Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 22
ÍRAKSDEILAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 21 RÍKISSTJÓRN Spánar ætlar ekki að senda hermenn til liðs við Breta og Bandaríkjamenn í Íraksstríði þrátt fyrir stuðning sinn við innrásina. Lýsti Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, því yfir í fyrrakvöld á mjög hávaðasömum þingfundi. Aznar sagði, að Spánn myndi ekki taka neinn þátt í árásaraðgerðum, en þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu mjög harða hríð að honum og kröfðust kommúnistar þess, að hann segði af sér. Sagði Aznar, að Spánn myndi á hinn bóginn senda sjúkra- skip á vettvang og sérþjálfað lið til að fjarlægja jarðsprengjur og hreinsa geislamenguð svæði. Verður alls um að ræða 900 manns. Í þingumræðunni gagnrýndi Azn- ar Frakka óbeint fyrir hafa hótað að beita neitunarvaldi í öryggisráðinu en ryðja varð áhorfendapallana þeg- ar hópur fólks tók til við að kyrja franska þjóðsönginn. Leiðtogi sósíal- ista, Jose Luis Rodriguez Zapatero, sagði um framlag Spánar til stríðsins, að hefðu stjórnvöld beitt sér gegn stríðinu, væri ekki víst, að nauðsyn- legt hefði verið að senda skipið. Þá sagði hann, að stjórnin skeytti engu um þótt mikill meirihluti Spánverja væri andvígur stríðinu. „Þetta stríð mun ekki hjálpa í baráttunni gegn hryðjuverkum, heldur kynda undir þeim,“ sagði Zapatero og benti á, að enginn Íraki hefði verið meðal þeirra, sem gerðu hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin. „Þeir voru raunar flestir frá Sádi-Arabíu, vinaríki Bandaríkj- anna.“ Spánskur her verður ekki sendur til Íraks Madrid. AP, AFP. HIN áhrifamikla utanríkismála- nefnd danska þingsins hefur sam- þykkt að kafbátur og herskip úr danska flotanum, auk hjúkrunar- sveitar og fleira liðs, verði send til að taka þátt í hernaðararaðgerðum gegn Írak. Er þess vænzt að þjóð- þingið sjálft staðfesti ákvörðunina síðar í vikunni. Ljóst þykir þó að án atkvæða Danska þjóðarflokksins fengi tillaga ríkisstjórnar Anders Fogh Rasmussens ekki tilskilinn meirihluta. Stjórnarandstaða vinstrimanna gagnrýndi stjórnina harkalega fyrir fylgispekt við herskáa stefnu Banda- ríkjastjórnar í Íraksmálinu. Mogens Lykketoft, leiðtogi jafnaðarmanna, sagði ákvörðun utanríkismálanefnd- arinnar vera „hættulega, ólögmæta, samþykkta með naumum meirihluta og í ósamræmi við afstöðu norrænu grannríkjanna, flestra landa í heim- inum og við afstöðu meirihlutans í öryggisráði SÞ“. Meirihluti Dana á móti hernaði Í skoðanakönnun, sem niðurstöð- ur voru birtar úr í Politiken í gær, kemur fram að meirihluti Dana er á móti þátttöku landsins í hernaðar- íhlutun í Írak. 56 af hundraði að- spurðra sögðust andsnúin því, 36% studdu stefnu stjórnarinnar í Kaup- mannahöfn og 9% sögðust óákveðin. Talsmenn dönsku hirðarinnar til- kynntu annars í gær, að vegna hins yfirvofandi stríðsástands í Írak og óvenjulegs lungnabólgufaraldurs í Asíu hefði áformaðri Kínaheimsókn Jóakims prins, yngri sonar Mar- grétar Þórhildar Danadrottningar, verið aflýst. Danir senda herskip Kaupmannahöfn. AFP. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 innlit • borðstofur • matarstell • góðgæti úr súkkulaði • dúkar og sérvettur • páskalambið • brauð • hönnunlif u n Auglýsendur! Meðal efnis í næsta tölublaði Lifunar sem fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. apríl: Pöntunarfrestur er til miðvikudagsins 26. mars. Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða lifunaugl@mbl.is Bls. 1 Hjá hjónum og sambúðarfólki er nóg að annað fylli út liði 1.1 og 1.2 Börn fædd 1987 og síðar Nafn - póstfang Framteljandi þarf að yfirfara og leiðrétta upplýsingar um börn á framfæri hans. Heimilt er að veita lækkun á tekjuskattsstofni ef framteljandi hefur á framfæri sínu ungmenni, sem hefur ekki nægar tekjur til eigin framfærslu, t.d. vegna náms. Tilgreina skal nafn skóla eða ástæðu umsóknar. Hér er einkum átt við aldurinn 16-21 árs. Sjá nánar í leiðbeiningum. Fyllist út af skattstjóra Fjölskyldumerking Athugasemdir  Umsókn um lækkun vegna framfærslu ungmenna: 1.1 527 Kennitala ungmennis 528 TekjurNafn skóla Ef framteljandi er einstætt foreldri skal staðfesta það með því að setja X í þennan reit. Sjá nánari skýringar í leiðbeiningum. Einstætt foreldri Skattframtalið berist . . . 526 . Greinargerð um eignabreytingar eða aðrar athugasemdir:1.2 Tilgreinið kaup og sölu hvers konar lausafjár, bifreiða, hjólhýsa o.s.frv.Sjá nánar í leiðbeiningum. Útreikningur á sjómannaafslætti. Fært af eyðublaði RSK 3.131.3 . .317 Fjöldi sjómannadaga Fjöldi sjómannadaga Laun vegna sjómennsku Sjómennska á skipum 12 rúmlestir brúttó eða stærri . .318 Sjómennska á bátum undir 12 rúmlestum brúttó Laun vegna sjómennsku 291 292 Kennitala makaKennitala framteljanda Sveitarfélag lögheimilis 1. des. 2002 Slysatrygging við heimilisstörf Setjið X í reitinn ef óskað er slysatryggingar ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA Óskað er eftir samsköttun. Samsköttun: Maður og kona í óvígðri sambúð, sem uppfylla skilyrði fyrir samsköttun, geta óskað eftir samsköttun með því að merkja í reitinn hér fyrir neðan.Ekki er fallist á samsköttun nema merkt sé í reitinn hjá báðum. Sjá í leiðbeiningum um skilyrði fyrir samsköttun Kennitala sambúðarmanns/konu: Sérmerkingar skattstjóra 293 . . 294 . . 295 . . Dags./undirskrift Sími RSK 1.01 1 Hér með staðfestist að viðlögðum drengskap að skýrsla þessi um tekjur og eignir er gefin eftir bestu vitund. Forskráðar fjárhæðir hafa verið yfirfarnar og jafnframt leiðréttar, hafi það reynst nauðsynlegt. Mér er kunnugt um að ófullnægjandi eða röng upplýsingagjöf getur haft í för með sér álagsbeitingu eða refsingu. (Hjón undirrita hvort sína forsíðu.) R Í K I S S K A T T S T J Ó R I Þjónustusímar skattyfirvalda verða opnir sem hér segir: - laugardag 22. mars kl. 13-19 - sunnudag 23. mars kl. 13-19 - mánudag 24. mars kl. 16-22 Spurningar um skattamál 511 22 50 - Spurningar um tæknimál 563 11 11 24. mars hvort sem skilað er á netinu eða pappír Hægt er að sækja um viðbótarfrest á rsk.is ef talið er fram á netinu skattframtals 2003 Skilafresturil f Símavakt um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.