Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 68

Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SENDINEFND á vegum banda- ríska álfyrirtækisins Alcoa kom til landsins í gær til viðræðna við ís- lensk stjórnvöld vegna álversfram- kvæmda á Reyðarfirði, sem Alcoa er að kanna möguleika á að taka þátt í. Fyrir nefndinni að þessu sinni fer Michael Baltzell, framkvæmdastjóri þróunarmála hjá Alcoa, sem er að- alsamningamaður fyrirtækisins í viðræðum þess við stjórnvöld. Með Baltzell í för að þessu sinni eru nokkrir verkfræðingar. Baltzell sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, þá nýkominn til Egilsstaða, að fyrirtækið hefði mikinn áhuga á að reisa álver á Reyðarfirði sem fengi raforku frá stórri vatnsaflsvirkjun á borð við Kárahnjúkavirkjun. Hann sagðist vera mjög ánægður með gang mála til þessa og þær upplýsingar sem Al- coa hefði fengið frá stjórnvöldum. Fyrirtækið fengi alls staðar góðar viðtökur og stjórnvöld sýndu mikinn samstarfsvilja. Hann sagði of snemmt að segja til um hvort Alcoa myndi taka þátt í að reisa álver á Reyðarfirði en samkvæmt aðgerða- áætlun á hagkvæmniathugun að vera lokið eigi síðar en 24. maí nk. Spurður um ástæðu þess að Alcoa sýndi Íslandi áhuga að þessu sinni sagði Baltzell að fyrirtækið væri ávallt að leita að nýjum tækifærum um allan heim. Það væri sitt meg- instarf að kanna möguleika á nýjum fjárfestingum í frumvinnslu áls. „Við teljum að hér séu tækifæri fyrir okk- ur. Álver á Reyðarfirði kallar á vel samkeppnishæft raforkuverð og örugga orkuöflun. Hér er einnig um- hverfisvæn vatnsorka og eftir því leitum við,“ sagði Baltzell. Sendinefndin heimsótti í gær m.a. höfuðstöðvar Ístaks, Íslenskra aðal- verktaka og verkfræðifyrirtækisins Hönnunar. Í dag er svo ætlunin að ræða við heimamenn fyrir austan og skoða álverslóðina á Reyðarfirði. Vann við Atlantsálsverkefnið Michael Baltzell er íslenskum stjórnvöldum vel kunnur því á sínum tíma tók hann þátt í viðræðum vegna álversframkvæmda sem fyrirhugað- ar voru á Keilisnesi í svonefndu Atl- antsáls-verkefni Alumax í Banda- ríkjunum, Gränges í Svíþjóð og Hoogovens í Hollandi. Hann starfaði hjá Alumax í 27 ár. Finnur Ingólfsson, seðlabanka- stjóri og formaður viðræðunefndar stjórnvalda í álversmálum, er ásamt fleirum í för með Baltzell og félögum á Austfjörðum. Þeir hittust síðast fyrir sex árum er Finnur var iðn- aðarráðherra og formlegur endi var bundinn á Atlantsáls-verkefnið. Finnur sagði við Morgunblaðið að áhugi Alcoa nú væri augljóslega mik- ill og fyrirtækið ynni að málinu í fullri alvöru. Of snemmt væri að segja til um niðurstöðu fyrirtækis- ins, margt gæti komið upp líkt og reynslan sýndi. Aðalsamningamaður álfyrirtækisins Alcoa í samtali við Morgunblaðið „Teljum að hér séu tækifæri fyrir okkur“ Á MIÐNÆTTI í nótt hóf lögreglan landamæraeftirlit á innri landamær- um Íslands að Schengen-ríkjunum og efldi eftirlit á ytri landamærum Schengen, skv. fyrirmælum ríkislög- reglustjóra. Er þetta gert í öryggisskyni vegna funda utanríkisráðherra Atlants- hafsbandalagsins í Reykjavík í næstu viku en eftirlitið færist í fyrra horf á hádegi 16. maí. Hert landa- mæraeftirlit nær til allra landa- mærastöðva, jafnt til hafna sem flug- valla. Allir sem koma til landsins, jafnt frá Schengen-ríkjum sem ann- ars staðar frá, verða að framvísa vegabréfum. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir að þessi ráðstöfun sé gerð í samræmi við ákvæði Schengen-samningsins. Þar er kveð- ið á um að ríki geti tekið upp eftirlit á innri landamærum ef almannahags- munir eru í húfi. Hollendingar og Belgar gripu t.d. til sambærilegra ráðstafana fyrir Evrópumeistara- keppnina í fótbolta árið 2000. Farangur skoðaður betur Aukið eftirlit mun að sjálfsögðu mæða mest á lögreglunni á Keflavík- urflugvelli sem hefur undirbúið að- gerðir í samráði við Útlendingaeft- irlitið. Jóhann R. Benediktsson sýslumaður segir að allir útlending- ar sem koma til landsins muni fylla út komuspjöld, svipuð þeim sem far- þegar til Bandaríkjanna þurfa að út- fylla, og skoðun á farangri verður hert til muna. Íslendingar munu ganga um sérstök hlið en útlending- ar um önnur. Er það gert til að auð- velda vegabréfaeftirlit og tollskoðun. Áhersla verði lögð á að ekki komi til tafa á flugvellinum en aukinn mann- skapur verði við störf Aðspurður sagði Jóhann að kæmi einhver til landsins sem væri sann- arlega óæskilegur yrði honum mein- uð landganga. Slíku úrræði var síð- ast beitt þegar 19 danskir vítisenglar komu til landsins í byrjun ársins. Hert landamæraeftir- lit vegna NATO-funda  Leggja þarf/34 ÞÓTT samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tryggi í mörgum atriðum samskipti Íslendinga við Evrópusambandið hvað varðar við- skipti með vörur, þjónustu, fjár- magn og vinnuafl er óvíst að samn- ingurinn sé fullnægjandi umgjörð um samskiptin til lengri tíma. Þetta kemur fram í skýrslu hnatt- væðingarnefndar, sem er nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í nóvember í fyrra. Í nefndinni sátu níu manns. Skýrslan var lögð fram til kynningar á blaðamannafundi í gær. Í kynningu á skýrslunni kom fram að sameiginleg sjávarútvegs- stefna Evrópusambandsins og ólíkar hagsveiflur í Evrópu og hér á landi hefðu þótt helsta fyrirstaða þess að Ísland gæti sótt um aðild að sambandinu. Þetta þyrfti hins vegar ekki endilega að koma í veg fyrir aðild Íslands að ESB. Raunvextir gætu lækkað um 1,5–2 prósentustig Nefndin telur að meginbreyting- in sem fylgdi upptöku evrunnar yrði að álag á innlenda vexti myndi hverfa og vaxtakostnaður hér á landi því minnka. Lauslega áætlað gætu raunvextir á innlend- um skuldabréfum lækkað um 1,5–2 prósentustig við upptöku evru frá því sem þeir hefðu verið á und- anförnum árum. Slík lækkun vaxta myndi lækka vaxtagreiðslur heimila og atvinnu- vega til lánakerfisins um 15 millj- arða króna. Kannaðir verði kostir og gallar inngöngu í ESB Nefndin telur að nauðsynlegt sé að vinna skipulega að rannsókn á kostum og göllum aðildar Íslands að Evrópusambandinu og telur að breytingar sem eru í sjónmáli á næstu árum muni auka væntanleg- an ávinning af inngöngu. Hér komi einkum tvennt til. Breytingar verði á aðgengi Íslands að mörk- uðum þeirra ríkja sem gangi í sambandið og stækkun mynt- bandalagsins verði einnig til þess að mjög stór hluti utanríkisvið- skipta verði við ríki innan þess. Fjallað um inngöngu í ESB og upptöku evrunnar í hnattvæðingarskýrslu Vaxtagreiðslur gætu lækkað um 15 milljarða á ári  Nauðsynlegt/20 FYRSTU kríurnar eru komnar til höfuðborgarinnar eftir að hafa þreytt langt flug frá vetrar- stöðvum sínum við syðsta hluta Atlantshafsins. Til að búa við sí- fellt sumar þarf krían að leggja á sig flug eftir endilöngu Atlants- hafinu tvisvar sinnum á ári og má því segja að þessi smái fugl fljúgi hringinn í kringum jörðina á hverju ári. Þessi kríuhópur kastaði mæðinni á Seltjarnarnes- inu í gær, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar um. Krían verpir fyrripartinn í júní og eins og allir vita getur hún orðið ansi herská telji hún ungum sínum eða eggjum ógnað. Krían gerir árás með því að stinga sér úr háloftunum og með oddhvössu, blóðrauðu nefinu reynir hún að hrekja vágestinn á brott. Þá er ágætt ráð að vera með prik eða einhvern hlut fyrir ofan höfuðið þar sem krían ræðst á það sem ber hæst. Morgunblaðið/Ómar Krían kom- in eftir langt flug

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.