Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 12
Með SX-gerðinni hafa Italir sýnt og sannað, að Fiat Uno er í grundvall- aratriðum vel leystur smábíll og í fararbroddi með nýju línuna, sem nú er að ryðja sér til rúms í bílaiðnaðin- um. Fiat Uno SX Þ — reynsluekið á Ítalíu Þeir voru fljótir á léttikerrum sínum eftir að þeir uppgötvuðu hverslags þarfaþing vegir eru — og nú, 2000 árum síðar er ekki fjarri lagi, að Fiat Uno sé létti- kerra nútímans á þessum sömu slóðum og vitaskuld miklu víðar. Fiat Uno telst í flokki stórra smábíla. Mörkin eru yfirleitt miðuð við 4 metra lengd, en Fiat Uno er 3,64 m á lengd. Sérkenni hans eru ekki hvað sízt þau, að hæðin er nokkuð mikil á móti breiddinni, 143 sm á móti 155, og eins hitt að afturhjólin eru höfð mjög aftarlega, sem þykir vit- ræn lausn og verður bæði til þess að koma hjólaskálunum í burtu frá aftursætinu og eykur stöðug- leika til muna. Þá tilhögun má raunar sjá í bílum frá því um 1930; einnig sumum frönskum bílum frá síðari tímum, t.d. mjög ákveðið í DS-gerðinni af Citroen að var morg- unn í maí og sólin skein jafn glatt á Péturskirkjuna og Hilton-hótelið, sem stendur uppi á einni af hinum nafntoguðu hæðum með stórkostlegu útsýni yfir borg þeirra Rómulusar og Remusar. Þannig skein hún þennan dag sem fyrr á réttláta og rangláta; á bandóða Breta, sem komnir voru í tugþúsunda- tali til að tryllast með kvöldinu, þegar Liverpool ynni Roma þarna rétt neðan við hæðina — og hún skein á okkur, hóp blaða- manna frá Norðurlandablöðum, sem komnir voru í Hina eilífu borg til þess eins að vega og meta nýja gerð af Fiat Uno, sem fslendingar þekkja vel nú orðið í sinni upprunalegu gerð. Sú gerð hefur orðið mestur sölubíll á þessu ári og er það í fyrsta sinn um nokkurt skeið, að smábíll frá Evrópu stendur alveg uppi í há- rinu á þeim japönsku, — er ef til vill framúrstefnulegri en nokkur þeirra, mjög rúmgóður að innan, ágætlega frágenginn og það sem virðist þó framar öllu öðru ráða úrslitum: Verðið er mun lægra en á þeim japönsku, sem yfirleitt hafa stækkað lítið eitt og kosta flestir um 50 þúsund krónum meira en Fiat Uno. En það er gamla sagan, sem hinir fornu Rómverjar þekktu vel, að ekki þýðir að hvílast lengi á lárviðarkrönsunum eftir unna sigra. Því er væntanleg á mark- að með haustinu ný og mun snarpari gerð af Uno — sú gerð Meira er borid í sætin á SX-gerðinni og rýmið í aftursætinu mjög gott vegna þess hre afturhjólin eru aftarlega. er auðkennd með SX, sem táknar einungis lúxusútfærslu — og það var einmitt sú gerð, sem tekin var til prófunar utan við Hilt- on-hótelið í Róm. Þaðan var ekið út úr borginni og um þær slóðir vestur af Sabínalöndum, þar Rómverjar hlóðu úr steini veraldarsögunni. , sem einkennir Fiat Uno, á ótrúlega gott rými að einnig stöðugleika. I’okuljós, hrítmálmsfelgur og fleiri smáatriði greina SX-gerðina frá hinni sem þekkt er hér. uppúr 1960, en er fyrst núna að ryðja sér til rúms í auknum mæli, t.d. á hinum nýja Honda Civic. Mörgum þykir þetta held- ur ljótara og rétt er það, að bíll- inn tekur frekar niðri á hryggj- óttum, íslenzkum malarvegi fyrir bragðið. En á venjulegum færum vegi hefur þessi aukning á bili milli hjóla ótvíræða kosti, til dæmis dregur það úr þessum snöggu og óþægilegu hreyfing- um, sem dæmigerðar eru fyrir smábíla á ójöfnum vegum. Með Fiat Uno hefur ítölum tekizt að teikna bíl, sem gæti orðið viðmiðun í bílaiðnaði um einhvert árabil. Það er hinsvegar feykilegur munur á að aka þeim Fiat Uno, sem menn þekkja hér og hinsvegar SX-gerðinni. Sá munur sést bezt af því, að grundvallargerðin er 17,5 sek. í hundraðið, sem er þó ekki lakara en gengur og gerist um marga smábíla. En Uno SX er aðeins 11,5 sek. í hundraðið, sem þýðir að hér er kominn meiri háttar akstursbíll og sambærilegur í viðbragði við BMW 318 og aðeins snarpaði en Saab 900 til dæmis. En snerpan er ekki allt, þótt hún geti verið skemmtileg og raunar öryggisatriði í framúr- akstri. Ekki skiptir það minna u M N U H N Þungu fargi af mér létt Hvernig verður Ijóðabók til? Það skilja náttúrlega allir að jafn- vel hin andríkustu, bestu og frægustu ljóðskáld hrista ekki bækur sínar fram úr ermi sinni, að minnsta kosti ekki ef þær eru rímaðar. Allt sem kemur á blöðin er ekki nothæft. Það fer beint í ruslakörfuna. Sumt er aftur á móti lagt til hliðar. Það fær ekki að koma i þessa bók. Ef eitthvert tímarit bið- ur um kvæði á milli bóka er þetta efni dregið fram, ásamt þeim ljóðum sem ein- hverra hluta eða sjónarmiða vegna, ekki áttu samleið með þeim sem valin voru. Ný atlaga er gerð, sumt endanlega dæmt úr leik, öðru gefið líf eða enn sett í biðstöðu. Ef þrjú, fjögur eða jafnvel fimm ár líða milli bóka er jafnan úr miklu að velja og ný yrkisefni eða kvæði, sem lengi hafa beðið hálfort í undirvitundinni, ryðjast fram. Hjá mér tekur bókargerðin aldrei skemmri tíma en átta til tíu mánuði. Nú eru áratugir síðan ég hef birt. rímuð kvæði í bókum mínum. Myndi vinnan við þau vera enn tímafrekari? Ég veit satt að segja ekki hvernig ég ætti að svara þeirri spurn- ingu. Kannski eru möguleikarnir til breyt- inga enn færri, ef maður rímar. Þeim, sem einu sinni hefur lært að tjá sig í formi rímsins, er það í sjálfu sér ekki teljandi vandi, fremur en hversu annars fagmanns, sem lært hefur hin réttu handtök. Hand- rit, sem á að koma í bók að hausti, þarf helst að vera nokkurn veginn frágengið að vori. Mér tókst að standast áætlun. Við hjónin höfðum löngu ákveðið brottfarar- daginn til Svíþjóðar 18. maí og nokkrum dögum áður fór handritið til útgefandans. Ljósrit fór að þessu sinni með í farangur- inn, vildi hafa vaðið fyrir neðan mig, geta skipt um eða kippt út einu og einu kvæði, því bókarstærð er fyrirfram ákveðin. Þungu fargi er af manni létt. Nú er um að gera að hvílast og hugsa um eitthvað ann- að. Flugmannaverkfallið En þá vofði flugmannaverkfall yfir. Og ég sem alltaf hafði verið svo samúðarríkur og velviljaður gagnvart verkfallsfólki. En hér var þjóðarvoði á ferð, sögðu pólitíkus- arnir. Hvenær hafði ég hlustað á slíkar röksemdir. Ég reyndi í lengstu lög að vera hlutlaus. Loks fór ég að reyna að kynna mér málin. Sjálfur þurfti ég ekki mikið að hugsa að þessu sinni. Alþingi tók af skarið. Vænt- anlegt verkfall var bannað. Fyrir næsta haust skyldi sáttasemjari með hjálp ann- arra viturra manna finna lausn. Ég hringdi í skrifstofu flugfélagsins. Bílarnir legðu af stað á völlinn klukkan tæplega sex að morgni var sagt þar. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.