Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 47
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Breki, Andromeda og Saturnus koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Remo Viking kemur í dag. Baltimar Notos Goðafoss og Arnarfell fara í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9-12 opin handavinnustofa, kl. 9-12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45-10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13-16.30 opin smíða- og handavinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9- 9.45 leikfimi, kl. 9-12 myndlist, kl. 9-16 handavinna, kl. 13 bók- band. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Fimmtudagur: Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bóka- safnið, kl. 15-16 bóka- spjall, kl. 17-19 æfing kór eldri borgara í Damos. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8-16 opin handa- vinnustofan, kl. 9-12 íkonagerð, kl. 10-13, verslunin opin, kl. 13-16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18-20. Kl. 9 opin handa- vinnustofa, kl. 14 söng- stund. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9, aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, leirmunagerð og glerskurð- arnámskeið, kl. 13 spil- að. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 söngtími. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 15 bingó. Félag eldri borgara í Garðabæ. Hrafnkell Helgason heldur áfram kynningu á Sturlungu í dag, fimmtudag, kl. 14.30 í Garðabergi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 11 búta- saumur, kl. 13 leikfimi karla, boccia,málun og bútasaumur, kl. 19.30 Félagsvist í Garðaholti í umsjá Kvenfélags Garðabæjar. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Aðal- fundur félagsins kl. 14. Venjubundin dagskrá og veitingar. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.05 og 9.50 leik- fimi, kl. 10.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 12.30 vefnaður, kl. 13 gler- og postulíns- málun, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13 og bridsnámskeið kl. 19.30. Gerðuberg, félagsstarf, kl. 10.30 helgistund, frá hádegi vinnustofur og spilasalur opin. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13-16 handa- vinnustofan opin, kl. 13 brids. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og perlu- saumur, og hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, 13.30 félagsvist. Korpúlfar Grafarvogi, samtök eldri borgara, hittast á fimmtudögum kl. 10, aðra hverja viku er púttað á Korpúlfs- stöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13- 16.45 leir, kl. 10-11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9.15- 15.30, handavinna, kl. 10-11 boccia, kl. 10.15- 11.45 enska, kl. 13-14 leikfimi, kl. 13-16 kór- æfing og mósaik. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9. 30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 boccia æfing, kl. 13 hand- mennt og spilað. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra, Hátúni 12, kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag Kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Fundur kl. 17 í umsjá Birnu Jóns- dóttur. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13. Skráning kl. 12.45, spilamennska hefst kl. 13. Kvenfélag Kópavogs heldur aðalfund í kvöld kl. 20 í Hamraborg 10, 2. hæð. Í dag er fimmtudagur 20. mars, 79. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Í kærleika sínum ákvað hann fyrirfram að veita oss sonar- rétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og náð, sem hann lét oss í té í sínum elskaða syni. (Ef. 1, 5.-7.) PÁLL Pétursson fé-lagsmálaráðherra var ekki kátur með það, sem kom fram í skýrslu starfshóps um húsnæð- isvanda láglaunafólks í Reykjavík, að biðlistar hefðu lengzt eftir að fé- lagslega húsnæðiskerfið var lagt niður. „Það er fjarstæða að halda að leiguíbúðaskort- urinn sé vegna þess að Íbúðalánasjóðurinn var settur á fót og breytt um húsnæðiskerfi,“ segir Páll. „Skorturinn kemur fyrst og fremst af því að það eru miklir fólksflutn- ingar utan af landi og þar sem fólk getur ekki losnað við eignir sínar þar leitar það á leigu- markað hér. Í öðru lagi eru hjónaskilnaðir þann- ig að fjölskylda sem komst af með eina íbúð þarf allt í einu á tveimur að halda,“ sagði Páll hér í blaðinu 10. marz síðast- liðinn. Af þessu verður ekki annað ráðið en að bæði búferlaflutningar til höfuðborgarinnar og hjónaskilnaðir hafi færzt mjög í vöxt.     JÓHANNA Sigurðar-dóttir alþingismaður rengir þessar skýringar ráðherrans í pistli á vef- síðu sinni. „Í gögnum sem ég óskaði eftir frá Hagstofu eru báðar þess- ar kenningar ráðherrans um ástæður húsnæð- isskorts efnalítils fólks hraktar. Ráðherrann gerir sig hlægilegan með svona yfirlýsingum,“ seg- ir Jóhanna. „Í gögnum frá Hagstofu um búferla- flutninga milli lands- byggðar og Reykjavíkur 1991-2002 kemur fram að á árunum 1991-1994 voru að meðaltali á þess- um árum 685 aðfluttir umfram brottflutta. Á ár- unum 1995-1997 voru að- fluttir umfram brott- flutta 1156. Frá árinu 1998 þegar félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður og fram til ársins 2002 að báðum árum meðtöldum voru aðfluttir umfram brottflutta til Reykjavíkur 652 eða helmingi minni en árin 1995-1997 þegar fé- lagslega húsnæðiskerfið var í gildi.Tölur frá Hag- stofu sýna líka að lög- skilnaðir síðustu 4 árin eða frá 1998 þegar fé- lagslega húsnæðiskerfið var lagt niður eru að meðaltali þessi ár 513 á ári en ef tekið er með- altal áranna 1991-2001 er meðaltal lögskilnaða á ári 515. Hvergi í siðuðum löndum kæmist ráðherra upp með að segja fólki ósatt um ástæður neyðar- ástands í málaflokki sem hann er ábyrgur fyrir.“     TÖLUR Jóhönnu erusannfærandi. Hins vegar er hún á villigötum í eftirsjá sinni eftir fé- lagslega húsnæðiskerf- inu. Kerfið, sem Jóhanna átti sinn þátt í að búa til, gekk sér til húðar. Það stuðlaði m.a. að því að fólki tókst aldrei að kom- ast út úr félagslega hús- næðinu, sem því var af góðum hug beint í, og inn í húsnæði á almenn- um markaði. Nýrra lausna er þörf. STAKSTEINAR Skilnaðir, búferlaflutn- ingar og húsnæðismál Víkverji skrifar... KONUM í ábyrgðarstöðum erstundum í fjölmiðlum hrósað sérstaklega fyrir að ala upp börn meðfram vinnunni. Það er dregin upp mynd af þeim sem einhvers kon- ar afrekskonum eins og uppeldis- hlutverkið sé þeim erfiðara en öðr- um konum. Sjaldan er þó reiknað með tekjuhliðinni í þessu samhengi en sjónum einkum beint að tíma- leysinu sem háir þeim. „Hvernig ferðu eiginlega að þessu?“ eru þær spurðar aftur og aftur. Ef spurn- ingin væri umorðuð yrði hún: „Hvernig hefurðu tíma til að lifa lífi þínu?“ Og þær svara með smáræðu um gildi skipulagningar. Lítið er um að þær breyti inntaki spurning- arinnar með svari á borð við: „Þetta er ekkert mál, maður. Launin sem fylgja stöðunni minni gera mér kleift að lifa allsnægtalífi með fjölskyld- unni og ég er hæstánægð. Þú ættir bara að vita hvað það er auðvelt að reka fjölskyldu og heimili þegar maður er með almennilegar tekjur.“ Víkverji lítur ekki það sem neinn hetjuskap að sinna ábyrgðarstöðu og ala upp börn, og líklega ekki þessar konur heldur. Það er hins vegar alltaf verið að reyna að gera einhverjar hetjur úr þeim. Það er ekki þeim að kenna. x x x VÍKVERJI hirti ekki um að látasetja rautt x aftan við símanúm- erið sitt í síðustu símaskrá til að fæla burt símsölufólk. Ekki er víst að það hefði dugað því jafnvel þeir sem „bólusettu“ sig gegn þessari plágu fá ekki einu sinni frið. Ef fleiri sím- sölumenn hringja í Víkverja á næst- unni ætlar hann að beita áhrifaríku „sýklalyfi“ sem svokallaðir menn- ingarruglarar í Bandaríkjunum hafa þróað. Sagt var frá þessu í Morg- unblaðinu í síðustu viku. Það felst í að biðja símsölumanninn um heima- símann hans og segjast munu hringja í hann eitthvert kvöldið ef mann langar til að kaupa eitthvað. „Góða kvöldið, Magnús? Blessaður. Er ég nokkuð að trufla þótt ég hringi á matmálstíma? Mig langaði bara til að athuga hvort þú ættir nokkuð hnífaparasett og góða slysa- tryggingu á tilboðsverði?“ x x x GRÍÐARLEGAR fjarvistirgrunnskólabarna vegna veik- inda vöktu athygli Víkverja í vik- unni. Þau fá víst engar bólusetn- ingar gegn inflúensu enda of ung fyrir slíkt. Víkverji finnur til með börnunum og óskar þeim góðs bata. En er virkilega ekki hægt að verjast smiti með einhverjum húsráðum? Gott er víst að þvo sér oft um hend- urnar á meðan flensan geisar, en hvað segja læknarnir um vítamín- neyslu, vatnsdrykkju og síðast en ekki síst sykurbann? Það hefur víst lamandi áhrif á ónæmiskerfið að éta sykur, þar með talið gos, kökur og sælgæti. Víkverji er að bara að velta þessu fyrir sér. Reuters Er enn á tali hjá símsölumanninum? ÉG HEF heyrt mikið kvartað undan því hvað við eldri borgarar værum þungur baggi á samfélag- inu. Fólk veltir heilmikið vöngum yfir því og allir virðast sammála um það. Ég vil benda á eða spyrja, hver er baggi á hverjum? Eldri borgarar eru afar og ömmur þeirra sem eru á miðjum aldri og kvarta undan þeirri byrði að sjá fyrir okkur. Við munum hafa séð fyrir okkar börn- um fram að tvítugu í flest- um tilvikum og það er dálít- ið þungur baggi, því fatnaður á skólafólk er ekki ódýr. Við eldri borgarar erum búin að eignast okkar hús- næði í gegnum árin og bú- um í því og við höfum átt einhvern pening eftir og við borgum í lífeyrissjóð og það er sá peningur sem við er- um að nota og það þarf eng- inn að kvarta undan því sem bagga. Ég vil taka fram að ein- mitt þessi aldurshópur þurfti að borga skatta af því sem fór í lífeyrissjóð og við borgum aftur skatta af lífeyrisgreiðslum; erum sem sagt tvísköttuð. Við höfum reynt að fá leiðrétt- ingu á þessu, þingmenn sem aðrir, en enginn vill leiðrétta þetta. Er sagt að þetta sé erfitt mál en það er ekkert mál að leiðrétta þetta, því þetta er þjófnað- ur. Dettur í hug hvort for- eldrum, öfum og ömmum þessa unga fólks sem kallar okkur bagga á þjóðfélaginu finnist ekki erfitt að heyra þetta frá börnum sínum. Hratt flýgur stund og áð- ur en þetta unga fólk veit af er það orðið eldri borgarar og „baggi“ á þjóðfélaginu. Einn sagði að það væri umhugsunarvert hvað gamla fólkið lifir lengi. En hvað á að gera – á að setja okkur af? Hefði gaman af að vita hvað ríkisstjórnin gerir við þessa peninga sem hún hef- ur hlunnfarið okkur með. Eldri borgari. Tapað/fundið Barnaskór í óskilum ÞESSI skór fannst á gang- stéttinni fyrir framan Morgunblaðshúsið í fyrra- dag um kl. 12.30. „Eigandi“ er beðinn að hringja í síma 897 9702. Myndavél í óskilum LÍTIL myndavél fannst á horninu á Holtavegi og Efstasundi. Hafið samband við albsig@torg.is eða hringið í 692 7902. GSM-sími týndist NOKIA silfurlitaður GSM- sími týndist sl. sunnudags- morgun, líklega í miðbæn- um. Símkortið hefur upp- lýsingar sem eru mikils virði fyrir eiganda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551 7110. Fundarlaun. Lúlli er týndur LÚLLI, sem er steingrár á lit með hvíta bringu, loppur og trýni, týndist frá Vík- urási 3, Seláshverfi, 13 mars sl. Hann er eyrna- merktur R-9235 og með bleika ól með upplýsingum. Hans er sárt saknað. Þeir sem hafa orðið varir við hann hafi samband í síma 587-5065 og 516-6417. Bangsi er týndur BANGSI er 12 ára fress, gulbröndóttur með hvítar hosur. Hann er eyrna- merktur. Hann týndist frá Hrísrima í Grafarvogi 17. mars. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband í síma 587 4472. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Þungur baggi? AÐ gefnu tilefni tel ég rétt að fram komi opinberlega að Trama barnarúm frá Bébécar, sem seld eru í barnavöruversluninni All- ir krakkar í Hlíðasmára í Kópavogi, uppfylla alla ströngustu öryggisstaðla. Á undanförnum mán- uðum hef ég ítrekað orðið var við að keppinautur á markaði hefur sagt við- skiptavinum að umrædd rúm væru ekki örugg og aðeins þau rúm sem hann byði uppfylltu öryggis- staðla. Þetta er einfald- lega rangt. Bébécar og Trama barnavörur eru fram- leiddar samkvæmt ISO 9002 gæða kerfi, sem er viðurkennt af alþjóðlegum IQ Net staðli. Virðingarfyllst, Jón Pétur Sveinsson, verslunarstjóri verslunarinnar Allir krakkar. Örugg barnarúm LÁRÉTT 1 útlit, 4 amstur, 7 í átt til baka, 8 óskar eftir, 9 veggur, 11 hluta, 13 lofs, 14 huldumaður, 15 spotta, 17 hrópar, 20 tímabils, 22 jöfnum hönd- um, 23 hljóðfærum, 24 skyldmennið, 25 rás. LÓÐRÉTT 1 stutt ræða, 2 Danir, 3 regla, 4 skúrar, 5 afkimi, 6 vesalings, 10 jarðarför, 12 ginning, 13 lík, 15 fjöl, 16 verkfærið, 18 hænan, 19 hæsi, 20 svifdýrið, 21 gauf. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 þarfaþing, 8 lagar, 9 íhuga, 10 gef, 11 sötra, 13 aftan, 15 starf, 18 skálm, 21 lát, 22 fitla, 23 iðinn, 24 þankagang. Lóðrétt: 2 aðgát, 3 farga, 4 þrífa, 5 naumt, 6 slys, 7 barn, 12 rýr, 14 fák, 15 sefa, 16 aftra, 17 flakk, 18 sting, 19 árinn, 20 máni. Krossgáta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.