Morgunblaðið - 20.03.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 20.03.2003, Síða 49
ÍÞRÓTTIR 48 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ  GUNNAR Kvaran, forstjóri Sam- skipa í Norfolk í Bandaríkjunum, fór holu í höggi í fyrri viku, sló með sex járni á 4. holu á Honey Bee-vell- inum en hún er 150 metrar og par 3. Eftir þetta afrek Gunnars hafa þrír forstjórar íslenskra fyrirtækja á svæðinu farið holu í höggi. Auk Gunnars eru það Benedikt Sveins- son, forstjóri Iceland Seafood, og Garðar Þorsteinsson, forstjóri Eim- skips í Bandaríkjunum.  HLYNUR Jóhannesson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í 1. deild í hand- boltanum, hefur ákveðið að hætta og þetta verði síðasti veturinn hans með liðið en hann hefur séð um þjálfun þess í fimm ár.  DAVE Jones, knattspyrnustjóri Wolves, var vonsvikinn yfir því að lið hans skyldi ekki ná að brjóta niður þétta varnarlínu Íslendingafélagsins Stoke City í leik liðanna í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Stoke náði markalausu jafntefli, þriðja leikinn í röð, gegn einu af efstu liðum deildarinnar.  JONES sagði að ef varnarmenn Stoke hefðu einhvern tímann komist alla leið fram á miðju vallarins í leiknum hefðu þeir þurft áttavita til að komast til baka. „En það var okk- ar að brjóta þá niður og við gátum það ekki, og þar með krækti Stoke sér í gott stig. Hvort það dugar til að halda liðinu í deildinni þegar upp verður staðið er svo annað mál,“ sagði Jones.  MARCEL Desailly, fyrirliði franska landsliðsins og Chelsea, var ekki valinn í landsliðshóp Frakka sem mætir Möltu og Ísrael í und- ankeppni EM um mánaðamótin. Desailly meiddist í leik Frakka við Tékka í síðasta mánuði en kom inná sem varamaður hjá Chelsea gegn WBA um síðustu helgi. Jacques Santini, þjálfari Frakka, telur hins vegar að Desailly sé ekki tilbúinn strax aftur í slaginn með landsliðinu.  DESAILLY þarf því að bíða um sinn með að setja nýtt landsleikja- met fyrir Frakkland en hann lék sinn 103. landsleik gegn Tékklandi og jafnaði þar með met Didiers Deschamps.  EMMANUEL Petit, félagi Desaill- ys hjá Chelsea, fékk heldur ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans, sem valdi átta leikmenn enskra félaga í hóp sinn. Þar af eru fjórir frá Arsen- al, Patrick Vieira, Sylvain Wiltord, Robert Pires og Thierry Henry.  JOHN Terry, varnarmaður Chelsea, virðist hinsvegar vera á leið í enska landsliðið á ný eftir 14 mán- aða hlé. Talið er víst að Terry, sem hefur leikið mjög vel í vetur, verði í hópnum sem Sven Göran Eriksson tilkynnir um næstu helgi fyrir leiki Englands við Liechtenstein og Tyrkland. FÓLK BAYERN München verður ekki stórtækt í kaupum á knatt- spyrnumönnum í sumar, þegar opnað verður á ný fyrir kaup og sölur á leikmönnum í Evrópu. „Við verðum að spara eins og aðrir, það verður ekki hjá því komist,“ segir Franz Becken- bauer, stjórnarformaður þýska félagsins, sem reiknar með því að almennt verði dauft yfir leik- mannamarkaðnum í Evrópu á þessu ári. Flest öll félög verði að draga saman seglin eftir þenslu síðustu ára. „Við verðum ekki á mark- aðnum í sumar nema þá í mý- flugumynd,“ segir Beckenbauer, en félag hans keypti knatt- spyrnumenn fyrir um jafnvirði tveggja milljarða króna á síðasta sumri. Þegar hefur Bayern tryggt sér kaup á tveimur leik- mönnum fyrir næstu leik fyrir rúmar 600 milljónir króna, við það verður að öllum líkindum lát- ið standa, segir Beckenbauer. Fjárhagur Bayern er í þokka- legu ástandi, eftir því sem Beck- enbauer segir og væntir hann þess að niðurstaða fjárhagsársins verði í jafnvægi. Það hafi verið mikið fjárhagslegt áfall að falla úr Meistaradeild Evrópu í vetur að loknum 32-liða úrslitum. Bay- ern hefur yfirleitt komist mikið lengra í keppninni og þar af leið- andi notið þeirra gríðarlegu tekna sem félögin fá fyrir þátt- tökuna. Þetta skilaði þeim 17 stiga forskotieftir fyrsta leikhluta 24:7 en þegar nokkuð var liðið á annan leik- hluta og forystan komin í 26 stig misstu heimastúlkur damp- inn og Njarðvíkurlið- ið með Ingibjörgu Vilbergsdóttur í broddi fylkingar skoraði 11 stig í röð og vakti nýja von hjá gestunum. Það má segja að það hafi viljað Keflvíkingum til happs að fá leikhlé eftir þennan góða kafla Njarðvíkinga, leikmenn stemmdu sig saman í bún- ingsklefanum og í síðari hálfleik var ekkert hik á heimaliðinu, sem var vel stutt af stuðningsmönnum sínum á pöllunum, og innbyrtu Keflvíkingar 25 stiga sigur, 87:62. „Við vorum tilbúnar í leikinn, ætl- uðum að keyra hratt á þær og það kom ekkert annað en sigur til greina,“ sagði Erla Þorsteinsdóttir, leikmaður Keflavíkur. „En þegar við vorum bún- ar að ná góðri forystu kom upp dálítið kæruleysi hjá okkur sem á ekki að gerast. Boltinn hætti að rúlla og það gekk ekkert eins og við ætluðum.“ Njarðvík er annað tveggja liða sem hafa náð að leggja ykkur að velli í vet- ur, er það ekki áhyggjuefni að þið skulið missa dampinn á þennan hátt? „Í leiknum sem við töpuðum í vetur vorum við sjálfum okkur verstar. Ef við mætum tilbúnar í leikinn á föstu- dag og leikum eins og við eigum að okkur þá vinnum við leikinn. Það kemur ekki til greina að missa þetta í þrjá leiki,“ sagði Erla. Keflavíkurliðið er ekki árennilegt eins og það lék í upphafi þessa leiks og lengst af síðari hálfleiks. Og ef liðið heldur einbeitingu og krafti út allan leiktímann verður vandfundið það lið sem nær stöðva sigurgöngu þeirra í úrslitunum. Leikreyndustu leikmenn liðsins, þær Erla Þorsteinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir léku best, ásamt þjálfaranum Önnu Maríu Sveinsdótt- ur og Sonja Ortega er sívaxandi við- bót í þennan sterka hóp. Hjá Njarðvík lék Ingibjörg Vil- bergsdóttir best og þær Helga Jón- asdóttir og Krystal Scott áttu sömu- leiðis góðan leik. Morgunblaðið/Golli Hálfdán Þórðarson var FH mikilvægur í 31:23-sigri á Aftureldingu í gærkvöldi. Honum héldu engin bönd – og þá hvorki Haukur Sigurvinsson né Sverrir Björnsson, sem hér reyna að halda í kappann. Keflavíkurliðið vann fyrsta grannaslaginn KEFLVÍKINGAR unnu granna sína úr Njarðvík, 87:62, í fyrsta leik lið- anna í undanúrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik, en liðin mættust í Keflavík í gærkvöldi. Keflavíkurstúlkur sem hafa haft mikla yfirburði í deildarkeppninni í vetur byrjuðu leikinn af miklum krafti. Þær keyrðu sóknirnar hratt og örugglega í gegn og varn- arlega spilaði liðið feikilega vel. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Bayern verður að spara ELÍN Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr KR, meiddist á hné á æf- ingu í Bandaríkjunum í fyrradag. Ekki er ljóst ennþá hversu alvarleg meiðslin eru eða hvort hún þarf að gangast undir að- gerð á hnénu. Elín Jóna, sem er 21 árs varnarmaður, var í byrjunarliði Íslands gegn Bandaríkjunum í síðasta mánuði, sem og í öllum leikj- um Íslands í undankeppni HM á síðasta ári, en hún á 9 A-landsleiki að baki og 15 leiki með 21 árs landsliðinu. Elín meiddist á hné DANIR unnu Pólverja í tveimur vináttuleikjum sem fram fóru í Danmörku í gær og fyrradag. Í gærkvöld áttust þjóðirnar við í Farum og þar unnu Danir stór- sigur, 43:26, en í fyrrakvöld var leikurinn jafnari en þá mættust þjóðirnar í Kolding og unnu Danir, 33:26. Danir höfðu mikla yfirburði í gær og eftir 15 mínútna leik má segja að þeir hafi verið búnir að gera út um leikinn, en staðan var þá 20:10. Í síðari hálfleik juku heimamenn muninn jafnt og þétt og áttu Pólverjar ekkert svar við stórleik heimamanna og ekki kom að sök að í lið þeirra vantaði Joach- im Boldsen og Lars Krogh Jeppe- sen sem urðu fyrir smá hnjaski í fyrri leiknum. Torben Winter þjálf- ari Dana var mjög ánægður með sóknarleik sinna manna en 6:0 vörn Pólverja átti engin svör við honum. Sören Stryger var markahæstur í liði Dana með 7 mörk, Lars Christiansen, markahæsti leik- maður þýsku Bundesligunnar, skoraði 6 sem og Torsten Laen. Hornamaðurinn knái, Nicolaj Jac- obsen, lék sína fyrstu landsleiki í hálft annað ár og skoraði hann 4 mörk í leiknum í gær og 3 í fyrra- kvöld. Sautján marka sigur Dana Byrjað í Grindavík DAGSETNINGAR á undanúrslitaleikjum karla á Íslandsmótinu í körfuknattleik voru staðfestar í gær. Grindavík mætir Tindastóli í Grindavík á laugardaginn klukkan 16 og Keflvíkingar taka á móti Njarðvíkingum á sunnudagskvöldið klukkan 19.15. Sömu lið mætast aftur á þriðjudag og miðvikudag, og í þriðja sinn á fimmtudag og föstudag, en þrjá sigra þarf til að komast í úr- slitaeinvígið. Ef grípa þarf til fjórða leiks verður hann í báðum til- fellum sunnudaginn 30. mars, og ef oddaleiki þarf til að knýja fram úrslit verða þeir leiknir þriðjudagskvöldið 1. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.