Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 19

Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 19 HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval REKSTUR Kaupþings banka hf. skilaði 321 milljón króna hagnaði á fyrsta fjórðungi ársins 2002 og er það 79% betri afkoma samstæðunnar en á sama tímabili í fyrra. Þar af var hagn- aður erlendra dóttur- og hlutdeildar- félaga 30 milljónir króna og hlutdeild í hagnaði Frjálsa fjárfestingarbankans var 116 milljónir króna. Hreinar rekstrartekjur Kaupþings jukust um 72% frá sama tímabili í fyrra og námu nú röskum 1,9 millj- örðum króna. Þar af námu hreinar vaxtatekjur tæpum 42 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi í ár en námu rúmum 17 milljónum króna í fyrra. Aukningin nemur 142% á milli ára. Þá nam gengishagnaður sam- stæðunnar af annarri fjármálastarf- semi 877 milljónum en 184 milljóna króna tap varð af þessum lið í fyrra. Rekstrargjöld námu tæpum 1,4 millj- örðum króna og aukast um 76%, sem skýrist af því að fleiri fyrirtæki koma nú inn í uppgjörið en áður. Framlag í afskriftareikning útlána nam 127 milljónum en það er rúmlega fjórföld- un frá fyrra ári. Kaupþing hefur nú hætt að verð- leiðrétta reikningsskil sín, að því er segir í árshlutareikningnum en sam- anburðarfjárhæðum hefur ekki verið breytt til samræmis. Hefði óbreyttum aðferðum verið beitt við gerð reikn- ingsskilanna nú hefði hagnaður bank- ans lækkað um 75 milljónir króna. Heildareignir samstæðunnar námu í marslok 130 millörðum króna og jukust um 9,8% frá áramótum. Útlán voru 46,6 og lækkuðu um 5% frá árs- byrjun en þau nema nú 36% af heild- areignum. Eigið fé var 9,4 milljarðar króna og CAD-hlutfall 11,7%. Arð- semi eigin fjár var 14,7%. Taka þátt í fjármögnun bandarísks sjóðastýringarfyrirtækis Hlutabréfaeign Kaupþings var bókfærð á 20,1 milljarð króna í lok fjórðungsins, þar af nemur hluta- bréfasafn í óskráðum félögum 6,9 milljörðum. Þeirra á meðal eru Víf- ilfell, Fasteignafélagið Stoðir, Kaup- ás, Bonus Stores og Karen Millen. Í tilkynningu kemur fram að félag- ið hafi samið um að taka þátt í fjár- mögnun sjóðastýringarfyrirtækisins Drake Fund Management í New York og keypt 20% hlut í fyrirtækinu í formi forgangshlutabréfa að andvirði 10 milljónir Bandaríkjadala. Aðrir eigendur eru stofnendur fyrirtækis- ins og starfsfólk. Drake mun sérhæfa sig í rekstri skuldabréfasjóða, bæði hefðbundinna verðbréfasjóða og vog- aðra skuldabréfasjóða og hafa þegar safnast um 350 milljónir dala í sjóði þess, að því er segir í tilkynningunni. Frjálsi fjárfestingarbankinn skilaði 117 milljónum Hagnaður af rekstri dótturfélags- ins Frjálsa fjárfestingarbankans, sem Kaupþing á að 99,4% og er hluti af samstæðunni, skilaði 117 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 355 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu segir að betri afkomu í fyrra megi rekja til 531 milljónar króna gengismunar vegna gengis- hækkunar hlutabréfa í Kaupþingi banka hf. Gengismunur á fyrsta árs- fjórðungi 2002 var hins vegar 1 millj- ón króna. Hreinar vaxtatekjur bankans juk- ust um 128% frá sama tímabili í fyrra og útlán drógust saman um 2% frá áramótum til marsloka. Framlag í af- skriftarreikning útlána var 15 millj- ónir króna. Eigið fé Frjálsa fjárfest- ingarbankans var 2,4 milljarðar í lok tímabilsins, CAD-eiginfjárhlutfall var 23,7% og arðsemi eigin fjár 22,5%. Fram kemur í tilkynningu að bankinn hafi afnumið verðleiðrétt rekningsskil í árshlutareikningnum en saman- burðarfjárhæðum hafi ekki verið breytt til samræmis. Hagnaður Kaupþings 321 milljón króna GENGI krónunnar styrktist í gær um 0,93% í viðskiptum með gjaldeyri á millibankamarkaði. Gengisvísital- an var 128,85 stig í upphafi dags og endaði í 127,65 stigum og hefur ekki verið jafn sterkt síðan 4. apríl í fyrra. Gengi Bandaríkjadals er nú 90,60 krónur en samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Landsbankans hefur gengi dals verið að lækka gagnvart öðrum Evrópumyntum. Gengi krónunnar gagnvart Banda- ríkjadal hefur ekki verið hærra síðan 29. mars í fyrra. Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 9,98% frá áramótum. Gengi evrunnar er skráð 83,04 krón- ur og breska pundið er á 132,98 krónur. Viðskipti á millibankamark- aði voru um 5 milljarðar króna í gær, samkvæmt upplýsingum frá gjald- eyrisborði Landsbankans. Krónan hefur styrkst um 10% í ár EES-nefndin var kölluð saman til neyðarfundar í gærmorgun vegna þeirrar ákvörðunar Evr- ópusambandsins að leggja tolla á stál frá öllum löndum sem ekki eiga aðild að sambandinu. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir ákvörðun ESB skýrt brot á EES-samningnum og gott dæmi um þá erfiðleika sem EES-löndin standi frammi fyrir við að verja stöðu sína gagnvart ESB. „Við erum hluti af hinum innra markaði og þar af leiðandi er óheimilt að beita þessu gagnvart Íslandi og Noregi,“ sagði hann. Þá sagði Halldór á fundi með blaðamönnum í utanrík- isráðuneytinu í gær að hér væri um „prinsippmál“ að ræða þótt ákvörðun hefði ekki bein efnahagsleg áhrif hér á landi. Tollar á stál Ákvörðun brot á EES-samn- ingnum Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.