Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Háskólann í Reykjavík í gærmorgun. Forsetinn kynnti sér það starf sem unnið er í skólanum, en um þessar mundir eru nemendur að leggja síðustu hönd á viðamikil verkefni sem þeir hafa unnið að undanfarið. Forsetinn tók einnig þátt í Hádegisháskóla starfs- manna og hafði þar framsögu um háskóla og hlutverk þeirra í fram- tíðinni, alþjóðlega þróun og hlut ís- lenskra háskóla. Morgunblaðið/Kristinn Forsetaheim- sókn í Háskól- ann í Reykjavík VIÐ umræður um þróun miðborgar Reykjavíkur á síðasta borgarstjórn- arfundi upplýsti Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, að mikið væri af lausu húsnæði til leigu og sölu á svæðinu milli Snorrabrautar og Aðalstrætis. Kvaðst hann hafa upplýsingar um að á þessu svæði væru rúmlega 42 þús- und fermetrar til sölu og leigu á 119 stöðum. Árni Þór Sigurðsson, for- maður skipulags- og bygginganefnd- ar, gerði grein fyrir skýrslu starfs- hóps um deiliskipulag við Banka- stræti og Laugaveg þar sem settar eru meðal annars fram tillögur um nýtingu lóða og friðun húsa. Árni Þór sagði mikið hafa verið unnið í tengslum við miðborgina til að skapa henni góða umgjörð og vaxtar- og þróunarmöguleika. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þró- un miðborgarinnar og töldu henni hafa hnignað í valdatíð Reykjavík- urlistans. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna, sagði brýnt að menn gerðu sér grein fyrir því að Reykjavíkurlistinn hefði verið við völd í nærri 8 ár og allan þann tíma hefði hann haft tíma til að bæta ástand miðborgarinnar og vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Nú væri, rétt fyrir kosningar, hugað að því að skapa eðlilegt svigrúm fyrir þróun við Laugaveg. Hún gagnrýndi meiri- hlutann fyrir það sem hún nefndi of- verndunarstefnu og kvað slíkt ekki ganga við Laugaveginn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði aðallega liggja fyrir skýrslur, greinargerðir og úttektir um skipulag í miðborg- inni eftir átta ára valdaferil R-lista. Árni Þór vitnaði til skýrslu Land- mats um greiningu á starfsemi mið- borgarinnar sem hann sagði sýna að verslunar- og atvinnustarf í borginni hefði dafnað á síðustu árum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, sagði málflutning minnihlutans um málefni miðborgarinnar einkennast af bölmóði og svartsýni. Hún sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að allt væri þar í himnalagi en það væri langt því frá að allt væri þar á nið- urleið. Sagði hún það hafa vakið at- hygli sína að enginn borgarfulltrúa sjálfstæðismanna hefði minnst á Vatnsmýrina, þar sem sóknarfærin lægju. Kvaðst hún draga þá ályktun af þögn þeirra um það svæði að þeir hefðu ekki raunverulegan áhuga á þróun miðborgarinnar. Guðlaugur Þór nefndi nokkur dæmi um húsnæði á lausu í miðborg- inni, svo sem við Skólavörðustíg, Klapparstíg og Laugaveg, svo sem húsnæði Stjörnubíós, Laugaveg 90– 92, Laugaveg 7, einnig Bankastræti 5 þar sem Íslandsbanki hefði verið til húsa, Hafnarstræti 20, Lækjargötu 2 og skrifstofuhúsnæði á horni Póst- hússtrætis og Austurstrætis. Sagði hann þetta vera rúmlega 42 þúsund fermetra í húsnæði, fyrir utan þetta sagði Guðlaugur Þór að um 24 þús- und fermetrar væru af lausu hús- næði við Mýrargötu, á Grandagarði og við Skúlagötu. Guðlaugur kvaðst lesa annað út úr skýrslu Landmats en Árni Þór, m.a. það að fyrirtækjum og starfsmönnum færi fækkandi. Óveruleg breyting Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Miðborgar, tjáði Morgunblaðinu að samanburður á fjölda fyrirtækja, fjölda starfs- manna, fjölda starfsígilda og heild- arflatarmáls fyrirtækja í miðborg Reykjavíkur leiddi í ljós óverulegar breytingar á heildartölum milli ára. Það væri meginniðurstaða skýrslu Landmats. Hún sagði slíka saman- tekt hafa verið gerða í ágúst síðustu tvö árin og svo yrði einnig nú. Í skýrslunni kemur fram að fyr- irtækjum í miðborg fækkaði frá árinu 2000 til 2001 um 5 og starfs- mönnum um 46. Heildarflatarmál hefði minnkað um rúma þúsund fer- metra. Aukning varð í gistirými um 6%, um 2% minnkun í smásöluversl- un, fækkun varð meðal starfsmanna veitingastaða og minnkun á flatar- máli þeirra þótt stöðunum hefði ekki fækkað. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þróun miðborgarinnar Telja 42 þúsund fermetra á lausu í miðborginni SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- málaráðherra sótti í gær og í dag fund ráðherra Eystrasalts- ríkjanna sem fara með lög- reglusamvinnu. Til fundarins eru boðaðir, af hálfu þýska inn- anríkisráðherrans Otto Schily, dóms- og innanríkisráðherrar Norðurlandanna fimm auk Pól- lands, Eistlands, Lettlands og Rússlands, en ríkin eru öll að- ilar að Eystrasaltsráðinu. „Meginefni fundarins er um- ræður um samstarfsverkefni Eystrasaltsríkjanna gegn skipulagðri glæpastarfsemi, en á vettvangi Eystrasaltsráðsins, sem Ísland á aðild að, hefur starfað sérstakur starfshópur sem skipuleggur baráttuna gegn alþjóðlegri glæpastarf- semi. Samvinna ríkjanna á þessum vettvangi hefur verið mjög víð- tæk og náð til margra þátta. Fjölmörgum verkefnum hefur verið hrint í framkvæmd frá því að samstarfið hófst á leiðtoga- fundi Eystrasaltsríkja árið 1996. Hefur sjónum verið með- al annars verið beint að smygli á fíkniefnum, mansali, barátt- unni gegn skipulögðum glæpa- samtökum og fleira. Nánari upplýsingar má finna á heima- síðu starfshópsins, www.baltic- seataskforce.dk. Á fundinum verða ræddar hugmyndir um útvíkkun á sam- starfi ríkjanna og framtíðar- skipulag á því. Verður meðal annars fjallað um tengsl skipu- lagðar glæpastarfsemi og hryðjuverka, aukna þjálfun lög- reglumanna og hvernig unnt er að efla upplýsingaskipti lög- regluliðanna í ríkjunum. Í för með ráðherra eru Ingvi Hrafn Óskarsson aðstoðarmað- ur ráðherra og Stefán Eiríks- son skrifstofustjóri. Fundað um lög- reglu- samvinnu NEMANDI á þriðja ári í lagadeild Háskóla Íslands, sem skildi eftir glósur á kvennasalerni í Odda áður en próf um réttarfar fór fram á föstudag, hefur gefið sig fram við stjórnendur lagadeildar. Kolbrún Linda Ísleifsdóttir kennslustjóri sagði við Morgunblaðið að málinu væri lokið af hálfu deildarinnar, prófúrlausnir nemandans yrðu væntanlega teknar gildar þar sem ekki væri talið að glósurnar hefðu verið notaðar eftir að prófið hófst. Bréf var sent til allra þeirra 40 nemenda sem þreyttu prófið með áskorun um að eigandi glósanna sem fundust á salerninu gæfi sig fram. Umræddur nemandi gaf sig fram við Kolbrúnu Lindu og skýrði sitt mál. Glósurnar í lagadeild Nemandi gaf sig fram ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segist binda vonir við að sú breyting á lögum um stjórn fiskveiða sem samþykkt var á Alþingi á föstudaginn var og felur í sér álagningu veiðigjalds verði til þess að setja niður deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið. Árni sagði að þetta væri endapunktur á löngu ferli og lagt hefði verið upp með það að hægt yrði að finna niðurstöðu sem gæti bundið enda á deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið. Árni benti á að þegar fyrsta áfanganum í þessum efnum hefði lokið með skýrslu auðlindanefndar hefðu verið uppi miklar yfirlýsingar um að þar væri grundvöllur til sátta og þar hefðu verið nefndar tvær meginleiðir til sögunnar. Annarri þeirra leiða hefði síðan verið fylgt til loka. „Hins vegar er það auðvitað þekkt að menn hlaupi frá sínum fyrri yfirlýsingum. Auðvitað er það líka þannig að í stjórnkerfinu hafa menn mismun- andi hlutverk. Stjórnarandstaðan á auðvitað að gagnrýna og leita að öðrum möguleikum til að leysa hlutina og viðra þá. Hagsmunasamtökin eiga að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda, þannig að það er alveg skiljanlegt að í umræðunni hafi þessir að- ilar lagt áherslu á önnur sjónarmið heldur en koma fram í frumvarpi ríkisstjórnarinnar,“ sagði Árni. Hann sagði að eftir sem áður væri búið að lög- festa grundvallaratriði um veiðigjaldið og að fylgt hefði verið annarri af þessum tveimur leiðum auð- lindanefndarinnar og sú leið raunverulega útfærð. „Ég held að það eigi að leiða til þess að það náist víðtækari sátt um kerfið heldur en hefur verið áður. Síðan má auðvitað alltaf deila um einstakar aðferðir og upphæðir,“ sagði Árni ennfremur. Hann bætti því við að ef það hefði einhver hugur fylgt máli í yfirlýsingum bæði stjórnarandstöðu og hagsmunaaðila um að þeir væru tilbúnir að taka upp auðlindagjald og að skýrsla auðlindanefndar væri grundvöllur til að byggja á þá ætti þetta að geta skapað meiri vissu um framtíð kerfisins heldur en verið hefði hingað til. Hann sagði að málið hefði farið í gegnum ítarlega umræðu og hann skynjaði það þannig að úti í þjóð- félaginu væri mjög víðtækur stuðningur við þessa niðurstöðu. Öllum almenningi fyndist að þessum þætti málsins væri lokið að þessu leyti og að kafla- skil hefðu átt sér stað. Hann benti jafnframt á að í umræðunni upp á síð- kastið og í nefndaráliti meirihluta sjávarútvegs- nefndar væri umfjöllunin á þann veg að með þessari niðurstöðu væri lagður grundvöllur að kvótakerfinu og gjaldtökunni til frambúðar. Í nefndarálitinu væri rætt um hvernig menn gætu í framtíðinni bætt afla- markskerfið. „Menn eru komnir að niðurstöðu um að við ætl- um að vera með aflamarkskerfi, þar sem þeir sem fá veiðiheimildirnar greiða fyrir þær með afkomu- tengdu veiðigjaldi,“ sagði Árni. Sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða Bindur vonir við að álagning veiðigjalds setji niður deilur FLOSI Eiríksson, oddviti Samfylk- ingarinnar í Kópavogi, segir það ekki rétt sem fram hafi komið í ræðu Gunnars I. Birgissonar, oddvita sjálfstæðismanna í Kópavogi, um helgina að búið væri að ákveða að taka í notkun nýtt vatnsból í Vatns- endalandi Kópavogsbúa. „Það hefur hvergi verið ákveðið; hvorki í bæj- arráði né bæjarstjórn,“ segir Flosi og bætir því við að fyrrgreind yfir- lýsing Gunnars hafi komið öðrum bæjarráðsfulltrúum mjög á óvart. „Bæjarráð hefur á hinn bóginn verið að skoða þennan möguleika en það á eftir að semja við viðkomandi land- eigendur um ýmis réttindi þannig að yfirlýsingar um þetta eru algjörlega ótímabærar. Það er góð regla í samningaviðræðum að semja fyrst áður en maður fer að monta sig af því hvað maður ætlar að gera. Við náum örugglega ekki betri samningum út af þessum yfirlýsingum.“ Flosi segir að Kópavogur kaupi vatn af Reykja- víkurborg og að hann telji það einnig koma til greina að Kópavogur láti á það reyna hvort borgin vilji bjóða betri samning þannig að Kópavogur borgi minna fyrir vatnið. Óábyrgar prósentutölur Í Morgunblaðinu á sunnudag er greint frá því að Gunnar I. Birgisson hafi skýrt frá því í ræðu sinni, þegar stefnuskrá Sjáflstæðisflokksins í Kópavogi hafi verið kynnt, að þegar hefði verið ákveðið að taka í notkun nýtt vatnsból í Vatnsendalandi Kópavogsbúa. Jafnframt er haft eft- ir Gunnari að um væri að ræða 40– 50% lækkun á vatnsskatti fyrir Kópavogsbúa með því að þeir eign- uðust eigin vatnsveitu í stað þess að kaupa vatn af Reykjavíkurborg. Flosi fullyrðir að þessar prósentu- tölur sem Gunnar nefnir séu algjör- lega óábyrgar; að baki þeim liggi ekki fullfrágengnar kostnaðar- og rekstraráætlanir fyrir nýja vatnsöfl- un fyrir Kópavog. Flosi fagnar hins vegar áhuga Gunnars á vatnsskatt- inum. „Lækkun vatnsskattsins er eitt af stefnumálum Samfylkingar- innar í Kópavogi. Oddviti Sjálfstæð- isflokksins hefur hingað til ekki tekið það í mál en virðist nú skyndilega hafa skipt um skoðun og auðvitað fagna ég því.“ Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Engin ákvörðun um nýtt vatnsból ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.