu embættismenn staðfest að símar frönsku og þýzku sendinefndanna hefðu verið hleraðir. að baki þessum hlerunartilraun- um, en háttsettir embættismenn í Brussel sögðu ekkert hafa komið fram sem gæfi ástæðu til að full- yrða neitt um það. „Ég neita því að við höfum fundið út úr því hver sé ábyrgur fyrir þessu, hvort það voru Bandaríkjamenn, Rússar, Kín- verjar, eða einhverjir aðrir. Við höfum sett rannsókn í gang,“ hafði AFP eftir ónafngreindum embættismanni ráðherraráðsins. „Rannsóknin stendur enn yfir en ÖRYGGISÞJÓNUSTUMENN í höfuðstöðvum Evrópusambands- ins greindu frá því í gær, að ólög- legur símahlerunarbúnaður hefði fundizt í herbergjum nokkurra sendinefnda í aðalbyggingu ráð- herraráðs sambandsins í Brussel, þ.á m. Frakklands og Þýzkalands. Sérboðaður leiðtogafundur ESB fer fram í byggingunni í dag og á morgun, þar sem Íraksmálið verð- ur efst á baugi. Í franska blaðinu Le Figaro var fullyrt að Bandaríkjamenn stæðu Hlerað í höfuðstöðvum ESB Brussel. AFP. „Í FYRRADAG tókst á milli 50 og 100 almennum stjórnarhermönnum úr íraska hernum að komast yfir til okk- ar. Þeir voru heppnir því stuttu áður höfðu nokkrir íraskir hermenn reynt að flýja yfir en íraski herinn skaut á þá á flóttanum og sendi síðan þyrlur á eft- ir þeim til þess að skjóta þá niður. Þeir voru allir drepnir. Þeir skjóta umsvifa- laust á þá sem hlaupast undan merkj- um,“ sagði bróðir Tishk T. Karim Mahmood í samtali við Morgunblaðið en Tishk er frá Kúrdistan í Norður- Írak og hefur lengi búið hér á Íslandi. Þeir bræður segja almenna íraska hermenn engan áhuga hafa á að berj- ast fyrir Saddam Hussein, þeir muni gefast upp við fyrsta tækifæri. Skjóta um- svifalaust á liðhlaupa  Elta uppi og skjóta/4 SKRIÐDREKAR Bandaríkjahers stefndu í gær að landamærum Íraks en meginþorri herliðs Bandaríkjanna og Bretlands er í Kúveit, við því búinn að ráðast á Írak. Miklir liðsflutningar stóðu yfir í allan gærdag, þrátt fyrir sandstorm í eyðimörkinni á landamærum Íraks og Kúveits. Sögðu talsmenn Bandaríkjahers að átján íraskir hermenn hefðu þegar gefist upp við landamæri Íraks og Kúveits. Líklegt þykir að á fyrstu tveim- ur sólarhringunum muni sprengj- um verða látið rigna á skotmörk í Írak, einkum höfuðstöðvar Lýð- veldisvarðarins, sérsveita Sadd- ams Husseins Íraksforseta, loft- varnir Íraka og helstu samskipta- stöðvar. AP Miklir liðsflutningar við landamærin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.