Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 51 FÓLK  SIGMUNDUR Kristjánsson, leik- maður 21 árs landsliðsins í knatt- spyrnu, lagði upp annað marka hol- lenska úrvalsdeildarliðsins Utrecht þegar það sigraði Djurgården frá Svíþjóð, 2:1, í æfingaleik í gær. Sig- mundur leikur með 21 árs liði Utrecht og hefur ekki fengið tæki- færi með aðalliðinu í úrvalsdeildinni til þessa.  ÍSLENSKA landsliðið í badminton tapaði fyrir Ástralíu, 3:2, á heims- meistaramóti landsliða í Eindhoven í Hollandi í gær. Tómas Viborg sigr- aði í einliðaleik og Helgi Jóhannes- son og Drífa Harðardóttir í tvennd- arleik. Í fyrrdag tapaði Ísland fyrir Frakklandi í fyrstu umferð mótsins, einnig 3:2. Þá vann Tómas í einliða- leik og Ragna Ingólfsdóttir og Katr- ín Atladóttir í tvíliðaleik kvenna. Aðrar viðureignir töpuðust.  ALÞJÓÐA handknattleikssam- bandið, IHF, hefur tilkynnt að ung- verski landsliðsmaðurinn David Katzirz hafi fallið á lyfjaprófi sem tekið var af honum á heimsmeistara- mótinu í handknattleik sem fram fór í Portúgal fyrir sex vikum. Þar með féllu tveir leikmenn á lyfjaprófi á HM en sýni sem tekið var af Egypt- anum Nabil Gohar reyndist jákvætt. Báðir leikmennirnir hafa verið úr- skurðaðir í tveggja ára keppnisbann.  SUPER Cup, þar sem nokkur af bestu landsliðum heims í handknatt- leik leiða saman hesta sína, fer fram í Leipzig í Þýskalandi dagana 29. október til 2. nóvember. Fimm efstu þjóðirnar frá því á HM í Portúgal í vetur keppa á mótinu, Króatar, Þjóðverjar, Frakkar, Spánverjar og Rússar og sjötta þjóðin eru Svíar. Þýskaland, Rússland og Svíþjóð leika saman í riðli og annars vegar Króatía, Frakkland og Spánn.  HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði 7 mörk fyrir Tvis Holstebro sem tapaði fyrir Ikast/Bording í dönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Hrafnhildur og stöllur hennar eru í næst neðsta sæti með aðeins 5 stig í 21 leik en Odense er neðst með 3 stig. Ikast/Bording er í efsta sæti ásamt Slagelse með 34 stig.  GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði 4 mörk fyrir Wasaiterna sem sigraði Irsta, 34:28, í sænsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Was- aiterna er í 7. sæti af 12 liðum.  PATRICK Vieira, fyrirliði Arsen- al, og Sol Campbell urðu báðir fyrir meiðslum í leiknum við Valencia og er óvíst hvort þeir geta verið með í leiknum við Everton á sunnudaginn.  RANGERS náði í gærkvöld sex stiga forskoti á toppi skosku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu. Rangers sigraði Motherwell, 2:0, með mörk- um frá Peter Lövenkrands og skoska landsliðsmanninum Barry Ferguson. SPÁNVERJAR og Ítalir eiga þrjú lið hvor þjóð í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu, Englendingar eitt og Hol- lendingar eitt, en dregið verður til 8 liða úrslitanna á morgun. Liðin átta sem verða í hattinum eru: Real Madrid, Barcelona og Valencia, öll frá Spáni. AC Milan, Inter og Juventus frá Ítalíu, Man- chester United frá Englandi og Ajax frá Hollandi. Sjö af liðunum átta hafa unnið samtals 25 Evrópumeistaratitla, Real Madrid flesta eða níu talsins og þar á eftir AC Milan 5. Valencia er eina liðið í 8 liða úr- slitunum sem ekki hefur hampað Evrópumeistaratitlinum, en á þremur undanförnum árum hefur Valencia tvívegis komist í úrslita- leikinn en tapað í bæði skiptin. Drátturinn fer þannig fram að liðin sem urðu í efstu sætunum í riðlinum, Barcelona, Valencia, AC Milan og Manchester United, drag- ast á móti liðunum sem urðu í öðru sætinu, Inter, Ajax, Real Madrid og Juventus. Þó geta lið sem voru saman í riðlakeppninni ekki mæst. Ljóst er að AC Milan og Real Madrid geta ekki dregist saman, sömuleiðis Manchester United og Juventus og Valencia og Ajax.  Fyrri leikirnir í 8 liða úrslit- unum fara fram 8. og 9. apríl KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur sektað skoska félagið Celtic um 5.000 evrur, 420 þúsund krónur, vegna atviksins þegar El- Hadji Diouf, leikmaður Liver- pool, hrækti að áhorfanda á leik liðanna í UEFA-bikarnum í Glasgow í síðustu viku. Nið- urstaða UEFA var að áhorf- endur hefðu æst leikmanninn upp með þessum afleiðingum. Forráðamenn Celtic eru af- ar óánægðir með þessa nið- urstöðu því þeir telja sína áhorfendur ekki seka um neitt misjafnt. „Þeir voru bara á léttum nótum þegar Diouf lenti inni í hóp þeirra, en þeg- ar hann hrækti að þeim, brug- uðust einhverjir reiðir við. Það var hinsvegar strax kæft í fæðingu af öryggisvörðum. Við erum steinhissa á þessari ákvörðun UEFA, en við verð- um að sætta okkur við hana og ætlum að gera það,“ sagði Ian McLeod, framkvæmdastjóri Celtic. Spennan í B-riðlinum fyrir leikinaí gær var gríðarleg enda áttu öll liðin möguleika á að komast áfram. Arsenal nægði jafntefli til að komast í 8 liða úrslitin en gat einnig farið áfram með tapi ef Roma hefði náð að leggja Ajax að velli. Í A-riðlinum unnust báðir leikirn- ir á útivelli. Inter gulltryggði sæti sitt í 8 liða úrslitin með 2:0 sigri á Leverkusen í Þýskalandi og Evr- ópuævintýri Newcastle lauk á heimavelli þar sem liðið lá fyrir Börsungum, 2:0. Norski landsliðsmaðurinn John Carew reyndist banabiti Englands- meistaranna á Mestella leikvangin- um í Valencia en þessi hávaxni fram- herji skoraði bæði mörk Valencia. Það fyrra á 34. mínútu og sigur- markið á 57. mínútu en í millitíðinni hafði Frakkinn Thierry Henry jafn- að metin fyrir Arsenal. Carew er ef- laust ekki vinsælasti maðurinn í aug- um leikmanna og stuðningsmanna Arsenal því hann skoraði einnig sig- urmark Valencia þegar liðið sló Ars- enal út í 8 liða úrslitum keppninnar fyrir tveimur árum. Carew skoraði þá sigurmarkið í 1:0 sigri í síðari leik liðanna eftir að Arsenal hafði unnið fyrri leikinn á Highbury, 1:0. Arsenal byrjaði betur og áður en Carew kom heimaliðinu yfir hefðu ensku meistararnir hæglega getað verið komnir í 2:0. Smátt og smátt náðu liðsmenn Valencia tökum á leiknum og mark Carews hleypti enn meira lífi í leik þeirra. Arsenal byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og eftir fjögurra mínútna leik skoraði Henry snoturt mark. Við markið efldust Spánverjarnir og Carew var aftur á ferðinni 13 mínútum eftir jöfnunarmark Arsenal. Eftir markið drógu leikmenn Valencia sig aftar á völlinn og náðu að halda fengnum hlut. „Mér fannst Valencia hreinlega spilla leiknum þegar það komst í 2:1. Því eftir markið drápu þeir leikinn niður og það var erfitt fyrir okkur að spila knattspyrnu. Mér fannst við ekki verðskulda að tapa og frá mín- um bæjardyrum séð þurfum við ekk- ert að skammast okkar þó svona hafi farið,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal eftir leikinn. Wenger bætti við: „Auðvitað eru vonbrigðin mikil að vera úr leik og allir berum við ábyrgð á því, leikmenn sem og þjálf- arar. En við höfum að ýmsu meira að keppa þó svona hafi farið. Við erum í baráttu á tvennum vígstöðvum og ætlum okkur að verja þá titla.“ Óskabyrjun Ajax Ajax fékk óskabyrjun á móti Rómverjum því eftir 34 sekúndna leik kom Andy van der Mayden Hol- lendingunum yfir. Antonio Cassano jafnaði metin fyrir Roma á 24. mín- útu og þar við sat. Newcastle átti veika von um að komast áfram en til þess þurfti liðið að sigra Barcelona á heimavelli og stóla á að Inter næði ekki að vinna Leverkusen í Þýskalandi. Þetta gekk ekki eftir hjá lærisveinum Bobby Robsons. Börsungar höfðu betur, 2:0, með mörkum Thiago Motta og Patrick Kluivert á sama tíma vann Inter öruggan sigur á Leverkusen, 2:0. Börsungar hafa nú unnið 14 leiki í röð í Meistaradeild- inni og eru greinilega til alls líklegir. Sáttur við árangurinn „Við áttum alls ekki að tapa leikn- um en óheppnin elti okkur. Við sköp- uðum okkur mörg góð færi en mörk- in sem við fengum á okkur voru af ódýrari gerðinni. Nú er þessu æv- intýri lokið og ég held að þegar öllu er á botninn hvolft getum við verið sáttir við árangurinn. Við unnum mörg góð lið og mætum reynslunni ríkari til leiks á næstu leiktíð,“ sagði Sir Bobby Robson, stjóri Newcastle. 18 ára nígerískur framherji í liði Inter stal senunni í 2:0 sigri liðsins á Leverkusen. Hann skoraði fyrra mark sinna manna, lagði upp það síðara fyrir Emre Belozoglu, og fisk- aði vítaspyrnu sem Domenico Morfoeo misnotaði. Reuters Norski landsliðsmaðurinn John Carew, hetja Valencia, fagnar síðara marki sínu á móti Arsenal í gær. Aftur var Carew ör- lagavaldur Arsenal DRAUMUR Englands- og bikarmeistara Arsenal um að hampa Evrópumeistaratitlinum á Old Trafford í vor varð að engu í gær- kvöldi þegar liðið féll úr leik í keppninni eftir 2:1-ósigur gegn Valencia á Spáni. Sigurinn færði hins vegar Valencia farseðilinn í 8 liða úrslitin og þar sem Ajax náði jöfnu gegn Roma á Ítalíu fylgir Ajax Spánverjunum áfram. Sigursæl lið í 8 liða úrslitunum Celtic sekt- að vegna Dioufs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.