Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR menn björguðust er 30 tonna trilla, Röst SH-134 frá Stykkishólmi, sökk um eina sjómílu suðvestur af Svörtuloftum á Snæfellsnesi á sjötta tímanum í gær. Áhöfn grænlensk-íslenska loðnu- skipsins Siku bjargaði mönnunum um borð úr öðrum af tveimur björgunarbátum sem þeir höfðu náð á flot þegar trillan fylltist af sjó á svipstundu og sökk. Loðnuskipið Sighvatur Bjarnason var á svipuðum slóðum í loðnuleit og tók hinn björg- unarbátinn upp. Björgunarskipið Björg frá Rifi kom til móts við Sighvat og Siku og sigldi með mennina og björg- unarbátana til hafnar á Rifi. Mennina sakaði ekki en þeir eru frændur; Gestur Már Gunnarsson, rúmlega fimmtugur, og Bergsveinn Gestsson, móðurbróðir hans á sjötugsaldri, báðir búsettir í Stykkishólmi. Er þeir komu í land sögðu þeir fréttaritara Morgunblaðsins að þeir hefðu verið á leið með trilluna til nýrra eigenda í Reykjavík þar sem búið var að selja hana. Vildu þeir að öðru leyti ekki tjá sig þá. Er klukkuna vantaði átta mínútur í fimm í gær heyrði flugvél í neyðarsendi við Snæfellsnes og eftir athugun Tilkynningarskyldunnar kom í ljós að einn bátur hafði ekki tilkynnt sig á þessu svæði. Skömmu síðar voru kallaðar út björgunar- sveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæ- fellsnesi ásamt björgunarskipi frá Rifi, þyrlu Landhelgisgæslunnar og flugvél Flugmálastjórn- ar. Björgunarskip frá Sandgerði var einnig til taks þar sem staðsetning neyðarsendingar var óljós í fyrstu. Flugvél Flugmálastjórnar staðsetti svo tvo gúmbjörgunarbáta við Svörtuloft kl. 17.50 og tólf mínútum síðar voru mennirnir komnir úr öðrum bátnum um borð í Siku, heilir á húfi. Var Gæsluþyrlunni, TF-LÍF, þá snúið til Reykjavík- ur. Helgi Jóhannsson, skipstjóri á Siku, sagði við Morgunblaðið að mjög vel hefði gengið að koma mönnunum um borð. Hann hefði séð til neyð- arblysa og ekki ætlað í fyrstu að trúa þeirri sjón sökum þess að vel hefði viðrað á þessum slóðum í gær. „Við settum stefnuna strax á þann stað sem við sáum blysin fara á loft og sáum fljótlega til björgunarbátanna,“ sagði Helgi og taldi sjó hafa verið frekar þungan fyrir smærri báta eins og Röstina. „Þetta er minn stærsti dagur á loðnu- vertíðinni og er ég búinn að vera í þessu frá árinu 1966,“ sagði Helgi, glaður í bragði yfir því að hafa bjargað mönnunum heilum á húfi. Fengu þeir að borða hjá kokkinum á Siku áður en björgunar- skipið Björg sótti þá og kom þeim í land á Rifi. Samkvæmt því sem bátsverjarnir sögðu Helga fylltist Röstin af sjó á svipstundu, svo snöggt að þeir hefðu ekki náð í stýrishúsið til að kveikja á neyðarsendinum. Hins vegar hefðu björgunarbát- arnir skotist út og þeir náð að komast um borð í annan þeirra og kveikt þar á neyðarsendi og skot- ið upp blysum. Röst SH var sem fyrr segir 30 tonna trilla, smíðuð á Skagaströnd fyrir þrjátíu árum og breytt lítillega þremur árum síðar. Báturinn hét áður Grímsey ST og þar áður Engilráð ÍS. Jón Eyfjörð, skipstjóri um borð í Sighvati Bjarnasyni, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa séð tangur né tetur af Röst er þeir komu að björgunarbátunum tveimur. Ekkert brak hefði verið að sjá á sjónum en björgunarbát- ana hefði verið farið að reka að landi. „Mestu skiptir að allt fór á besta veg,“ sagði Jón. Vélbáturinn Röst SH frá Stykkishólmi sökk vestur af Snæfellsnesi Morgunblaðið/Alfons Finnsson Björgunarsveitarmenn á Björgu frá Rifi koma með bátsverjana tvo af Röst SH til heimahafnar í gærkvöldi á slöngubátnum Salla. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Röst SH sem sökk suðvestur af Snæfellsnesi síð- degis í gær en báturinn hét áður Grímsey ST2. Tveir björguðust er trillan fylltist af sjó á svipstundu TILKYNNT var um úthlutun úr Menningarborgarsjóði fyrir árið 2003 í gær og hlutu 57 verkefni styrk, en alls bárust sjóðnum 259 umsóknir. Til úthlutunar þessu sinni voru 32 milljónir og er upp- hæðin 7 milljónum hærri en í fyrra. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að fjölbreytilegu menningarstarfi um allt land í framhaldi af menning- arborgarárinu og er þetta í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Í ár bættist við nýr flokkur sem eru verkefni á sviði menningartengdr- ar ferðaþjónustu og lagði mennta- málaráðherra sérstakt framlag til þess flokks. Alls hlutu þrjú verkefni 1,2 millj- ónir, tvö verkefni 1 milljón, tólf verkefni 800.000, 18 verkefni 600.000, 19 verkefni 400.000 og 8 verkefni 300.000 kr. 1.200.000 Eiðar ehf. – Högg- myndastefna að Eiðum sumarið 2003 – 10 listamenn frá Japan, Norðurlöndum og Íslandi vinna verk í umhverfislistagarð að Eið- um. Listasafnið á Akureyri – Meist- arar formsins: Frá Arp til Trockels – sýning í tilefni 10 ára afmælis safnsins í samvinnu við Nýja þjóð- listasafnið í Berlín. Smekkleysa – Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár – söguleg ljósmyndasýning með hljóðdæmum, myndræmum, tónleikum og kvikmyndasýningum í Spitz Gallery, London og Lista- safni Reykjavíkur 1.000.000 Annað svið – Úlfhams- saga leikverk – María Ellingsen, Benedikt Erlingsson og norrænir listamenn. Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi – Uppsetning nokkurra mismunandi sýninga í nýju safn- húsi. 800.000Arkitektafélag Íslands – Samnorræn sýning er fjallar um vistvænar byggingar. GL-útgáfan – Náttúrulífsmyndir um íslenska hestinn. Kirkjulistahátíð Hallgríms- kirkju – Listavaka ungs fólks. Páll Baldvin Baldvinsson og fleiri – Mynd- og hljóðsýning á náttúru Ís- 57 verkefni hlutu styrki þegar úthlutað var úr Menningarborgarsjóði fyrir árið 2003 Þrjú verk fengu 1,2 milljónir Morgunblaðið/Jim Smart Úthlutað var úr Menningarborgarsjóði í þriðja sinn í gær. Til úthlutunar voru 32 milljónir. Frá vinstri: Karitas H. Gunnarsdóttir, Anna Kristín Ólafsdóttir, Þórólfur Árnason, Tómas Ingi Olrich og Þórunn Sigurðardóttir. lands. Pétur Jónasson og Guðrún Birgisdóttir – Tónlistarhátíð og námskeið á Ísafirði og Bolungarvík. Snorrastofa, Birna Bjarnadóttir – Málþing í samvinnu við Listahá- skóla Íslands, Nýlistasafnið og Hug- vísindastofnun Háskóla Íslands. Til- raunaeldhúsið, Jóhann Jóhannsson og Erna Ómarsdóttir – IBM 1401 / Notendahandbók, dansverk. 600.000 Bæjarútgerðin ehf. – nýtt leikrit á ensku fyrir ferða- menn. Ferðaþjónustan Lónkot – Uppbygging á Höggmyndasetri Skagafjarðar. Galleri i8 – Sýning á verki Roni Horn. Guðrún Kristjáns- dóttir og Dagur Kári Pétursson – hreyfi- og hljóðmyndverk. Íslenski dansflokkurinn – hátíðasýning í til- efni 30 ára starfsafmælis dans- flokksins. Kammersveit Reykjavík- ur – nýtt tónverk eftir Hauk Tómasson. Kór Langholtskirkju – nýtt tónverk eftir Hildigunni Rún- arsdóttur. Listasafn Austur- Skaftafellssýslu – uppsetning sýn- inga með listaverkum eftir Svavar Guðnason. Minjasafn Reykjavíkur – hönnun og uppsetning upplýs- ingaskilta í Viðey. Njálssaga ehf. – tónlist eftir Hilmar Örn Hilmarsson og hljóðvinnsla í sjónvarpsþáttaröð um Njáls sögu. Nýlistasafnið – Af- mælissýning. Safnasvæðið á Akra- nesi – Viðburðaveisla á Akranesi. Samtök um leikminjasafn – Sýning á vegum Leikminjasafns Íslands í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Skrif- stofa ferða- og menningarmála, Seyðisfirði – Aldamótabærinn Seyðisfjörður – ýmsir listviðburðir. SPARK kvikmyndagerð – Kynning- armynd um sögu Listahátíðar í Reykjavík. Strengjaleikhúsið, Mess- íana Tómasdóttir – Ópera fyrir börn og unglinga, tónlist eftir Kjartan Ólafsson. Sumarópera Reykjavíkur – uppsetning á óp- erunni Krýning Poppeu e. Monte- verdi. Vestmannaeyjabær – Menn- ingardagskrá til að minnast þess að 30 ár eru liðin frá gosi í Heimaey. ÞRJÁR konur og tveir karlar á aldr- inum 20-25 ára voru dæmd í fjög- urra til tólf mánaða fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að svíkja út vörur úr nokkrum fyrir- tækjum og verslunum á Suðvestur- landi í fyrra og fjársvik og skjala- fals. Jafnframt var fólkið sakfellt fyrir að beita blekkingum við að reyna að millifæra peninga af nokkrum bankareikningum og skuldfæra heimildarlaust af reikningum, fyrir að svíkja út bensín og fleiri vörur á bensínstöð og svíkjast um að greiða fyrir hótelgistingu. Ennfremur stálu viðkomandi tösku í anddyri hótels, fartölvu í verslun BT, tveimur fartölvum í Há- skóla Reykjavíkur, brutust inn í verslun Hans Petersen, fölsuðu happaþrennumiða og reyndu að selja þá, sviku út sjónvarpstæki í verslun og farsíma, auk þess að stela bifreið í Reykjavík. Brotin frömdu viðkomandi ýmist nokkur eða öll saman. Sá elsti hlaut 12 mánaða fangelsi og hann var jafn- framt dæmdur til að borga á áttunda hundrað þúsunda í skaðabætur. Ein kvennanna í hópnum fékk 8 mánaða fangelsi. Einn maður og tvær konur fengu 4 mánaða dóma hvert og er dómur annarrar konunnar skilorðs- bundinn til þriggja ára. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Guðjón Magnús- son fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík sótti málið. 4 til 12 mán- aða fangelsi fyrir þjófn- aði og svik RAFORKUNOTKUN á Íslandi hef- ur vaxið um nær 70% frá árinu 1995 og er aukningin fyrst og fremst til komin vegna eflingar orkufreks iðn- aðar en almenn raforkunotkun hefur vaxið töluvert hægar. Raforku- vinnsla í fyrra jókst um 4,8% frá árinu áður og fór í 8.411 gígavatts- stundir, þar af var raforkunotkun stóriðjuveranna 5.221 gígavatts- stund en almenn notkun 2.919 gíga- vattsstundir. Vaxandi raf- orkunotkun ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.