Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 8
Góra hafa orðið mörg undur í tengslum við hana sem lifa í munnmælum manna á meðal í Póllandi. Til dæmis mætti nefna að þegar Svíar réðust með her manns inn í Pólland árið 1655 var framrás þeirra stöðvuð rétt utan við Jasna Góra og varð ekki lengri. Það þökkuðu Pólverjar heil- agri Maríu, því íbúarnir lögðust á bæn við mynd „Svörtu Madonnunnar" og ákölluðu hana sér til hjálpar. Fyrir þetta og margt fleira hvílir mikil helgi yfir þessum stað. Árið 1717 var myndin fyrst krýnd, en það er sérstök helgiathöfn í kaþólskum sið að kóróna er sett á helgimyndir. Sú athöfn má ekki fara fram nema með sérstöku leyfi páfans og forsendur eru þær að hægt sé að sanna að undur og kraftaverk hafi gerst í tengslum við myndina. Um sama leyti var einnig farið að skrýða myndina dýrum klæðum. — Þessi klæði — ef svo má kalla — eru fest með sérstökum hætti framan á myndina og hylja Maríu guðs- móður og Jesúbarnið að mestu leyti nema andlit og hendur. Slík skreyting á helgi- myndum þekkist víða hjá kaþólskum. Klæði „Svörtu Madonnunnar" eru 7 tals- ins, mismunandi að gerð og lit og sett á hana til skiptis við ýms tækifæri. Ein er sú gerð sem eingöngu er búin til úr gift- ingarhringjum sem fólk hefur gefið til þessa. Allar götur fram á þennan dag leitar fólk í stríðum straumum til Jasna Góra til að biðjast ásjár „Svörtu Madonnunnar" — heilagrar Maríu — og ungir sem aldnir trúa því að hún veiti þeim hjálp. „Svarta Madonnan" er í huga pólsku þjóðarinnar drottning Póllands. Árið 1957 lét Wyszynski kardináli gera eftirlíkingu af myndinni svo hægt væri að senda hana víðs vegar um landið og fólki gæfist tækifæri til að gera bæn sína fram- an við hana. Miklar sögur fóru af þeirri sjáluhjálp sem því fylgdi. En árið 1966 bannaöi stjórnin þessar sendingar svo eft- irmyndin var kyrrsett í Jasna Góra þar sem frummyndin var. Árið 1972 var þó aftur leyft að eftir- myndin væri flutt um landið og helgin sem á henni hvílir og átrúnaðurinn fer stöðugt vaxandi. Um hina táknrænu merkingu myndarinnar f vitund Pólverja endurspeglar myndin sál Pólverja. Gullni geislabaugurinn um höfuð Maríu guðsmóður og Jesú fangar fyrst augað en gull er litur guðs sam- kvæmt kaþólskum sið. Því er guð líka í myndinni. Græni liturinn í baksýn er litur heilags anda — táknar líf og von og að allt gerist fyrir anda guðs. Jesús er þó höfuðáhersluatriðið í mynd- inni og hann gefur vísbendingu um hvað úr henni eigi að lesa. í vinstri hönd heldur hann á guðspjallabókinni en hægri hendi lyftir hann eins og kennari og vísar til móðurinnar. Með þessu vill hann segja: Ef þið skiljið ekki það sem í guðspjöllunum stendur, horfið þá á Maríu — lifandi guðs- móður — og biðjið hana að hjálpa ykkur. María er í skugga barnsins og úr svip hennar má lesa: Gerið svo sem guð býður. Um myndina í Hafnarfirði f maí árið 1981 skrifuðu Karmelíta- systur í klaustrinu í Elblak í Póllandi Wyszynski kardínála og báðu um að syst- urnar fengju eftirmynd af „Svörtu Mad- onnunni" til þess að taka með sér ef ein- hverjar þeirra færu úr landi í annað klaustur. Þar sem systurnar í Elblak voru orðnar of margar, 33 að tölu (venjan er að 21 systir séu saman í klaustri) var viðbúið að einhverjar þeirra færu annað. Kardínálinn varð við bón þeirra og þær fengu myndina skömmu áður en hann dó. Þessi mynd var síðasta gjöf kardínálans og leggja systurnar táknræna merkingu í það. Meðan myndin var í klaustrinu í Elblak kom fjöldi fólks til að biðjast fyrir fyrir framan hana og margir grétu þegar hún var tekin niður og flutt til fslands, en ramminn af henni var skilinn eftir sem nokkurs konar sárabót. Og systurnar segja: Við vonum að myndin af „Svörtu Mad- onnunni" hér muni hjálpa okkur að kom- ast í sálusamband við pólsku þjóðina sem treystir „Svörtu Madonnunni" til að taka á sínar herðar alla þá erfiðleika sem veröld- in býður upp á. Við horfum í augu hennar og örin í andlitinu og lítum á okkur og okkar erfiðleika í ljósi þeirra. Við treystum því að þeir sem biðja Maríu guðsmóður um styrk, fái hann nú eins og alltaf hefur orðið og við tökum undir þau orð í sálminum um „Svörtu Madonnuna" þar sem segir: Það er gott að vera barnið þitt — hjá þér viljum við vera. Altarískross klaustursins sem hollensku nunnurnar skildu eftir handa þeim pólsku. Úr Lilju bróður Eysteins — 88. vers Frammi stattu, er fæddir Drottin, fyrir skínandi barni þínu, miskunn bið þú að mjúka finni maðurinn hverr, en glæpir þverri; bænarmál fyrir kristnum sálum, Máría, Jesú móðir dýrust, mundu að eigi skiljist ég undan. Systir Benedikta kveikir á kertum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.