Morgunblaðið - 07.05.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 07.05.2002, Síða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SJÖ hjólaáhugamenn festu nýver- ið kaup á jafnmörgum TREK 5500 og 5900 keppnishjólum og segir Ingi Rafn Bragason, versl- unarstjóri Arnarins, að mikil gleði hafi ríkt meðal viðtakenda þegar hjólin voru afhent nú í sum- arbyrjun. Umrædd hjól eru með þeim allra léttustu sem framleidd eru og með besta búnaði sem völ er á, segir Ingi Rafn ennfremur, en stellið er úr trefjaefni og hjóla- búnaðurinn Duraace frá Shimano, sem mun vera sá dýrasti frá fyr- irtækinu. Gjarðirnar eru frá Bontrager og úr títani, sem er létt og sterkt eins og stellið, að hans sögn. Trefjar hannaðar af NASA Ingi Rafn segir trefjaefnið í stellinu upphaflega hannað hjá Bandarísku geimvísindastofn- uninni, NASA, og munu umrædd hjól vera þau fyrstu sinnar gerðar hér á landi. „Stellið er heilsteypt og gífurlega létt og sterkt og gleypir jafnframt í sig titringinn sem myndast þegar hjólað er, en lendir ekki í skrokknum á hjól- reiðamanninum. Það er því mjög sérstök tilfinning að hjóla á svona hjóli,“ segir hann. Lance Armstrong, þrefaldur Tour de France meistari, notar TREK 5900 keppnisreiðhjól og segir Ingi Rafn að fulltrúar fram- leiðendanna hafi verið hæst- ánægðir með að selja sjö hjól í einu til Íslands. „Jafngildir það því að þeir hefðu selt 7.000 hjól á einu bretti í Bandaríkjunum,“ segir hann. Hjólin kosta 550–600.000 krón- ur og segir Ingi Rafn að rúmlega hálft ár hafi liðið frá því að hug- myndin um þessi kaup var fyrst rædd og þar til hjólin voru afhent. „Sendingin var svo tvær vikur á leiðinni eftir að pöntunin var gerð og mikið fjör í versluninni þegar hópurinn kom að sækja hjólin,“ segir hann. Kalla sig Hjólafélag miðaldra skrifstofumanna Hjólaáhugamennirnir sem um ræðir eru Gísli Ólafsson, Guð- mundur Björnsson, Frosti Sig- urjónsson, Elvar Rúnarsson, Ósk- ar M. Jónsson, Tómas Jónsson og Gunnar Már Zoëga og segir Gísli Ólafsson, einn liðsmanna, að hóp- urinn hafi hjólað saman í nokkur ár. „Það hefur verið draumur okk- ar að fá hjól af þessu tagi en und- anfarin ár höfum við hjólað á fjallahjólum. Þessi hjól eru hins vegar götuhjól og einungis ætluð til hjólreiða á malbiki,“ segir hann. Gísli er búsettur á Blönduósi og kveðst hjóla nánast daglega. Aðrir í hópnum búa í Reykjavík, utan einn sem býr Suður-Frakklandi. Liðsmenn eru 38–40 ára gamlir og segir Gísli félagsskapinn hafa komið fram undir nafninu Hjóla- félag miðaldra skrifstofumanna þegar hjólað var frá Reykjavík til Egilsstaða í Eldrauninni svoköll- uðu í fyrrasumar. „Þarna hjól- uðum við á móti strákum úr lands- liðinu, 10–20 árum yngri, og unnum þá. Við erum allir miklir keppnismenn í hópnum og kepp- um ekki síst innbyrðis,“ segir hann. Æfingar fyrir hjólakeppni sum- arsins eru þegar hafnar í félaginu, þótt hver hjóli með sínu lagi enn sem komið er og segir Gísli til að mynda ráðgert að hjóla með ein- um liðsmanna á heimaslóðum í Frakklandi í sumar. „Það hefur ekki enn komið í ljós hver er bestur,“ segir hann að- spurður. „Það er mismunandi á hverjum tíma fyrir sig,“ segir Gísli Ólafsson að síðustu. „Draumur okkar að eignast keppnishjól“ Morgunblaðið/Golli Gísli Ólafsson, Guðmundur Björnsson, Frosti Sigurjónsson, Elvar Rúnarsson, Óskar M. Jónsson, Tómas Jónsson og Gunnar Már Zoëga þegar hjólin góðu voru afhent á þriðja degi sumars. BLÓMAVERSLUNIN Ráðhús- blóm hefur á undanförnum vikum boðið viðskiptavinum sínum að láta 5% söluandvirðis vegna blóma- kaupa renna til styrktar málefni sem þeir kjósa, segir Gerður Gunn- arsdóttir hjá Ráðhúsblómum. Verð á blómum hefur ekki hækkað fyrir vikið að hennar sögn. Gerður segir að kaupupphæðin sé færð í bók ásamt nafni þess félags eða samtaka sem viðskiptavinur vill styrkja og að hann geti jafnframt kvittað fyrir með nafni og kennitölu ef óskað er. „Verslunin hefur síðan samband við styrkþega og fær leyfi til þess að safna fjármunum á til- tekinn bankareikning. Kaup sem gerð voru í mars eru lögð inn á reikning í maí þegar kreditkorta- greiðslur eru komnar til skila og geta viðkomandi félög komið og fylgst með bókhaldi yfir slíka sölu,“ segir hún. Þau félög sem viðskiptavinir Ráð- húsblóma hafa kosið að styrkja til þessa eru Geðhjálp, ABC-hjálpar- starf, Knattspyrnudeild KR, Um- sjónarfélag einhverfra, Félag eldri borgara, Hjálparstarf kirkjunnar, Götusmiðjan, Þroskahjálp og Slysa- varnafélagið Landsbjörg og segir Gerður viðskiptavinum í sjálfsvald sett að bæta félögum á listann. „Þeim sem hyggja á blómakaup er því bent á þetta tækfæri til þess að gleðja bæði þann sem blómvöndinn fær sem og félagið sem viðkomandi vill styrkja,“ segir Gerður Gunnars- dóttir í Ráðhúsblómum að síðustu. 5% af söluandvirði til styrktar góðu málefni HÁR ehf. hefur nú á boðstólum nýjung frá Redken, Spray Starch no. 15, sem er mótunarúði fyrir hárið með hitavörn, sam- kvæmt til- kynningu. Hægt er að móta hárið í öllum gerðum hitatækja með því að nota Spray Starch og búa til mynstur í hár- ið, segir enn- fremur. „Efnið verður virkt við hita, afraf- magnar hárið, klístrast ekki eða safnast utan á hárið og þvæst auðveldlega úr.“ Fram kemur að tæki sem hita hárið séu til á átta af hverjum tíu heimilum nútímans. „Með aukinni notkun sléttujárna, krullujárna, krumpujárna og fleira eru hármót- unarefni með hitavörn nauðsyn- leg,“ segir loks í tilkynningu frá Hári ehf. Mótunarúði með hitavörn NÝTT KOMIN er á markað ný tegund af Wolford-sokkabuxum sem gerð er sérstaklega fyrir opna skó, að því er segir í tilkynningu frá Sigurbogan- um. Buxurnar eru með upphleyptum sílikon-bólum undir ilinni sem koma í veg fyrir að fóturinn renni fram í skóinn. Sokkabuxurnar eru þunnar, með mattri áferð og fáanlegar í tveimur húðlitum og svörtu. Wol- ford-sokkabuxurnar fást eingöngu í Sigurboganum við Laugaveg, segir að síðustu í tilkynningu frá verslun- inni. Sokkabuxur fyrir opna skó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.