Morgunblaðið - 07.05.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 07.05.2002, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 27 STANDARD + STANDARD+ bílskúrshurðirnar frá Garaga eru framleiddar undir ströngu eftirliti í mörgum stærðum og litum. Framleiddar með varanleika og fallega hönnun í huga. Við bjóðum 15% afslátt af öllum pöntunum í maí. Sími 525 3000 • www.husa.is Bílskúrshurðir ÞESSI vel útilátna sýning gefur góða innsýn í margháttað höfund- arverk Ólafs Þórðarsonar. Sýningin er hingað komin frá John Elder Gallery í New York. Þótt yfirlitið sé ef til vill nokkuð langt frá því að kall- ast tæmandi er með hjálp litskyggna og myndbands bætt fyrir plássleys- ið. Fyrir vikið fæst allfyllt mynd af þessum ágæta hönnuði og skipulags- fræðingi sem hefur aðsetur í New York og lætur sig varða umhverfi sitt í stóru sem smáu. Líkt og Gaetano Pesce, hinn víð- kunni, ítalski áhrifavaldur og koll- ega, gengur Ólafur frjálshuga og organískt til verks. Óhjákvæmilega kemur upp í hugann Paul Klee og sérkennilega lífræn veröld hans þar sem óheft línuspil – á stundum líkast símakroti – kveikir fastmótaðar hug- myndir. Þetta virðist til dæmis eiga við um snigilinn sem umhverfist í klukku. Jafnvel hér er eitthvað í smellinni hugdettunni sem minnir á Klee og broslegar uppfinningar hans, svo sem Tístivélina góðu frá 1922. En það er fleira sem minnir á Klee og símakrotið. Ormahillurnar, sem Ólafur kallar svo og líkjast helst uppdrætti af hornhvössum völund- arhúsum, minna sterklega á bein- línuspil þar sem línan tekur engan endi en fléttast áfram um fernings- laga hólf, stór og smá. Ófá verk Klee byggjast á slíkum óhlutbundnum köflum sem dregnar eru með bein- um en fríhendis útlínum. Sem hirslur og vínrekkar nýtast þessi módernísku völundarhús afbragðs- vel. Lampar eru þó þeir hlutir sem setja mestan svip á sýningu Ólafs Þórðarsonar. Sumir eru úr mjúkri kvoðu eins og snigilklukkurnar, aðr- ir eru eilítið harðari, viðlíka sumum Ormahillunum, og enn aðrir eru belgvíðir eins og tuðrur með víðu barkaopi – svonefndir Hönd í belg – sem hefur sína sérstæðu lögun svo auðvelt sé að fara með höndina ofan í belginn og skipta um peru. Þá eru ónefndar margvíslegar til- lögur Ólafs að skipulagi á hvers kyns reitum í landi borgar og bæja, þar á meðal á Seltjarnarnesi og Álftanesi. Hvarvetna virðast þó vera formræn tengsl milli verka Ólafs og hvar- vetna gætir áhrifa módernismans. Um leið og verk hans hljóma nýstár- leg minna þau sterklega á ýmsar listrænar tilraunir frá fyrri hluta tuttugustu aldar. Tímaskyn Ólafs er greinilega mjúkt eins og klukkur hans, og úrin í Kergja minnisins, hinni þekktu mynd Salvadors Dalí. Eitt er öðru tengt í endalausri keðju orsaka og afleiðinga, enda tryggir slík framvinda betur en nokkuð ann- að sérkenni höfundarins. Mjúkar og harðar lausnir MYNDLIST/HÖNNUN Hönnunarsafn Íslands Til 12. maí. Opið þriðjudaga til sunnu- daga frá kl. 14–18. HÖNNUN & TEIKNINGAR ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Halldór Björn Runólfsson Frá sýningu Ólafs Þórðarsonar í Hönnunarsafni Íslands. Á CAFÉ Presto, Hlíðarsmára 15 í Kópavogi, stendur nú yfir sýning á olíumálverkum Egils Eðvarðssonar. Sýningin nefn- ist Matarlist. 30 ár eru liðin frá því Egill útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands og 7 ár frá síðustu einkasýningu hans. Að þessu sinni er myndefnið matur. Málverka- sýning á Café Presto ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.