Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 21

Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 21 BU DA PE ST H A U S T I Ð Í S k ó g a r h l í ð 1 8 • 1 0 5 R e y k j a v í k S í m i 5 9 5 1 0 0 0 • F a x 5 9 5 1 0 0 1 • w w w . h e i m s f e r d i r. i s 28.450 kr. Flugsæti til Búdapest, 14. október með 8.000 kr. afslætti ef bókað er fyrir 30. júní. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Fyrstu 300 sætin. 37.750 kr. Flug og hótel í 3 nætur m.v. 2 í herbergi á Tulip Hotel, 14. október, með 8.000 kr. afslætti. Buda pest Beint flug fimmtudaga og mánudaga í október frá 28.450 kr. með Heimsferðum Búdapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evrópu og það undrar engan sem hefur kynnst töfrum hennar. Drottningin við Dóná og hjarta Evrópu eru nöfn við hæfi. Ungverjar eru orðlagðir fyrir gestrisni og í Búdapest er auðvelt að njóta veislu í mat og drykk, á milli þess sem maður kynnist ólíkum andlitum borgarinnar. Ungverjaland var í þjóðbraut milli Austur- og Vestur-Evrópu og menningar- arfurinn ber því vitni. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari heillandi borg. Í boði eru mjög góð þriggja, fjögurra og fimm stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um borgina með íslenskum fararstjórum Heimsferða. 8.000 kr. afsláttur Ef þú bókar í ferð frá mánudegi til fimmtudags fyrir 30. júní, getur þú tryggt þér 8.000 kr. afslátt. N O N N I O G M A N N I IY D D A • N M 0 5 9 5 1 /s ia .is MORGUNBLAÐINU hefur borist eftir farandi athugasemd frá Aco- Tæknival: „Talenta-Hátækni til- kynnti á dögunum um 54 milljóna króna tap á fyrsta ársfjórðungi og rekur það til lækkana á gengi tveggja skráðra fyrirtækja sjóðsins, Columb- us IT Partner og AcoTæknivals. Hið rétta er að 924 þúsund krónur af ofangreindu tapi má rekja til Aco- Tæknivals eða um 2% tapsins. Nafn fyrirtækisins er því að ósekju dregið inn tilkynninguna því öllum má ljóst vera að lítilsháttar lækkun á gengi AcoTæknivals ræður óverulegum hluta í tapi Talentu-Hátækni. “ Athugasemd frá Aco- Tæknivali LANDSBANKINN-Landsbréf spá- ir óbreyttri vísitölu í maímælingu. Gangi spáin eftir mun rauða strik- ið haldast og léttir þá á óvissunni um mögulega uppsögn kjarasamning- anna. Þá telja sérfræðingar bankans að hratt dragi úr verðbólgu og góðar líkur séu á að 2,5% verðbólgumark- miðum Seðlabankans verði náð þeg- ar á þessu ári. „Aprílmæling benti sterkt til að hratt dragi úr verðbólgunni. Þær verðhækkanir sem komu til vegna veikingar krónu á síðasta ári og launahækkana hafa að mestu komið fram. Einhverjir aðilar voru með tímabundnar lækkanir fram yfir maímælingu en óvíst er hvort þær ganga til baka í júnímælingu þar sem krónan hefur styrkst verulega síðan. Þegar litið er á þróun að undan- förnu sést að létt hefur á nær öllum þrýstingi til hækkana hvort sem það er vegna launa, gengis eða eftir- spurnar og útlit því bjart framund- an,“ að því er segir í spá Landsbank- ans. Greiningardeild Búnaðarbankans spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,1% í maí og að gildi vísi- tölunnar verði 221,7. Gangi spáin eft- ir mælist verðbólga síðustu 12 mán- aða rétt tæplega 6%. Styrking á gengi krónunnar og lækkanir sem tilkynntar hafa verið upp á síðkastið eru helstu skýringar á þessari lækk- un. Einnig hefur ákvörðun olíufélag- anna um óbreytt verð á bensíni já- kvæð áhrif á niðurstöðuna. Hagstofa Íslands birtir vísitölu neysluverðs 14. maí n.k. Vísitala neysluverðs Litlum breyt- ingum spáð Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf. hefur selt 15.965.478 krón- ur að nafnverði hlutafjár í Ís- landsbanka hf. á verðinu 5,00, þ.e. á söluverðinu um 79,8 milljónir króna. Eignarhlutur Gaums eftir söluna er enginn. Frá þessu var greint í tilkynn- ingu á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Gaumur er í eigu Jóhann- esar Jónssonar, stjórnarmanns í Baugi hf., og barna hans, Kristínar og Jóns Ásgeirs, bankaráðsmanns í Íslands- banka. Ekki náðist í Jón Ásgeir í gær en hann er erlendis. Krist- ín Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Gaums, vildi ekki tjá sig um sölu eignar- hlutarins í Íslandsbanka. Gaumur selur í Íslands- banka HAGNAÐUR Sæplasts á fyrsta árs- fjórðungi nam 18 milljónum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði (EBITDA) var tæpar 92 milljónir króna eða um 13,5% af tekjum. Á sama tímabili á síðasta ári var tap af rekstrinum upp á tæpar 10 milljónir króna. Veltufé frá rekstri var tæpar 68 milljónir króna sem er 18 milljónum króna hærra en fyrir sama tímabil á árinu 2001. Reksturinn á fyrsta ársfjórð- ungi hefur gengið vel þrátt fyrir að sala hafi verið undir áætlunum, en hún fór mun hægar af stað í Norður- Ameríku en gert var ráð fyrir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Sæplasti. Rekstrartekjur félagsins námu 674 milljónum króna en rekstrar- gjöldin námu 583 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. „Rekstur fyrsta ársfjórðungs gekk í meginatriðum vel þrátt fyrir að sölumarkmið hafi ekki náðst að fullu. Munar þar mestu um að salan í Ameríku var nokkuð undir áætlun- um. Samt sem áður eru sölutekjur samstæðunnar í heild að aukast um tæp 23% milli tímabila. Rekstrarkostnaður í heild er sam- kvæmt áætlunum félagsins og er ljóst að það mikla hagræðingarstarf sem unnið var að allt sl. ár er farið að skila sér,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) er nú um 13,5% af veltu þrátt fyrir að nokkurt tap sé af rekstrinum í Kanada. Allar aðrar einingar félagsins skila já- kvæðri afkomu. Á árinu 2002 er gert ráð fyrir að afkoman verði mun betri en á síðasta ári. Verkefnastaða félagsins er góð um þessar mundir og virðist sem sala í Norður-Ameríku sé að taka við sér. Reiknað er með að hagnaður verði af öllum einingum á öðrum árs- fjórðungi. Hagnaður Sæ- plasts 18 milljónir Tískuvörukeðjan Karen Millen, sem er í helm- ingseign ís- lenskra fjárfesta, ráðgerir að yf- irtaka einn keppinauta sinna, tískuvörukeðjuna Whistles, fyrir 7 til 10 milljónir punda (þ.e. 945 til 1.350 m.kr.), að því er segir í netútgáfu Times í Bretlandi. Þar segir að reiknað sé með að gengið verði frá samningi þessa efnis á allra næstu vikum. Tals- menn íslensku fjárfestanna vildu ekki tjá sig um málið við Morg- unblaðið. Fatahönnuðurinn Karen Millen stofnaði samnefnt fyrirtæki sitt árið 1981 en seldi um 49% hlut í því til íslenskra fjárfesta sl. haust. Um er að ræða nokkurn hóp fag- fjárfesta með Kaupþing, Sigurð Bollason og Magnús Ármann í broddi fylkingar. Gert er ráð fyrir að velta Karen Millen á síðasta fjárhagsári, sem lauk í febrúar, hafi numið ríflega 60 milljónum punda (8,1 ma.kr.). Whistles-fyrirtækið var stofnað árið 1976 og var meira eða minna í eigu stofnenda þar til í nóvember sl. þegar helmingshlutur þeirra var seldur fataheildsalanum Rich- ard Caring fyrir um 5 milljónir punda (675 m.kr.), sem fékk með kaupunum full yfirráð yfir fyrir- tækinu. Hann er sagður vilja selja nú til að geta einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni, en hann sér m.a. bresku keðjunum Bhs og Arc- adia fyrir fatnaði. Samkvæmt upplýsingum Times skilaði rekstur Whistles 1 milljón punda í hagnað fyrir skatta á síð- asta ári og vörusala nam um 25 milljónum punda (3,4 ma.kr.). Karen Millen reynir yfirtöku á Whistles Morgunblaðið/Golli ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.