Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 16
Harrison pergeron „reynið ekki — ég endurtek — reynið ekki að rökræða við hann eða tala hann til á nokkurn hátt.“ Brak og brestir hurðar, sem verið var að brjóta af hjörunum, bárust til eyrna. Skrækir og örvæntingaróp bár- ust frá sjónvarpinu. Myndin af Harrison Bergeron hristist í ein- hverjum annarlegum jarð- skjálfta-dansi. George Bergeron áttaði sig réttilega á orsökum jarðskjálft- ans, enda hafði heimili hans oft skolfið og skekist af sömu ástæðu. „Guð minn góður," sagði hann. „Þetta hlýtur að vera Harrison." Nístandi bifreiðaárekstur þurrkaði uppljómunina úr huga hans. Þegar George tókst að opna augun aftur, var myndin af Harri- son horfin, en sprelllifandi Harri- son fyllti sjálfur út í skjáinn. Harrison stóð í miðjum sjón- varpssal, risavaxinn, skröltandi trúður. Hann hélt enn á hurðar- húninum. Hljóðfæraleikarar, ballerínur, tæknimenn og þulir húktu á hnjánum fyrir framan hann og bjuggust við dauða sín- um. „Ég er keisarinn!“ æpti Harri- son. „Heyriðið það? Ég er keisar- inn og allir verða að hlýða skipun- um mínum skilyrðislaust." Hann stappaði niður fætinum og sjón- varpssalur nötraði. „Sem ég stend hér,“ drundi hann, „hindraður, heftur og sýkt- ur, er ég meiri leiðtogi en heimur- inn hefur nokkru sinni átt. Og nú — skuluð þið fá að sjá, hvað ég get orðið.“ Harrison sleit ólarnar af hafta- farginu, eins og þær væru úr pappír, reif fetla, sem þoldu fimm þúsund punda þunga. Járnskranið hrundi á gólfið. Harrison setti þumlana undir kenginn á hengilásnum, sem hélt hálshringnum föstum og hann brast auðveldlega. Heyrnartækjum og gleraugum grýtti hann í vegginn. Hann fleygði gúmmínefinu og stóð þar í allri sinni dýrð. Dýrð, sem hefði getað skotið Ásaþór skelk í bringu. „Nú mun ég kjósa mér keisara- ynju,“ sagði hann og leit niður á forviða fólkið. „Fyrsta konan, sem hefur djörfung til að rísa á fætur, skal festa sér maka og krefjast síns hásætis." Eftir augnablik stóð ballerínan mjúklega upp. Harrison tók hugsanahöft úr eyra henni, fjarlægði líkamsförg- in af mikilli nærgætni og loks grímuna. Hún var hrífandi fögur. „Eigum við nú að sýna fólkinu, hvað orðið dans merkir?" spurði Harrison og tók í hönd henni. „Tónlist," skipaði hann. Hljóðfæraleikararnir flýttu sér aftur á stólana og Harrison fjar- lægði höft þeirra líka. „Leikið, sem best þið kunnið," mælti hann til þeirra, „og ég mun dubba ykk- ur til hertoga, baróna og jarla.“ Tónlistin hófst, venjuleg í fyrstu, ómerkileg, aulaleg, fölsk. Harrison þreif tvo hljóðfæraleik- ara úr sætum sínum, veifaði þeim eins og tónsprotum, meðan hann söng lagið, eins og hann vildi, að það yrði leikið. Hann sletti þeim aftur á stólana. Lagið hófst á ný, nú miklu betra. Harrison og keisaraynjan hlustuðu hreyfingarlaus nokkra stund — einbeitt og alvarleg eins og til að samstilla hjartslátt sinn hljómfallinu. Þau stóðu á tám. Harrison tók stórum höndum um þvengmjótt mitti stúlkunnar og leyfði henni að skynja þyngd- arleysið, sem hún mundi brátt öðl- ast. Síðan stukku þau til lofts í flóði, gleði og þokka. Ekki aðeins lög landsins voru fyrir bí, heldur einnig lögmál þyngdar og hreyfingar. Þau snérust, þyrluðust, hopp- uðu, skoppuðu, endastungust, botnveltust, svifu og runnu. Þau stukku eins og dádýr á tunglinu. Það voru þrjátíu fet til lofts í sjónvarpssal, en í hverju stökki komust þau nær. Þau ætluðu greinilega að kyssa loftið. Þau kysstu það. Þau höfðu hlutleyst þyngdarafl- ið með ást og einskærum vilja — héngu nú í lausu lofti og kysstust lengi, lengi. Þá kom Diana Moon Glampers, haftastjóri, í sjónvarpssal með tvíhleypta haglabyssu, skaut tvisvar og keisaraparið var dautt, áður en það lenti á gólfinu. Diana Moon Glampers hlóð byssuna, miðaði henni á hljóð- færaleikarana og sagði, að þeir hefðu 10 sekúndur til að fara í höft sín aftur. Þá sprakk sjónvarpslampinn hjá Bergeron-hjónunum. Hazel snéri sér að George til að segja eitthvað um bilunina, en George hafði farið inn í eldhús að fá sér bjór. George kom aftur með bjórinn, hikaði aðeins meðan haftahávaði sló hann út af laginu og settist svo. „Varstu að gráta?" sagði hann við Hazel. „Já,“ sagði hún. „Af hverju?" spurði hann. „Ég man það ekki,“ svaraði hún. „Einhverju dapurlegu í sjónvarp- inu.“ „Hvað var það?“ spurði hann. „Æ, það er eitthvað svo rugl- ingslegt í höfðinu á mér,“ svaraði hún. „Gleymdu döprum hlutum," sagði George. „Ég geri það alltaf," sagði Haz- el. „Góð stúlka," sagði George. Hann kipptist við, er naglabyssa hljóp af í höfði hans. „Guð,“ — sagði Hazel, „ég sá, að þetta var dúndur." „Það segirðu satt,“ sagði George. „Guð,“ — sagði Hazel, „þetta var dúndur — ég sá það.“ Hacwmfá. ÆSSri'f' Jflfn fIPsr^Ssíf Eí rv <fpL» jJSgfrf.*- w f \ V'hfW'H I 1 jfJvAu 1 1 ———— AUSTURSTRÆTI22 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.