Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 44
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 43 Myndatextar víxluðust Myndatextar víxluðust á tveimur myndum með grein Braga Ásgeirs- sonar, Skyndisýn af Færeyjum, í blaðinu í gær. Réttir textar fylgja hér myndunum. Beðist er velvirðing- ar á þessu. Hannað af Álfasteini Vegna fréttar í blaðinu á þriðju- dag um gjafir í tengslum við undir- skrift álsamninga á Reyðarfirði skal það leiðrétt að steinlistaverkið sem Fjarðabyggð gaf Alcoa var hannað af öllu starfsfólki Álfasteins ehf. en ekki Pétri Erni Hjaltasyni einum. Beðist er velvirðingar á þessu mis- hermi. Zakarías Heinesen: Mjørki. Bárður Jákupsson: Grjótljóð I. LEIÐRÉTT Fyrirlestraröð um fötlunarrann- sóknir Vilborg Jóhannsdóttir, lekt- or við Kennaraháskóla Íslands, flyt- ur erindið Aukin gæði þjónustu: Þróun mælikvarða á árangur í fé- lagslegri þjónustu við fólk með fötl- un, föstudaginn 21. mars kl. 12–13, í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands og er hann öllum opinn. Erindið er byggt á niðurstöðum starfendarann- sóknar sem unnin var á árunum 1999 – 2001. Megintilgangur hennar var að draga fram lykilþætti við mat á gæðum þjónustu. Í því samhengi var sjónum beint að sjálfsmati í fé- lagslegri þjónustu við fólk með fötl- un og um leið starfsvettvangi rann- sakanda. Aðstandendur sósíalíska frétta- blaðsins Militant standa að mál- fundi á morgun, föstudaginn 21. mars kl. 17.30, í Pathfinder bóksöl- unni Skólavörðustsíg 6 b (bakvið). Yfirskrift fundarins er: Allt herlið heim strax! – Stöðvið árás heims- valdasinna á fullveldi Íraks. Á MORGUN Guðrún G. Bergmann heldur námskeið fyrir konur síðustu helgina í mars. Námskeiðið kallar hún „Gerðu það bara“ og fjallar um leiðir til árangurs í lífi kvenna og ber sama heiti og bók sem kom út eftir Guðrúnu fyrir síðustu jól. Námskeiðið verður haldið í Gisti- heimilinu Brekkubæ á Hellnum, þar sem þátttakendur gista í tveggja manna herbergjum með baði meðan á dvöl þeirra stendur. Á námskeiðinu er fjallað um ásætt- anleikann, kannaðir möguleikar til breytinga og skoðað hvað það er sem heldur konum í viðjum vanans o.fl. Skráning á námskeiðið er á gudrun@hellnar.is en nánari upp- lýsingar er að fá á www.hellnar.is. Námskeið í ljósmyndun fyrir byrjendur og lengra komna verð- ur haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi helgina 5. og 6. apríl, kl. 13–17 báða dagana. Farið verð- ur í aðalatriðin í myndatöku og mynduppbyggingu og kennt að nota myndavélina og alla fylgihlut- ina. Auk þess verður farið í grunn- atriðin í ljósmyndatækninni. Leið- beinandi á námskeiðinu er Pálmi Guðmundsson. Skráning og allar nánari upplýsingar er hægt að fá á vefsíðunni www.ljosmyndari.is. Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík stendur fyrir námskeið- inu „Verðmat fyrirtækja og hluta- bréfa“. Hvernig hámarka stjórn- endur virði fyrirtækis síns? Fjallað er um þá þætti sem skipta mestu máli varðandi verðmat á fyr- irtækjum og hlutabréfum. Nám- skeiðið er ætlað stjórnendum, end- urskoðendum, sérfræðingum, lögfræðingum og ráðgjöfum. Leið- beinandi á námskeiðinu er Sig- urður Erlingsson, forstöðumaður alþjóðaviðskipta hjá Landsbanka Íslands. Námskeiðið fer fram í Há- skólanum í Reykjavík, 3. hæð, þriðjudaginn 25. mars kl. 8.30 –12.30. Hámarksfjöldi þátttakenda er 15 manns. Skráning á nám- skeiðið fer fram í síma eða á vef- setri Stjórnendaskóla HR, www.stjornendaskoli.is. Á NÆSTUNNI Nýr vefur um stjórnmál Í gær, miðvikudag, var opnað nýtt vefsvæði um stjórnmál og kosningar á slóð- inni www.stjornmal.net. Á vefsvæð- inu er kosningakerfi þar sem hægt er að skoða niðurstöður skoð- anakannana og sjá hvernig flokkar og framboð koma út. Þá er hægt að sjá hvaða frambjóðendur ná sæti samkvæmt hverri könnun og hverjir eru næstir inn. Einnig geta not- endur sett inn sínar eigin tölur og látið kerfið reikna út niðurstöður kosninga samkvæmt þeim. Á vefsvæðinu verður m.a hægt að kynna sér stefnu og málflutning framboðanna, m.a. kosningastefnu- skrá allra flokka, upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra í kosningabaráttunni. Í fréttatilkynningu segir að þver- pólitískur hópur fólks sem hefur áhuga á stjórnmálum og kosningum standi að baki Stjórnmál.net. Ungliðaþing VG á Akureyri verður haldið helgina 21.–23. mars. Brottför verður frá Reykajvík, föstudaginn 21. mars kl. 17. Móttaka verður í kosningamiðstöð VG á Akureyri, Hafnarstræti 94 kl. 23 á föstudags- kvöld. Steingrímur J. Sigfússon tek- ur á móti gestum og kynnir dagskrá helgarinnar. Á laugardag hefst dag- skrá kl. 10 með kynnisferð í Háskól- ann á Akureyri. Frambjóðenda- fundur ungliða verður í kosninga- miðstöð VG. Erindi halda: Kolbeinn Óttarsson Proppé, 1. sæti í Suður- kjördæmi, Þórey Edda Elísdóttir, 2. sæti í Suðvesturkjördæmi, Hlynur Hallsson, 3. sæti í Norðaustur- kjördæmi og Drífa Snædal, 3. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Að loknum erindum verða pallborðs- umræður. Fundarstjóri: Katrín Jak- obsdóttir, formaður UVG. Fyrirtæki á Akureyri verða heimsótt og síðan er sameiginlegur kvöldverður. Kl. 21.30 verða Tónleikar gegn stríði í Ketilshúsi. Brottför til Reykjavíkur verður kl. 11, sunnudaginn 23. mars. Skráning í ferðir frá Reykjavík á uvg@uvg.vg. Frambjóðendur Framsókn- arflokksins í Norðvesturkjör- dæmi, þau Magnús Stefánsson, Kristinn H. Gunnarsson, Herdís Sæ- mundardóttir og Eydís Líndal Finn- bogadóttir, ásamt Guðna Ágústs- syni, landbúnaðarráðherra og Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra verða á Hvanneyri í dag, fimmtu- daginn 20. mars. Þau munu m.a. fara á vinnustaði. Þá verður haldinn fundur í Félagsheimilinu Breiðablik í Eyja- og Miklaholtshreppi kl. 14 í dag. Fundurinn haldinn af Bún- aðarsambandi Vesturlands. Á morgun föstudagurinn 21. mars kl. 20.30 opnar B listinn kosn- ingaskrifstofu sína í Framsókn- arhúsinu að Suðurgötu 3 Sauð- árkróki. Frambjóðendur munu ávarpa gesti. Léttar veitingar og óvæntar uppákomur verða. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð heldur smiðju í dag, fimmtudag kl. 20.30 að Ingólfsstræti 5. Yf- irskrift hennar er: Menntun og rannsóknir á Íslandi. Frummæl- endur verða: Sverrir Jakobsson for- maður Hagþenkis og Thuy Ngo kennari. Allir velkomnir. STJÓRNMÁL Sími 545 1200 I Netfang: ns@ns.is I www.ns.is Ísland og ESB Neytendasamtökin efna til ráðstefnu um Ísland og Evrópusambandið og hagsmuni neytenda í dag, fimmtudag kl. 13.00-16.30 á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Aðgangur er öllum opinn án endurgjalds og boðið verður upp á kaffiveitingar. Ráðstefnan verður send út á heimasíðu Neytendasamtakanna, www.ns.is. Setning: Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Ávarp: Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstj. í viðskiptaráðuneytinu. Hverju hefur Evrópusamvinnan skilað íslenskum neytendum? Framsögumaður: Jón Magnússon hrl. og fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna. Hver er framtíð EES í ljósi stækkunar Evrópusambandsins? Framsögumaður: Árni Páll Árnason hdl. Hver er staða neytenda í Evrópu framtíðarinnar? Framsögumaður: Felix Cohen, forstjóri hollensku neytendasamtakanna, Consumentenbond. Hverju hefur Evrópusambandsaðild og upptaka evrunnar breytt fyrir finnska neytendur? Framsögumaður: Sinikka Turunen, forstjóri finnsku neytendasamtakanna, Suomen Kuluttajaliitto. Kaffihlé. Matvælamarkaðurinn og neytendur – verð og vöruframboð, hverju breytir Evrópusambandsaðild fyrir íslenska neytendur? Framsögumaður: Ari Skúlason, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Aflvaka. Fjármálamarkaðurinn og neytendur, hverju breytir Evrópusambandsaðild fyrir íslenska neytendur? Framsögumaður: Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Búnaðarbankans. Niðurstöður skoðaðar með neytendagleraugum. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Ráðstefnustjóri: Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur. Ráðstefna um hagsmuni neytenda G A R Ð A R G U Ð JÓ N S S O N / M Á T T U R IN N O G D Ý R Ð IN 0 3 .0 3 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PA 20 62 4 0 3/ 20 03 www.spar.is Fundarefni: 1. Sk‡rsla stjórnar um starfsemi Sparisjó›sins sí›astli›i› starfsár. 2. Lag›ir fram endursko›a›ir reikningar Sparisjó›sins fyrir sí›astli›i› reikningsár. 3. Tillaga um n‡jar samflykktir Sparisjó›sins. 4. Ákvör›un um grei›slu ar›s. 5. Kosning sparisjó›sstjórnar. 6. Kosning löggilts endursko›anda/ endursko›unarskrifstofu. 7. Ákvör›un um flóknun til stjórnar. 8. Önnur mál. A›göngumi›ar a› fundinum ver›a afhentir stofnfjáreigendum í afgrei›slu sparisjó›sins í Borgartúni 18 svo og á fundarsta› og hefst afgrei›sla fleirra flar kl. 15:00. Stjórnin. A›alfundur A›alfundur Sparisjó›s vélstjóra ver›ur haldinn föstudaginn 21. mars kl. 16.00 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.