Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 10
sem þyrlast um í gnæfandi limkrónum stórtrjánna, eins og ar í sólargeisla, litlu stærri en skrautvængjuð fiðrildin, sem meir líkjast flögrandi blómum en skordýr- um. En þótt fuglarnir séu litlir, þá er rödd þeirra stór. Samsöngur þeirra lætur í eyr- um eins og bjartur gnýr frá himnum, sól- birtan skær hefur breyst í þungan klið, svo að loftið titrar. Á stéttinni fyrir utan herbergisglugg- ann minn stendur borð þar sem ég sit stundum, skrifa og drekk svart kaffi tyrkneskrar tegundar. Áðan skildi ég þar eftir brauðsneið með mjólkurosti, senni- lega svissneskum osti úr Alpadölum. Nú sé ég út um gluggann, að gulur kettlingur kemur eftir stéttinni, varla nógu vaxinn til þess að geta veitt sér smáfugl í svanginn. En hann hoppar upp á stólinn, þaðan upp á borðið. Fyrst gengur hann nokkra hringi kringum brauðsneiðina, síðan byrjar hann að sleikja út um, þar eftir rekur hann tungubroddinn í ostinn, varlega þó, loks er hann fullviss um ágæti hans og fer að éta. Hann er lengi að éta ostsneiðina og plokka hana lausa frá brauðinu og endar máltíð sína á tilraun til að hagnýta hana líka, en hann gefst upp, hún er of hörð helvítið að tarna, eða þá hann er ekki lengur mjög svangur, því að nú sest hann, sleikir vel út um báðum megin og skokkar sína leið. í fornöld voru kettir helg dýr í Egypta- landi, múmíur katta hafa fundist í kon- ungagröfum, nú hirðir enginn um þá, en ég held þeir bjargist sæmilega, smáfuglarnir eru svo margir. Aftur á móti er ég hrædd- ur um að hundarnir lifi hálfgerðu hunda- lífi. Allir hundar sem ég sá í landinu voru ljósgráir að lit, skinhoraðir og lágu kylli- flatir eins og dauðir væru í sandinum þar sem skugga bar á. Líklega var nóttin bjargræðistími þeirra. Hrælykt lagði af þeim, ömurlegri skepnur hef ég ekki séð. JAFNVEL bjórinn er óguðlegur Ég fór að velta því fyrir mér hvort nokk- ur skáldlist væri iðkuð hér í Egyptalandi nútímans. Það hlýtur að vera, hugsaði ég, og reyndi ögn að grennslast um það, en varð einskis vís. Þjónarnir á betri hótelun- um eru áreiðanlega ein best menntaða stétt landsins. Þeir kunna erlend mál og ræða fúslega við gesti sína. Egypska rauð- vinið sitt nefna þeir eftir heimsfrægu skáldi og selja það í þriggjapelaflöskum með kvöldmatnum. Það heitir Omar Khayyám. Ekki hafði þjónninn okkar hug- mynd um að þetta væri nafn á persnesku skáldi, sem orti „Ferhendur tjaldarans", það er að segja „Rubáiyát". Hann taldi vínið gott, en sjálfur bragðaði hann aldrei á því. Það voru í því nokkur prósent af alkóhóli og Allah bannar múslemum að bergja á slíkum drykk. Jafnvel bjórinn, sem er svona álíka sterkur og Egils öl, hann er óguðlegur líka, og vantrúarhundar einir svelgja hann. En múslemar eru um- burðarlyndir við okkur hina. Nokkur hluti Egypta játar meira að segja koptíska kristni, sem ég kann að vísu ekki mikil skil á, nema hvað ég sé að kirkjur kopta líkjast að ytra útliti okkar kirkjum, og kross þeirra er ekki mjög frábrugðinn krossi páfans og Marteins Lúthers. Er ekki kopt- íski krossinn svona hérumbil jafnarma? Það minnir mig. Hálfmánann þekkja allir — Tyrkjatunglið, ég hleyp yfir hann. Við Einar Pálsson létum trúaðan pilt, sem við hittum á „Flota Tút konungs", þó kenna okkur hið helga ákall: „Mikill er Allah!" á arabísku: „Allah úk akhbar!" — á siglingu okkar upp eftir Nil, frá Lúxor til Aswan, sem tók hálfan fjórða sólarhring. Þetta kenndi hann okkur á frívaktinni, af því honum var orðið hlýtt til okkar, útlendra manna, sem fræöast vildu um trú hans og daglegt líf þjóðarinnar. En þetta gerðist reyndar ekki fyrr en seinna. Fyrst hafði Kristine frá Tjöruborg boðið upp á ferð um miðborg Cairo og þeirra erinda ekki síst að skoða fornminjasafn Egypta. Þar er allt mikilfenglegt og fjölskrúðugt. Mér sýndist það mundi vera nokkurra ára fullt starf að skoða það allt af nákvæmni, og var múmiusafnið þó lokað vegna viðgerða. Þó að flestar Evrópuþjóðir og Bandaríkja- menn hafi fyllt söfn sín af egypskum forn- minjum, þá hefur svo mikið orðið eftir heima hjá sér, að engin leið er fyrir venju- legan ferðamann að lýsa því öðrum til fróðleiks. Eftir þrjá klukkutíma í fylgd með lærðu konunni dönsku var maður orð- inn ómálga af þreytu og hugsun manns komin í flækju, sem ég reyndi alls ekki að greiða úr, heldur leið mér eins og eftir sársaukalaust rothögg, og komst ekki til réttrar meðvitundar fyrr en eftir tíu tíma nætursvefn. Sumt hefur harla lítið breyzt í áraþúsundir: Bóndi mundar frumstætt handverkfæri a akri, bændur með klyfjaða asna. Hvorttveggja er sýnt á egypzkum lágmyndum frá því fyrir 5000 ■ * ■ Sveitabæir í Nílardal, þeir standa við síki sunnan Kairó-borgar. TlLBREYTINGARLAUS Harmljóðasöngur í nánd við Jolie Ville Hótel gnæfir einn af óteljandi bænaturnum múslema hátt til himins. Tvisvar á dag ómuðu þaðan söng- bænir og áköll prestanna: „Allaah úh akh- bar.“ tíu mínútur eða meira í samfelldri lotu. Sagt var mér, að fimm sinnum á sól- arhring krjúpi þetta fólk á bæn, snúi and- liti sínu í átt til Mekka og lemji enni sínu aftur og aftur í jörðina með trúarópum og mikilli andagt. Sjálfur varð ég þessa ekki var oftar en tvisvar á dag: við sólarupprás og við sólarlag. Þá brást það heldur ekki, að þarna uppi í bænaturninum upphófst þessi tilbreytingarlausi harmljóðasöngur, sem minnti á kveinstafi og þjáningu, og alveg ótrúlea lét hann hátt í eyrum, svo hann barst víða vegu út yfir borgirnar og nálægar eyðimerkur. Ekki held ég þó þeir hafi æpt í hátalara, eins og þessir trylltu djöflar skonrokks og aðrir slíkir gaurar, heldur séu þessir trúbrjáluðu menn bara svona raddsterkir. Svo heimsk er mann- eskjan, að hún bindur ávallt vonir sínar við framtíðina. Ekkert lærir hún af reynsl- unni, en heldur sífellt að morgundagurinn verði betri en dagurinn í dag. Líklega er það þó einmitt þessi heimska sem hefur haldið og mun halda í henni lífinu — enn um stund, — annars væri hún nú þegar úr sögunni. Deila má svo um, hvort það komi ekki í einn stað niður. En hvað döðlupálmarnir og helgisöngur munkanna ná hátt til lofts í ljósaskiptun- um. Rauðgult rökkrið sigur á herðubreið Egyptalands, bænaturnar vísa mér til réttra átta, umhverfis er austurlenskur aldingarður með gangstígum sem greinast margvíslega og tengjast aftur. Það er á þess háttar stað sem ég er staddur. Allah úh akhbar! Ég er ekki að fara með ósann- indi. Þá er það eina nóttina klukkan hálffjög- ur að síminn hringir og vekur okkur. Röddin í símanum segir ekkert nema þetta eina — að klukkan sé hálffjögur. 1 Gömlum Hjartastað HEIMSMENNINGARINNAR Ha? — Jú, mikið rétt: nú stóð til að ferðast. Snöggsoðinn morgunverður er snæddur, eftir það liggur leiðin út á flug- völl, og upp í vélina. Hún tókst fljótt öskr- andi á loft og stefndi til suðurs. Þegar birta tók mátti greina eitt og annað á jörðu niðri: strjál þorp, grænar gróður- vinjar, Ána, eyðimörkina, lága rauðleita fjallgarða. En þotan flaug hátt og fór hratt, eftir 700 kílómetra vegalengd settist hún utan við borgina Lúxor. Þarna var í fyrndinni gamla höfuðborgin Þeba, aðset- ur faraós, eftir að hann flutti fastan bú- stað sinn frá Memphis. Frá ómunatíð hafði hvur borg í Egyptalandi átt sinn eig- in borgarguð. Borgarguð Þebu hafði lengi verið Ámon, þar áður sólguðinn Ra. Mér skilst að síðan hafi þeir runnið saman í einn guð báðir: Amon Ra, sem smátt og smátt hafi orðið höfuðguð alls Egypta- lands, beggja ríkjanna — hins efra og hins neðra ríkis. Kóróna faraóanna var tvöföld, rauð og hvít, og var litur neðra ríkisins rauður, hins efra hvítur. Óralangir og flóknir eru þræðir þessarar sögu og verða ekki raktir hér, en hingað vorum við kom- in: í gamlan hjartastað heimsmenningar- innar — í miðju Egyptalandi: Lúxor- Þebu-Karnak. Nú var ekki flutt inn á hótel eins og gerist og gengur, heldur um borð í fljótaskipið „King Tut’s Fleet“. Skipið lá við landfestar í höfn Lúxor, við brattan og háan bakka Nílar, og tengdi hengibrú, mjó og fjaðrandi með handriðum úr gulum hampkaðli, skipið og bryggjuna. Mikill fjöldi smáfiska synti niðri í nokkurn veg- inn tæru árvatninu, því að hér syðra sýnd- ist áin ekki menguð að ráði, gagnstætt því sem hún er í Cairo. Fiskarnir virtust flest- ir á stærð við fremur smávaxinn silung, hálft pund að þyngd eða svo, sumir þó stærri. Okkur var fenginn til umráða skipsklefi og lykill að honum, þangað var farangur okkar borinn. Minniháttar árbit- ur var framreiddur, en ekki var til setunn- ar boðið: ekið skyldi í svonefndum lysti- kerrum til Karnak, þrjá kílómetra til aust- urs — að skoða þar musteri, hið stærsta guðshús sinnar tegundar í heimi. Kerrurn- ar voru tvíhjóla og tóku fjóra farþega í sæti, ef þröngt var setið, framan við skýlið sat ekillinn og gat haft farþega við hlið sér, hesti var beitt fyrir. YFIRNÁTTÚRLEGAR Stærðir Ramses II. lét reisa musterið, var manni sagt, og er þar allt hrikalegt og líkara því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.